Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Qupperneq 24
24
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRlL 1983.
Menning
Menning
Menning
Menning
Daufur Fauré
en góður Skoti
Tónleikar Sinfóntuhljómsveitar íslands í Hó-
skólabíói 14. aprfl.
Stjórnandi: Guðmundur Emilsson.
Einsöngvarar: Elísabet F. Eiríksdóttir, sópran, og
Robert Becker, barýtón.
Kór: Söngsveitin Fflharmónia.
Efnisskrá: Gabriel Fauró: Requiem op. 48; Felix
Mendelssohn-Bartholdy: Sinfónla nr. 3 ( a-moll.
Skammt er um liöiö síðan Söngsveit-
in Fíiharmónía veitti Sinfóníuhljóm-
sveitinni aöstoð viö flutning óperunnar
Tosca. Nú stóðu söngfélagar aftur á
fjölunum, aö þessu sinni í öllu viða-
meira hlutverki. í Requiem Faurés
leikur kórinn aöalhlutverkiö. Hljóm-
sveitarþátturinn skrifaöur með ýtr-
ustu sparsemi, hnitmiðaöur og ein-
söngvaramir notaöir sem krydd. Sé
kryddiö kjarngott þarf lítið af því. 1
öllu sínu látleysi er Fauré mikiil. Um
snilld hans vitna öll hans verk, hvort
Tónlist
Eyjótfur Melsted
sem um ræöir tónsmíöar eða upp-
fóstran tónskálda á borö viö Ravel og
Enescu.
Látleysi þýðir
ekki deyfð
En látleysi á ekki aö leiða til deyfðar
eins og ríkti í söng Fílharmóníu. Þrátt
fyrir aö lengi hafi ekki verið svo gott
jafnvægi raddanna í milli sem nú,
breytti þaö því ekki aö fyllingu vantaöi
í hljóminn og deyfö var yfir öllu.
Einsöngvararnir skiluðu sínu verki
meö ágætum. Robert Becker kannski
ekki alveg öruggur á hátóna í upphaf-
inu, en var snöggur að syngja sig upp.
Elísabet var örugg frá fyrsta tóni til
hins síðasta í sínu örstutta en glæsilega
hlutverki.
1 upprööun kórs og hljómsveitar
reyndi Guömundur Emilsson nýjung-
ar. Karlaraddir hafði hann miökórs og
tenórana fyrir framan bassana, sem
ég held aö hafi stuölaö að auknu jafn-
vægi. Fiölum skipaði hann sínum til
hvorrar handar, líkt og gert er í mið-
Evrópu. Meira reynir á slagtækni
stjómandans meö þessum hætti og
Guömundur haföi alla burði til aö
halda hljómsveitinni saman meö upp-
rööun þessari. Hljómsveitin þekkir sig
aö vísu lítt í þessari stööu og ég var
ElisabotF. Eiríksdóttir.
Robert Becker.
hissa á því að Guðmundur skyldi ekki
fylgja tilrauninni eftir í Skozku sin-
fóníu Mendelssohns, þeirri númer þrjú.
Sinfóníunúmer hjá Medelssohn em
allsherjar kraöak. Þær eru opinber-
lega taldar fimm, en sú númer eitt í c-
moll var víst í raun og veru hans
þrettánda sinfónía.
Góð tök á verkinu
Mesta púörið i Skozku sinfóníunni er
í öömm kafianum (vivace non troppo)
en hún stendur aö baki ööra skozk-
stemmdu verki Mendelssohns, sjálfum
Fingals helli.
Guömundur haföi góö tök á verkinu.
Leikurinn var aö vísu eilítið loöinn í
fyrsta kaflanum, en þaö ergöi mann
ekki frekar en vandræöi trompetanna
með samstillingu sína, því í stómm
dráttum lék hljómsveitin skínandi vel.
EM
Konur og
atvinnumál
Þess varð vart strax í Kvenna-
framboðinu í fyrra aö margir efuðust
um aö konur gætu boriö nokkurt
skynbragö á atvinnumál. Siíkar
raddir hafa oröiö jafnvel enn hávær-
ari nú meö tilkomu kvennalistanna.
Kannski er engin furða þótt fólk
efist, því aö enda þótt konur hafi
flykkst út á vinnumarkaöinn á
undanfömum árum eru þaö ekki þær
sem fara meö stjómina í atvinnu-
málum. í þeim málum hafa karlam-
ir alfariövöldin.
Og hvemig hefur þeim svo farist
stjóm atvinnumálanna úr hendi?
Eitt helsta einkenni íslenskrar at-|
vinnustefnu undanfarinna ára eru:
miklar og misaröbærar (svo ekki sé
meira sagt) fjárfestingar í öllum
helstu atvinnugreinum landsmanna.
Viröist mér að þar hafi oft veriö fariö
meir af karlmannlegu kappi en kven-
legri forsjá. Nægir að benda á fiski-
skipastólinn sem oröinn er allt of stór
miðað viö fiskana í sjónum. Allt
hefur veriö miöaö viö metafla án
þess aö huga aö því, hvernig úr
honum hefur veriö unniö, en allir
vita og viöurkenna aö þar hefur
margt fariö í súginn. Draumurinn
um skjótfenginn auö, skammtíma-
gróöasjónarmiöin, hefur allt of víöa
ráöiö feröinni.
Eitt skýrasta dæmið um afhroð
þessarar atvinnustefnu er einmitt úr
sjávarútvegi, nefnilega hiö sæla
síldarævintýri. Þá létu karla-
spekúlantarnir greipar sópa um
auðlindir hafsins og beittu í landi
fimum fingmm söltunarstúlknanna
fyrir milljónaplóg sinn. Hvaö skildu
þeir okkur eftir? Yfirgefnar verk-
smiöjur, mannlaus pláss og næstum
silfurlausan sjó. Að vísu hefur vald-
höfum eitthvaö lærst af þessari of-
veiði og annarri. Nógu fjálglega er
a.m.k. talaö um verndun fiskstofna,
skynsamlega nýtingu þeirra o.s.frv.
En það er óhugnanlegt aö enn þann
dag í dag skuii margir bíöa eftir
Kjallarinn
SigríðurH. Sveinsdóttir
áþekkum ævintýrum. Sumir eygja
þau í stóriöju. Kvennalistinn býöur
ekki upp á þess háttar lausnir í at-
vinnumálum. Kvennalistinn leggur
til forsjálni og fyrirhyggju hinnar
hagsýnu húsmóöur. Hagsýn hús-
móöir myndi aldrei steypa sér í
skuldir eins og karlapólitíkusamir
hafa nú þegar gert vegna stóriðju.
Þaö er umhugsunarvert aö 40—50
prósent þeirra erlendu lána sem viö
nú eram aö kikna undan voru tekin
vegna virkjana til stóriöju. Stóriðju-
ver eru heldur alls ekki eins atvinnu-
skapandi og reynt hefur veriö að
telja okkur trú um. Til dæmis mvndi
stóriðjuuppbygging i samrærni viö
stórvirkjanaáætlanir til aldamóta
aöeins veita atvinnu 6% af því fólki
sem út á vinnumarkaðinn kemur á
sama tíma. Mér býður í gmn aö
aðeins lítill hluti af þessum 6
hundraöshlutum yrði konur.
Aðrar áherslur
Stóriöjan hefur líka þann leiða
fylgifisk aö einn daginn er kannski
ekki lengur markaður fyrir afuröir
hennar. Hvaö veröur þá um fólkið
sem treysti á hana sér til viöurvær-
is? Svari hver fyrir sig, en ég get
ekki ímyndað mér öllu kaldranalegri
sýn en hálfyfirgefinn verksmiöjubæ
þar sem íbúamir stara vondaufir út í
bláinn og bíöa eftir atvinnuleysisbót-
um. Ég held varla aö mannræktin
yröi fyrirferöarmikil á slíkum staö.
Nei, okkur er nær aö byggja á þeim
grunni sem viö þrátt fyrir allt höfum
í sjávarútvegi og landbúnaöi. Efling
úrvinnsluiönaöar (án vinnuþrælk-
unar) úr þeim hráefnum sem þessar
atvinnugreinar færa okkur í hendur
hlýtur aö vera þaö sem okkur ber aö
leggja höfuöáherslu á á næstu ámm.
Fyrir utan þá traustu undirstöðu
sem fólgin er í öflugum og vönduðum
matvælaiönaöi get ég ekki stillt mig
um aö benda á hve vel hann fellur aö
því mannræktarsamfélagi sem viö
viljum stefna að.
Eg hef hér rétt drepið á örfá atriði
úr stefnu Kvennalistans í atvinnu-
málum. Til frekari upplýsingar fyrir
ykkur, lesendur góöir, vísa ég til
stefnuskrár okkar. Lesiö hana og þið
munuð sjá aö konur bera vissulega
skynbragð á atvinnumál. Þær leggja
bara aðrar áherslur og hafa annað
mat á þeim málum en karlamir.
Sigríður H. Sveinsdóttir.
forsjá.
jVirðist mér að þar hafi oft verið farið
meir af karlmannlegu kappi en kvenlegri
„StóriÖjan hefurlíka þann lelða fylgifisk að einn daginn er kannskiekki
lengur markaður fyrir afurðir hennar. .