Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1983, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 29. APRlL 1983.
3
Stríð kaupfélagsins og Ljónsins á ísafirði:
Kaupfélagið fer út
Riftun Ljónsins á ísafirði á kaupsamn-
ingum vörumarkaðar þess við Kaup-
félag Isafjaröar var staðfest af full-
trúa bæjarfógeta, Guömundi Sigur-
jónssyni, síðastliðinn föstudag. Kaup-
félagsmenn höfðu neitað að standa við
greiðslur og undirrita endanlegan
kaupsamning fyrr en Ljónið kostaði
nauðsynlegar breytingar sem gera
þyrfti á húsnæðinu til að það fengist
samþykkt af brunamálastjórn. Ljóns-
menn féllust ekki á það þar sem þeir
töldu að kaupfélagsstjóra hefði verið
kunnugt um að gera þyrfti þessar
breytingar þegar kaupsamningar voru
gerðir í haust.
Heiðar Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Ljónsins, og Sverrir Bergmann
kaupfélagsstjóri gengu á fund fulltrúa
bæjarfógeta. Þar sömdu þeir um aö
kaupfélagið fengi að vera í vörumark-
aðnum til 1. júlí og skal leiga fyrir það
vera 200 þúsund. Sverrir sagöi í sam-
tali við DV að kaupfélagið heföi í
hyggju að sækja um leyfi fyrir verslun-
arrekstri inni í f irði. -JBH
Kúluraðhúsin
— samkvæmt teíkningum Einars
Þorsteins Ásgeirssonar hönnuðar
DV greindi frá því í blaðinu á miðviku-
dag að stofnað hefði verið í Reykjavík
fimmtíu manna byggingarsamvinnu-
félag sem hefði það aö augnamiði að
reisa í Grafarvogi raðhúsalengju í svo-
nefndum hvolfþakastíl ef leyfi borgar-
yfirvalda fengist til þess. Frétt þessi
vakti mikla athygli fólks, enda yrði hér
um algjörlega nýja tegund raðhúss að
ræöa. Af þessum sökum birtum við hér
teikningar af þessari nýstárlegu húsa-
samstæðu. Eins og komið hefur fram
er það hönnuðurinn Einar Þorsteinn
Ásgeirsson sem teiknað hefur og þróað
stíl kúluhúsa hérlendis og teikningarn-
ar sem hér birtast eru samkvæmt hug-
myndum hans.
Myndin sýnir hvemig ein íbúð rað-
húsalengjunnar kæmi til með að líta
út, séð frá bakgarði annars vegar og
götu hins vegar. Eins og sést á mynd-
inni er hver íbúð tvílyft; með bama-
herbergjum, eldhúsi, salemi, geymsl-
um og sérstökum blómaskála á jarð-
hæð, en stofu og hjónaherbergi í risi.
Einnig er gert ráð fyrir bílskúr við hlið
hverraríbúðar.
Þess má að lokum geta að ítarlegt
viðtal er við hönnuð kúluhúsanna,
Einar Þorstein Ásgeirsson, í blaðinu á
morgun þar sem einnig birtast fleiri
teikningar af raðhúsalengjunni. -SER.
Lögbann á sements-
f lutninga til Kröflu
Sigurður Gizurarson, sýslumaður á
Húsavík, lagöi á miðvikudag lög-
bann á sementsflutninga til Kröflu-
virkjunar, að kröfu Bílstjórafélags
Suöur-Þingeyjarsýslu. Telur bíl-
stjórafélagið sig eiga einkarétt á
þessum flutningum, en Rafmagns-
veitur ríkisins höfðu fyrir hönd
Kröfluvirkjunar gert samning um
flutningana við fyrirtækið Drif sf. á
Húsavík eftir útboð.Gerðu bæði bíl-
stjórafélagiö og Drif sf. tilboð í flutn-
ingana og var tilboði Drifs sf. tekið
enda helmingsmunur á tilboðunum.
Drif sf. bauð flutningana á 150 krón-
ur tonnið en bílstjórafélagið
300 krónur tonniö.
Lögmenn Drifs sf. og Rafmagns-
veitna ríkisins töldu aö með þátttöku
í útboðinu hefði bílstjórafélagið af-
salað sér einkaréttinum á flutning-
unum ef hann væri fyrir hendi sem
þeir drógu í efa. Sýslumaður sagöi
hins vegar í úrskurði sínum að svo
skýlaust væri kveðið á um einkarétt-
Sigurður Gizurarson, sýslumaður á Húsavík, kveður upp lögbannsúr-
skurð sinn á Húsavík á miðvikudag. Með honum á myndinni er Þórar-
inn V. Þórarinsson lögfræðingur Drifssf. DV-myndSÞS
inn í lögum að ekki væri hægt að af- því lögbann sett á og tryggingarfjár-
sala sér honum með þessu móti. Var hæð ákveðin 20 þúsund krónur. -SÞS
VIÐ TELJUM
að notaðir
VOLVO
bílar
séu betri
en nýir bílar
af ódýrari
gerðum
VOLVO 244 GL '82
ekinn 6.000, silfursanseraður, sjálfsk. Verö kr.
355.000
VOLVO 244 DL '82
ekinn 39.000, rauður, beinsk. Verö kr. 290.000
VOLVO 244GL '80
ekinn 25.000, vínrauöur, sjálfsk. Verö kr. 260.000
VOLVO 244 DL '78
ekinn 81.000, rauður, beinsk. Verð kr. 160.000
VOLVO 244 GL '81
ekinn 35.000, ljósblár, sjálfsk. Verð kr. 305.000
VOLVO 245 GL '80
ekinn 46.000, gullsanseraöur, sjálfsk., Verð kr.
290.000
VOLVO 345 GL '80
ekinn 16.000, dökkblár, beinsk. Verð kr. 160.000
VOLVO 244 GL '79
ekinn 53.000, grænn, sjálfsk. Verð kr. 215.000
- OPIÐ LAUGARDAGA _
35200 “ VELTIR
W SUÐURLANDSBRAUT 16
JNorsku DBS reiöhjólin hafafum langt árabil
sannað yfirburöi sína viö íslenskar aðstæður.
Nú framleiöum viö íslensk DBS reiðhjól sem
slá öllu viö sem áöur hefur bekkst.
Karlhjól — kvenhjól — 10 gíra — 5 gíra — 3ja
gíra — 2ja gíra — gíralaus, allt eftir þörtuin
hvers og eins. /y
NÝ ÍSLENSK
FRAMLEIDSLA
FALKl
N
Suðurlandsbraut 8, S; 84670.