Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Page 20
20 DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRIL1983. KOSNINGAFUNDUR DV KOSNINGAFUNDUR DV KOSNINGAFUNDUR DV FYRIRSPURNIR Af hverju ekki búið að semja við Alusuisse? Erla Sigurbergsdóttir spyr Svavar Gestsson: Er þaö ekki nokkuö ljóst miðað viö gang mála aö hvaöa ráö- herra ríkisstjórnarinnar sem er, annar en Hjörleifur Guttormsson, heföi getaö verið búinn aö semja viö Alusuisse? „Eg held aö þaö sé nú ekki þannig. Við þurfum aö gera okkur grein fyrir því að í þessu álmáli er við ákaflega harövítugan auöhring aö eiga. Hann hefur líka átt bandamenn hér á ís- landi, þar á meðal Friðrik Sophusson, sem flutti tillögu til þingsályktunar um aö Alþingi Islendinga hneigöi sig fyrir Alusuisse. Tillagan var einnig flutt af Guömundi G. Þórarinssyni og alþýöu- flokksmanni, þannig aö Alusuisse treysti því aö þeir ættu bandamenn hér á íslandi og þyrftu þess vegna ekki aö semja viö okkur um hækkun á raforku- veröinu. Hins vegar er meining okkar aö knýja nú fram hækkun á raforku- verðinu meö einhliöa ákvörðun og þaö getum viö meö þeim hætti aö efla þjóðarsamstöðu, um kröfu Alþýöu- bandalagsins í þessu efni gegn ál- flokkunum,” segirSvavarGestsson. Kvennalisti í vinstra samstarf? Karl Karlsson spyr Guörúnu Agnars- dóttur: Má vænta þess að fulltrúar Kvennalistans gangi til samstarfs við vinstri flokkana á sama hátt og í borg- arstjórn? „Ef til þess kæmi aö okkur væri boöið stjórnarsamstarf myndum viö aö sjálfsögöu ganga til samstarfs viö þá sem væru reiöiibúnir að berjast fyrir þeim máium sem ég kynnti í ræöu minni hér í kvöld. Það er alveg ljóst aö þeir sem taka þátt í stjórnar- samstarfi á þann hátt sem stjómir eru myndaöar á Islandi hljóta að verða aö ganga undir einhverjar málamiðlanir. Þó eru ákveðin mál sem ekki er haegt aö semja um og réttindamál kvenna eru þau mál sem viö setjum á oddinn,” svarar Guörún Agnarsdóttir. Ekki minnst á sjálfstæðis- menn í ríkis- stjórninni Gíslí B. Björnsson spyr Friðrik Sophusson: Hvernig getur þú, Friðrik, ef þú ert heiðarlegur stjórnmálamað- ur, sleppt því í ræöu þinni aö minnast á þaö aö í núverandi ríkisstjórn átt þú þrjá bandamenn, sjálfstæðismenn, sem bera þar fulla ábyrgð? „Þaö var ósköp einfalt aö sleppa þessu. Ég haföi tíu mínútur til umráöa og ég hélt aö Gísli B. Bjömsson vissi þaö hverjir sætu í ríkisstjóm. En ef það fer eitthvaö milli mála fyrir Gísla get ég reynt aö skýra það betur fyrir honum eftir þennan fund. Hitt er svo annaö mál aö þaö skal tekið fram aö tveir af ráðherrum Sjálfstæöisflokks í núverandi ríkisstjórn eru núna í fram- boöi fyrir Sjálfstæöisflokkinn,” svarar Friörik Sophusson. Með hverjum í ríkisst jórn? Ásdís Magnúsdóttir spyr Vilmund Gylfason: Meö hverjum viljið þiö helst vinna í ríkisstjórn? „Það er alveg ljóst samkvæmt þeim drögum aö málefnagrundvelli, sem viö í Bandalagi jafnaðarmanna höfum lagt fram, að viö erum að leggja til al- gjöra umsköpun í íslensku stjórnkerfi. Þetta eru þau grundvallaratriði sem við leggjum upp úr, auk þess sem viö krefjumst þess að gengin sé leiö frjálsra samninga um allar grund- vallarstæröir í hagkerfinu. Viö viljum vinna meö hverjum þeim sem vill vinna með okkur aö þessu en upp á býti gömlu flokkanna og viö aðferðir þeirra þá erum viö auðvitað ekki til sam- starfs. Þá verður okkar hlutskipti næstu misserin heldur að vera í upp- lýstri andstöðu,” segir Vilmundur Gylfason. Kúvending Framsóknar íhermálinu? Guömundur Auöunsson spyr Ólaf Jó- hannesson: Nú var Framsóknarflokk- urinn í ríkisstjóm 1971 til 1974 sem beitti sér fyrir brottför bandaríska hersins á Miönesheiöi. Herinn fór ekki og Framsókn skipti um skoöun í því máli. Hvaö olli þeirri breytingu? „Þaö uröu náttúrlega ýmsar breyt- ingar í heiminum um þetta leyti og þess vegna var þaö aö þaö tókst ekki aö koma þessu í framkvæmd á þessum árum sem viö sátum í ríkisstjórn þá. Á hinn bóginn var unnið aö því og undir- búið alveg að þetta gæti átt sér staö. 1974 þá mynduðum viö stjórn með Sjálfstæðisflokknum og hann leit ööru- vísi á þessi mál að ýmsu leyti. Þess vegna var horfið aö því ráði aö gera nýjan samning viö Bandaríkin, að vísu talsvert breyttan frá því sem áður var. Við höfum sem sagt ekki skipt um skoðun í þessu,” segir Olafur Jó- hannesson. ÖrlögAlþýðu- flokksins Gunnar Ólafsson spurði Jón Baldvin Hannibalsson: Ottast þú ekki laka út- komu Alþýðuflokksins í skoðanakönn- unum? Getur flokkurinn ekki án Vilmundarveriö? „Þaö er sitthvaö að kanna skoðanir eöa hanna skoðanir. Gera manni upp skoðanir eða móta skoöanir annarra. Reyna að hafa áhrif á skoðanamyndun annarra, til dæmis hinna óráðnu, meö því aö birta skoðanakannanir og láta kjósendur ekki í friöi um aö kveöa upp sinn dóm sjálfir, jafnvel í seinustu vik- unni. Það er alveg rétt að skoöana- kannanir hafa veriö Alþýöuflokknum að mörgu leyti óhagstæöar, jafnvel þótt þær seinustu sýni þaö að Alþýðu- flokkurinn hefur þrátt fyrir allt rétt hlut sinn meö rösklegri kosningabar- áttu. En skoðun mín á því aö ööru leyti er aöeins sú að ég tek pólitískum örlög- um mínum og pólitískum örlögum míns flokks meö fullkomnu æðruleysi. Fyrir mér skiptir mestu að hafa barist og lagt sig allan fram og hafa trú á málstaö sinn og hugmyndir. Það er ykkar að dæma, ekki mitt,” sagöi Jón Baldvin. Er Svavar tilbúinn að lifa á verkamanna- laununum? Hafþór Baldvinsson spyr Svavar Gestsson: Er Svavar Gestsson tilbúinn aö lifa á verkamannalaunum og kaupa sér þriggja herbergja íbúö meö því að taka sér lán frá húsnæðismálastjórn, lífeyrissjóði og bönkum meö fullri verötryggingu? „Svariö er nei. Þaö getur enginn maöur lifaö á einföldum verkamanna- launum hér í þessu landi og á sama tíma fest sér húsnæði miðað viö þau kjör sem nú eru í boöi. Á liðnum árum höfum viö gert mikið til þess aö fá hina flokkana til að samþykkja aukna tekjuöflun til byggingasjóðanna. Fyrst lagöi ég fram tillögu um veltuskatt á fyrirtækin í landinu. Henni var hafnaö. Síöan lagöi ég til að tekinn yrði skyldu- sparnaöur af hæstu tekjum fyrirtækja og einstaklinga. Þessari tillögu var hafnað. Nú gerist þaö hins vegar skyndilega í kosningabaráttunni aö þessir flokkar, sem ekki hafa haft neinn áhuga á aö sinna vandamálum húsbyggjenda, upptendrast af áhuga og segjast vilja bjóöa öllum gull og græna skóga. Eg fagna því að þessir aðilar skuli loksins hafa áhuga á húsnæðismálum og biö ykkur um aö hjálpa mér við að negla þá eftir kosningamar líka,” svarar Svavar Gestsson. Hvernig leysir hagsýn hús- móðir vandamálin? Haukur Már Haraldsson spyr Guö- rúnu Agnarsdóttur: Hvernig leysir hin hagsýna húsmóöir vanda minnkandi loönustofns, hverfandi þorskstofns og matvendni Nígeríumanna? „Hún fullnýtir þann sjávarafla ann- arra tegunda sem fyrir eru. Hún miðar fjölda fiskiskipanna viö þol fiskistofna. Hún getur lítiö gert viö matvendni Nígeríubúa nema þaö aö vanda það hráefni sem hún selur og miða viö gæöi en ekki magn,” svarar Guörún Agnarsdóttir. Bændur og braskarar Jón Hannesson spuröi Ólaf Jóhannesson: Hvort eiga bændur meira sameiginlegt meö launþegum þessa lands eöa millistéttarprófess- orum og bröskurum? ,,Eg vil nú ekki setja millistéttar- braskara og prófessora í sama númer. En hann hefur sínar skoöanir á því. Eg álít aö bændur geti átt sameiginlega hagsmuni með öllum vinnandi mönn- um og ég álít að hagsmunir okkar Islendinga fari nú mjög oft miklu meira saman heldur en sumir vilja vera láta sem eru aö leggja mesta stund á þaö aö tvístra þjóöinni upp í stéttir og ýta undir ýmsan ágreining á millistétta,” sagöi Olafur. Friðrik forsætisráð- herraefni? Guömundur Jónsson spyr Friðrik Sophusson: Er það rétt sem þú lýstir yfir á fundi um daginn aö þú sért for- sætisráðherraefni Sjálfstæöisflokks- ins? „Þetta er tekið úr Þjóðviljanum, þaö segir sína sögu. Eg var á þessum fundi spuröur hver myndi mynda ríkisstjórn ef Geir Hallgrímsson næöi ekki kjöri. Svar mitt var það að samkvæmt hefð þá er það auðvitað formaður Sjálf- stæðisflokksins sem myndar ríkis- stjórn en af því Olafur Ragnar átti þarna hlut að máli þá bætti ég því við aö ég væri viss um aö hann flökraöi ekki við þvi að hlaupa upp i fangiö á mér ef ég myndaði einhvem tíma ríkis- stjóm, eins og hann heföi gert viö vara- formann Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma. En hann yrði að vita þaö aö ef svo færi að ég myndaði einhvem tíma ríkisstjórn þá gerði ég það meö heilan þingflokk að baki mér. Þetta tók Þjóöviljinn upp og sagði: Friörik lang- ar tfl aö mynda ríkisstjórn, vegna þess að það er meginstefna Alþýðubanda- lagsins í þessum kosningum aö benda á það aö innan Sjálfstæðisflokksins séu einhverjir leiftursóknarstrákar að sækjast eftir völdum og þaö þjónar þessum málstað aö birta þetta í Þjóðviljanum,” svarar Friörik Sophusson. Kærði migekki um að dingla áhrifalaus f deyjandi flokki Gisli B. Bjömsson spyr Vilmund Gylfason: Væri Bandalag jafnaöar- manna til ef þú hefðir fengið eins og tíu atkvæðum fleira í varaformannskjöri á flokksþingi Alþýðuflokksins nú fyrir nokkrum mánuðum? „Þaö er kannski von aö spurt sé. Sannleikurinn er sá aö þegar maður er í stjórnmálum er maður að sækjast eftir áhrifum fyrir hugmyndir sínar. Eg kæröi mig ekki um aö dingla tiltölu- lega áhrifalaus í deyjandi flokki og ég hætti. Svo gerðist það nokkrum vikum seinna ásamt félögum mínum að viö spurðum okkur þeirrar spurningar: Má vera að þessar hugmyndir eigi hljómgrunn meöal fólks þó að þær eigi ekki hljómgrunn meöal flokka?” svarar Vilmundur Gylfason. Hávaxta- stef na krata að sliga hús- byggjendur? Ólafur Kristjánsson spyr Jón Baldvin Hannibalsson: Er þaö ekki hávaxtastefna ykkar krata sem hús- byggjendur eru aö kikna undan núna? „Nei, þaö er nú síöur en svo. Ég visa til þess aö verðtrygging húsnæðislána er eldri heldur en menn hér kannski gera ráð fyrir. I annan stað vísa ég í þá húsnæðismálalöggjöf sem Alþýðu- flokkurinn bar fram og fékk sam- þykkta í ríkisstjóm 1979. Þá var gengið út frá verðtryggingu en meö því aö tryggja byggingasjóði örugga tekju- stofiia, þá tókst okkur aö sýna fram á þaö og þaö er staðfest af Þjóðhags- stofnun í nýlegri úttekt aö nú í dag hefði húsbyggjandi lán sem næmi 45% af byggingarkostnaði með lífeyrissjóði 65% byggingarkostnaðar. I ööru lagi greiðslubyrði samkvæmt þessari lög- gjöf þrátt fyrir verðtryggingu heföi aldrei orðið hærri en svona fjórðungur til fimmtungur af meðallaunatekjum. Með öörum orðum viö höf um sýnt fram á það að þessi löggjöf, þrátt fyrir verð- tryggingu, skilaöi mun betri árangri heldur en nú er,” svarar Jón Baldvin. Farandverka- fólk Halldór Jóuasson spurði Svavar Gestsson: Af hverjuhefur ekkert verið gert í málef num f arandverkafólks ? ,,Spumingin er ekki alveg rétt sett fram. Áriö 1980 hóf störf nefnd sem vann að málefnum farandverkafólks. I framhaldi af starfi þeirrar nefndar hafa verið sett lög um atvinnuréttindi útlendinga. Þau vom sett á síðastliðnu þingi og reglugerö á gmndvelli þeirra laga var reyndar gefin út núna á síðustu dögum. Þá hefur verið sett reglugerö um aöbúnað farandverka- fólks í vinnubúðum, þar á meöal í ver- búðum. Þannig aö í rauninni þá held ég að megi segja aö þær kröfur sem uppi voru af hálfu farandverkafólks fyrir 2—3 árum eða svo hafi veriö uppfylltar í öllum meginatriðum að því er aðbúnaðarmálefni varöar,” sagöi Svavar. Jaf n atkvæðis- réttur Hjörleifur Grímsson spurði Vilmund Gylfason: Hefur Bandalag jafnaöar- manna jafnan atkvæöirétt í öllum kjör- dæmum á stefnuskrá sinni? „Lykilatriðið er þaö að viö leggjum til aö kosningar í landinu veröi með tvöföldum hætti. Annars vegar aö þegar ríkisstjóm er kosin, eöa fram- kvæmdavald eða forsætisráðherra eöa hvað viö köllum þaö, þá gerist það meö aðferðinni, eðlilega, „einn maöur og eitt atkvæöi”. Að hinu leytinu segjum við þegar aö þessu geröu — og hér er um aö ræöa róttækustu tillögu um jöfn- un atkvæðisréttar sem nokkur leggur til og þar með í þágu hinna þéttari byggöa — þá verðum viö aö líta til þess að út um hinar dreifðu byggðir landsins verðum við aö varðveita mannlíf og atvinnulíf og fyrir vikið er þá réttlætanlegt, eöa að minnsta kosti þolanlegt, að hafa óbreytta kjördæma- skipan. Með öörum orðum: Aö jafna algjörlega framkvæmdavaldsmegin en hafa í þágu hinna dreifðari byggöa löggjafarvaldsmegin. Þaö sem viö erum aö leggja til er aö finna nýtt jafn- vægi milli dreifbýlis og þéttbýlis og svona er þetta hægt,” sagöi Vil- mundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.