Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1983, Síða 25
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. APRlL 1983.
25
Menning Menning Menning Menning
„Það er kannske erfítt að skapa góða list ef Ikstamenn eru mjög mikið út á við; umgangast mjög margt fólk og taka mikið þátt ísamfélaginu."
DV-myndSv. Þ.
Listamanni stafar
hætta af hringiðu
lífsgæðakapphlaupsins
„Jafnframt menntaskólanámi var
ég í Myndlista- og handíðaskólanum,
en ég hef teiknað frá því að ég man
eftir mér, ” sagði Vilhjálmur Bergsson
myndlistarmaöur sem um þessar
mundir sýnir á Kjarvalstöðum. ,,Að
stúdenstprófi loknu fór ég til Kaup-
mannahafnar. Var þar við myndlist-
arnám í tvö ár — og önnur tvö ár í
París. Síðan var ég mikið í Danmörku
og Frakklandi og eitt ár á Spáni.
Undanfarin f jögur ár hef ég svo verið á
íslandi.
Myndir mínar hér nefni ég Lífræn-
ar víddir. Áður hef ég notað nafnið
Samlíf rænar víddir, en fólki gekk mjög
erfiðlega að skilja það. Þetta orð var
því svo framandi. Meiningin hjá mér
var sú að þessi form og litir hjá mér
geta veriö abstrakt, súrrealístísk eða
fígúratív og rými myndanna getur ver-
ið ýmist hlutlægt eða huglægt. Mér
þótti engin ástæða vera til þess að gera
þar greinarmun á — tala um himin-
geim, hafdjúp eða huglægar víddir —
eða líffræðilegar víddir.
Ég held að í myndum mínum gæti
áhrifa úr ýmsum áttum, kannske ekki
síst úr bókmenntum. Það er ekki hægt
að benda á mynd eftir mig og segja
hún er akkúrat þetta. Ég tel, tvímæla-
laust, að í myndum mínum séu sterk
tengsl viö raunveruleikann og samtím-
is eru þær huglægar.
Birtan er góð...
Hvemig finnst svo Vilhjálmi að
starfa sem listamaður á íslandi; hér í
okkar litla þjóðfélagi?
„Ja, birtan er góö. .. og almenn-
ingur hér hefur talsverðan áhuga á list
en opinberir aðilar eru mjög sljóir.
Almenningur er miklu opnari, miklu
hreinni og beinni, en hér á þessu litla
landi er klíkuskapurinn ákaflega áber-
andi. Þess gætir þó ekki hjá almenn-
ingi. Þar er það ekki fyrir hendi. Og ég
held aö hinn almenni Islendingur hafi
mun meiri áhuga á listum en hinn al-
menni Þjóðverji eða Frakki, svo ég
nefni einhver dæmi.
Fólk hér hefur þó ekki aðgang að
góðum söfnum og það hefur auðvitað
sitt að segja. Þess vegna er hér ekki
mikið um háþróaðan smekk. Það, að
meta myndlist, er nefnilega líka þjálf-
unaratriöi. Slíkt ætti tvímælalaust að
vera hluti af námi. Hér hefur hið opin-
bera líka illa brugðist skyldu sinni. Til
dæmis hefur listasaga ekki verið
kennd fyrr en nú á síðustu árum eitt-
hvaö smávegis í menntaskólum.
Listfræðsla í grunnskólum hefur
líka almennt verið mjög léleg. Þar á
auðvitað aö byrja; fara með bömin á
sýningar, láta þau hitta listamennina,
ogsvoframvegis.
„Færibandastörf"
til óþurftar
Annars er þjóöfélagið orðið þannig í
dag að þaö er eins og fólk hafi þurft
að koma sér upp nokkurs konar varnar-
kerfi. Fjöldinn allur vinnur við það
sem kalla mætti „færibandastörf”;
þessi hröðu störf. Þau verka ekki þró-
andi á næmi, viðkvæmar tilfinningar
og samviskusemi. Enda gæti þetta fólk
alls ekki unnið þessi störf ef það væri
þannig gert. Ég hef einmitt verið að
hugsa um að þetta er auðvitað í hróp-
andi andstöðu við listina og alla list-
sköpun. Listamaðurinn þarf að vera
bæði vandvirkur og næmur.
Það er kannske erfitt að skapa góða
list ef listamenn eru mjög mikiö út á
við; umgangast mjög margt fólk og
taka mikið þátt í samfélaginu. Ég er
efins um aö slíkt verki hvetjandi á
góða listsköpun. Ymsir miklir lista-
menn hafa ekki átt samleiö með þjóð-
félaginu og hafa þurft að vera mikið
einir. Þeir menn hafa getað einbeitt
sér rnjög mikið og ræktaö vel hug sinn.
Og þjóðfélagið, sem þeir ekki áttu sam-
leiö með, hefur síðan auövitað hvorki
skiliö þá né verk þeirra.
Ekki sama hvaða
áhrifum listamaður
verður fyrir
Góður listamaður getur samt aldrei
veriö í glerbúri, en það er ekki sama
hvaða áhrifum hann verður fyrir. Góð-
ir listamenn eru venjulega næmir og
viðkvæmir. Því stafar þeim hætta af
aö lenda í hringiðu lífsgæðakapp-
hlaupsins. Og því miður held ég að list-
in og þjóöfélagið séu stöðugt að fjar-
lægjast hvort annað. Næmleikinn og
samviskan slævast í þessari hringiðu.
Þaö er þó svo skrýtið að það er eins
og fólk eiginlega viljihafa þetta svona;
stefni að þessu. Víöa hefur þannig ver-
ið byggt ómanneskjulegt umhverfi.
Nú er verið að reyna að brjótast út úr
þessu. En hvað á að gera? Á að brjóta
niður öll þessi ljótu og mannskemm-
andi hús? Á að sprengja þessi bákn í
loft upp eða hvaö? Hver hefur efni á
því? — Höfum viö samt efni á að láta
þau standa og halda eyðileggingunni
áfram? Fyrst mótar fólkiö umhverfið
og síöan mótar nefnilega umhverfiö
fólkið.”
Skortur á þjálfun
og ögun
Finnst Vilhjálmi nægar kröfur vera
gerðar til íslenskra listamanna? Eða
fá nýju fötin keisarans of oft að fljóta
með?
„Þama komum við raunar að
þessu, sem ég var að tala um áðan, í
sambandi við almenning og þjálfun.
Hér er alls ekki nægilega mikið aðhald.
Hér eru raunverulega tveir heimar:
Almenningur, hans smekkur og það
sem hann vill fá — og svo er það „hið
opinbera”. „Hið opinbera” stendur sig
engan veginn. Til dæmis eru gagnrýn-
endumir hvorki markvissir né nægi-
lega góðir, finnst mér. Þess vegna ræö-
ur í raun og vem almenningur ferðinni
hér og án þess að hafa hlotið tilsögn og
uppfræðslu.
Islendingar hafa mjög ríka þörf
fyrir að njóta, og jafnvel fyrir að tjá
sig, en skortir bæði þjálfun og ekki síst
ögun. Hvemig ætti þetta líka öömvísi
að vera þegar hvorki skólakerfið né
gagnrýnin ýta undir endurbætur í
þessumefnum?” -FG.
SJÁLFSTÆÐISMENN!
Munið
landssöfnunina
VINSAMLEGA GREIÐIÐ
GÍRÓSEÐILIIMIM SEM FYRST.