Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1983, Page 13
DV. FÖSTUDAGUR 29. APRIL1983.
13
„ Rífandi sala á kvöldvorrósarolíu, hlýtur þvi aö einhverju leyti að skrifast á reikning slœlegrar almennings-
fræðslu á sviði næringar og hollustu."
aö svo sé. Aö visu hafa birst niður-
stööur sem sýna minni samloðunar-
hæfni blóðflagna á línólsýruríku fæöi,
en hvort hin margumræddu prosta-
glandin voru þar aö verki eöa aörir
þættir, er algjörlega á huldu.
Jurtaolíur eru því almennt æskilegur
þáttur í fæðunni, vegna áhrifa þeirra
til lækkunar blóöfitu, en mér vitanlega
hefur engum manni hingað til dottið í
hug aö halda fram lækningamætti
þeirra, enda slíkt nokkuö langsótt.
En hvaö meö stolt kvöldvorrósaroli-
unnar, gamma-línólensýruna? Þau
rök, sem færö eru fyrir hollustu sýr-
unnar og lækningamætti, eru í stuttu
máli, aö gamma-línólensýran
umbreytist í prostaglandin, rétt eins
og línólsýran, eini munurinn er sá að
gamma-línólensýran er einu þrepi nær
prostaglandinum heldur en línólsýran.
Þetta örlagaríka þrep viröist sumum
illfært, ef marka má rannsóknir fram-
leiöanda kvöldvorrósarolíu, og er þá
sérstaklega bent á áhrif alkóhóls til aö
letja þetta efnahvarf. Enn sem komið
er eru rannsóknir á kvöldvorrósarolíu
A „Klókir menn gætu hafið framleiðslu á
^ lýsisbelgjum, sett í fallegar öskjur og selt
dýru verði, þó að sjálfsögðu aðeins til út-
flutnings... ”
á algjöru frumstigi, og flestar hafa þær
verið gerðar á rannsóknarstofu fram-
leiðandans, Efamol Research Institute
í Nova Scotia, af dr. Horrobin, sem
veitir henni forstöðu. Oljósar niöur-
stööur þeirra verður að taka með fyrir-
vara og bíöa staöfestingar á yfirgrips-
miklum staöhæfingum framleiö-
andans. Dæmi um fullyrðingar, sem
virðast algjörlega úr lausu lofti
gripnar, eru áhrif á krabbamein og
offitu. Þar meö er ekki sagt að eitthvað
af þeim sæg undraverkana, sem eign-
aðir hafa veriö kvöldvorrósinni geti
ekki átt sér stoð í raunveruleikanum,
og mætti þar nefna, aö olían virðist
geta bætt húöexem aö einhverju leyti.
Ekki raun veruleg
svik
Ég er þess fullviss, aö sá sem kom
öllum þessum æsingum af stað meö
skrifum sínum um kvöldvorrósarolí-
una, Ævar Jóhannesson, starfsmaöur
jöklarannsóknardeildar Raunvísinda-
stofnunar Háskólans, gerði þaö í góöri
trú, fullviss þess aö kvöldvorrósar-
olían gæti raunverulega bætt öll þau
mein sem hann taldi upp, en þaö var
m.a. offita, krabbamein, hjartasjúk-
dómar, tíöaverkir, geöklofi,
taugaveiklun, áfengissýki, gigt og
ofnæmissjúkdómar. Hér er því frekar
um að ræöa skort á dómgreind og
þekkingu á eðli þessara sjúkdóma en
raunveruleg svik. Að öllum líkindum
má þó aö lokum draga mikilvægan lær-
dóm af þessu tímabili, en sá er, aö
fræðslu til almennings um hollustu og
næringu er nokkuð ábótavant. Meira
er gert af aö hræða fólk um skaðsemi
lifnaðarhátta þeirra en f ræöa um raun-
veruleg ráö til úrbóta. Rífandi sala á
kvöldvorrósarolíu hlýtur því aö
einhverju leyti aö skrifast á reikning
slælegrar almenningsfræöslu á sviöi
næringar og hollustu.
Svo skemmtilega vill til, aö viö
Islendingar framleiöum, og neytum,
olíu sem auöveldlega mætti selja um
víöa veröld á mjög svo svipuðum for-
sendum og kvöldvorrósarolíu, og
styöja það enn vísindalegri rökum, en
þaö er auðvitað lýsiö. Lýsiö hefur
nefnilega aö geyma alveg sérstaka
fitusýru, eikósapentanósýru, sem
umbreytist í hiö virka efni prostacycl-
in. Prostacyclin kemur í veg fyrir sam-
loðun blóöflagna, og er þessi sýra talin
verja Grænlendinga gegn blóötappa.
Alþjóð þekkir áhrif lýsis til varnar
kvefi og hollustu þess fyrir augu og
slímhúð. Klókir menn gætu hafið
framleiðslu á lýsisbelgjum, sett í fall-
egar öskjur og selt dýru verði, þó aö
sjálfsögöu aðeins til útflutnings, því
hér heima viljum við fá lýsið okkar
áfram á sama góöa verðinu.
Laufey Steingrímsdóttir
dósent í næringarfræöi.
„Eftir þvi sem á leið kosningabaráttuna varð ág æ sannfærðari um að það sem ráð afstöðu samtakanna hafi verið ótti við að taka afstöðu, ótti við að
Rússagrýian hrekti kjósendur frá samtökunum. ..." Kvennalistakonur fagna sigri.
setu á Islandi og aöildar Islands að
hernaöarbandalaginu Nató. Allt frá
því 1946, þegar Bandaríkin settu fram
ósk um að hafa hér herstöðvar um
aldur og ævi, hefur þaö verið fyrsta
spumingin sem lögö er fyrir nýliöa í ís-
lenskri pólitík hvort þeir væru fylgj-
andi eða andvígir veru hersins í
landinu. Þetta hélt ég aö allir vissu, og
ekki síst Samtök um kvennalista sem,
a.m.k. hér í Reykjavík, skörtuöu
mörgum herstöövaandstæöingum á
lista sínum.
Enda fengu aöstandendur Kvenna-
listans að f inna fyrir því í kosningabar-
áttunni. Þær voru sáralitið spuröar um
sín helstu baráttumál, en því meir um
afstööuna í hermálinu. Og ekki tók
betra viö þegar þær svöruöu úr og í,
eftir því hver varö fyrir svörum.
Þekkingarleysi
Sumar þeirra sem fyrir svörum uröu
opinberuðu þvílíkt þekkingarleysi á
hermálinu og baráttunni gegn her-
stöövum undanfarna áratugi aö öllum
herstöövaandstæöingum hlaut að
blöskra. Því var m.a. haldið fram aö
enginn ávinningur heföi orðið af bar-
áttu herstöðvaandstæðinga.
Þetta er út í hött. Eða hvernig haldiö
þiö aö hér væri umhorfs á tslandi ef
enginn heföi orðið til aö andmæla
áformum bandarískra stjórnvalda og
íslenskrafylgismanna þeirra?
Þaö felst líka mikil fyrirlitning á
baráttu herstöövaandstæöinga í því að
fullyrða aö herstöövamálið sé einka-
mál Alþýðubandalags og Sjálfstæðis-
flokks, og aö Samtök herstöövaand-
stæöinga séu lítið annaö en deild i
Alþýöubandalaginu eins og haft var
eftir einum frambjóöanda á Kvenna-
listanum. Þar gleymist til aö mynda
hlutur Alþýöuflokks og Framsóknar-
flokks.
Og það sem meira máli skiptir: þar
gleymist hlutur þeirra fjölmörgu her-
stöðvaandstæðinga sem ekki eru í
neinum „fjórflokkanna”. Þar eru og
hafa verið margir, bæði til hægri og
vinstri við Alþýðubandalagið. Eg get
til dæmis sagt þá sögu af sjálfum mér
að ein helsta ástæöan fyrir því að ég
sagði mig úr Alþýöubandalaginu árið
1974 var sú aö þá haföi ég ásamt fleir-
um staöið í haröri baráttu gegn því að
Alþýðubandalagið, eöa öllu heldur for-
ysta þess flokks, settist á Samtök her-
stöðvaandstæðinga og beygði þau
undir sinn vilja. Flokknum tókst það
ekki þá og heldur ekki síðar. Samtökin
hafa alla tíö haldiö reisn sinni og sjálf-
stæöi gagnvart flokkunum, eins og
sannri grasrótarhreyfingu ber.
Hitt verða menn að horfast í augu
við, hvort sem þeim er þaö ljúft eöa
leitt, aö Alþýöubandalagiö hefur veriö
eini flokkurinn á þingi sem haft hefur
brottför hersins og úrsögn Islands úr
Nató á stefnuskrá sinni. Þaö er svo
annar handleggur hvernig flokkurinn
hefur fylgt þessum stefnumálum eftir
á hverjum tíma.
Systur og
stjúpsystur
En ég óttast að þaö hafi því miður
hvorki veriö reynsluleysiö né þekk-
ingarleysið sem réö því hversu loðin
afstaöa Samtaka um kvennalista til
hersins i heiðinni var. Eftir því sem á
leiö kosningabaráttuna varö ég æ
sannfæröari um að það sem réö af-
stööu samtakanna hafi veriö ótti viö aö
taka ákveöna afstöðu, ótti viö aö
Rússagrýlan hrekti kjósendur frá
samtökunum. Með öörum oröum: póli-
tiskt hugleysi.
Þetta hugleysi birtist í því aö þora
ekki aö horfast í augu viö þá staöreynd
aö öll friðarbarátta hér á landi er
marklaus ef hún hefur ekki aö leiðar-
ljósi kröfuna um brottför hersins eöa
a.m.k. algera eðlisbreytingu á rekstri
herstöðvanna. Það sér hver maður aö
það fer ekki saman aö berjast fyrir
friöi og veita því þegjandi samþykki
sitt aö hér á landi sé komiö upp árásar-
stöð í hugsanlegu kjarnorkustriöi.
Nú er vel hugsanlegt að innan Sam-
taka um kvennalista hafi verið uppi
misjöfn sjónarmiö í hermálinu. Hafi
svo veriö, heföi þá ekki reynst betur aö
viðurkenna það og segja sem svo aö
samtökin legðu höfuöáherslu á tiltekin
baráttumál, hermáliö væri ekki þar á
meöal og .því væru væntanlegir þing-
menn flokksins óbundnir í því máli?
Þá hefðu Samtök um kvennalista
sennilega uppskoriö líflegri umræöu í
kosningabaráttunni um sín helstu
stefnumál og losnaö viö aö standa í
þreytandi karpi og stælum, jafnt viö
herstöövaandstæðinga sem -sinna, um
mál sem samtökin höfðu augsýnilega
ekkiáhreinu.
Eitt kom þó út úr framboði Samtaka
um kvennalista sem ber aö fagna: það
ætti nú enginn aö þurfa aö lifa í þeirri
blekkingu lengur aö hagsmunir
kvenna séu að öllu leyti þeir sömu,
hvar í stétt sem þær standa. Systra-
lagiö er ekki algert, sumar eru bara
stjúpsystur.
Þröstur Haraldsson.