Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 26
26 DV. LAUGARDAGUR11. JUNI1983. Nú er vissara að vanda málf ar sitt og segja helst ekki margt því að öðrum kosti á maður það á hættu aö veröa gerður upptækur í þremur eintökum og ég er ekki viss um að afritin mín verti mjög hrifin af því svo ekki sé minnst á prentvélina sem verður þó væntanlega látin í friði um sinn að minnsta kosti. Ef til vill væri réttast að tala bara um ömmu sína eins og tíðkaðist í sögum í gamla daga en þykir ekki hæfa lengur, kannski eru þær upp- seldar eins og sumar vörur í versl- unum skömmu fyrir verðhækkun. Fyrir okkur sem skrifum í blöðin er dálitið erfitt að f jalla um eitthvað annað en það sem ekki má nefna og verðum við því að láta skeika að sköpuðu í þessu efni en vona jafn- f ramt að það sé víðar guð en í Görð- um og að verðlagsstofnunin við Austurvöll liti í náð til okkar í það minnstatil bráðabirgða. Hækkanir Eftir meðvitundarleysi næturinn- ar vöknum við oftar en hitt við vondan draum sem er fyrr en varir orðinn að óhugnanlegum veruleika og kostar undantekningarlaust pen- inga sem eru aðeins til í útlöndum en vaxa ekki á tr jánum eins og gengis- fellingar og skertar vísitölubætur á laun. Til að bægja frá dökku skýjunum förum við í banka og fáum dálítið af bjartsýni aö láni en þegar við ætlum aö kaupa fyrir hana tros eru ávísanir á framtíðina ekki teknar gildar og álitnar innstæðulausar þar að auki en okkur bent á að rölta austur í Árnagarð þar sem við getum fengið að narta í það sem forfeður okkar leifðu. En nú dugir ekki annað en aö lita á björtu hliöarnar á tilverunni og þær eru margar. Eg las það t.d. í blaði um daginn að alþingismenn hefðu fariö fram á það skriflega að fá að vinna og þótt það fylgdi ekki sögunni hvað þeir ætluðu að gera breytir þaö í sjálfu sér engu. Þaö eru fjölmörg verkefni sem bíða úrlausnar í þjóð- félaginu þótt búið sé að hækka brennivín og smjör. Það á eftir að hækka afnotagjald útvarps og sjón- varps, verð á unnum kjötvörum, álagningu í heildsölu og smásölu, þjónustu Pósts og síma svo fátt eitt sé nefnt og svo á auðvitað eftir að Margar bjartar hliðará tilverunni Háaioftið leysa rekstrarvanda útgerðarinnar eins og ævinlega. Þetta gera menn því miður hvorki úti á rúmsjó né austur á Þingvöllum og þvi er um að gera fyrir mennina sem eru með lyklana að Alþingishús- inu í vasanum að drifa sig heim og láta hendur standa fram úr ermum en bíða ekki þangað til okkur hefur tekist að öngla saman fyrir eldspýt- um. Að vísu kemur þetta ekki til með að breyta því að við borgum auðvitað ekki nema 13% af hækkununum, ef við ætluðum að greiða þær allar yrðurn við að taka erlend lán og það er víst bannað ekki síður en það að flýtasérívinnuna. Úti í náttúrunni Eg þekki strák sem fór út í vorið þegar hann var tveggja ára og varð svo hræddur við hund sem hann hitti þar að hann fékkst ekki til að hætta að öskra fyrr en búið var að læsa hundinn inni fyrir löngu og segja honuin það hundrað sinnum að hundurinn væri góður og hann hef ði ekki ætlað að éta hann þótt hann hefði verið með opinh kjaftinn, það hefði hann bara gert að gamni sinu. Þessi strákur er lítill enn og á þvi eftir að verða hræddur við hitaveit- una og póst og sima og rafmagns- veituna svo ekki sé minnst á tryggingastofnunina sem hótaði pabba hans um daginn virðingar- fyllst að selja ofan af honum kofann af þvi að hann borgaði ekki f jórtán krónur og fimmtán aura í dráttar- vexti. En auðvitað verðum við búin að bjarga þjóðfélaginu áður en strákur verður stór þvi að þessa dagana er verið að gera heiðarlega tilraun til þess þótt sumir efist um að það sé góð aðferð við að bjarga manni frá drukknun að kasta til hans akkerinu. Happdrœtti Það eru trúlega fáar þjóðir sem eru happdrættis- og merkjasölu- br jálaðri en við Islendingar. Eg held að það líði vart sá dagur að Benedikt Axelsson ekki sé komið með gott málefni aö dyrunum mínum og undantekningar- laust er málefnið til sölu og í flestum tilfellum geta menn átt von á utan- landsferð í vinning, þ.e.a.s. áöur en búið er að draga. Eftir að drætti er lokið verða hins vegar allir f yrir von- brigðum nema ef til vill einn því að i flestum tilfellum kemur vinningur- inn á óseldan miða og er þá efnt til happdrættis öðru sinni vegna þess að það nær auðvitað engri átt að senda engan til útlanda og meira að segja vafasamt að það sé hægt. Ég hafði það fyrir reglu hér áður fyrr að kaupa alla happdrættismiða og öll merki sem mér voru boðin en hætti happdrættismiðakaupum þegar mér var seldur miði sem var útrunninn fyrir löngu, vinningshaf- inn farinn til útlanda og kominn heim aftur og miðinn þvi minna virði en pappírinn sem hann var prentaður á eins og tíkallinn okkar virðist vera þegar við ætlum að kaupa fyrir hann mjólk. Af framansðgðu má ráða að það er vægast sagt hæpiö að ætla að byggja fjárhagsafkomu sína á því aö spila i happdrætti en hins vegar getum við kannski tekið undir meö manninum sem sagöi, þegar konan hans kvart- aði yfir þvi að hún væri svo slæm í bakinu, að hún gæti ekki vaskað upp fyrir því. — Það er allt í lagi, elskan mín. Þú verður ábyggilega orðin góð í fyrra- málið. Kveðja Ben. Ax. Skáklíf hlómstrar á Norðurlöndum Hér á Islandi hefur skáklif verið með allra daufasta móti undanfarið ár, svo að elstu menn muna vart annað eins. Alþjóðlega skákmótið, sem fyrirhugað var að yröi árlegur viðburður, féll niður og raunar mætti segja að keppni í landsliðsflokki á Skákþingi Lslands hafi einnig fallið niður. Framkvæmd mótsins var með þeim hætti að sterkustu skákmenn- irnir sáu sér ekki annaö fært en að sitja heima. Astæðan fyrir þessu athafnaleysi Skáksambands íslands mun einkum vera afar bágborin fjár- hagsstaða, en á síðasta aðalfundi Skáksambandsins kom f ram aö fjár- magnsgjöld ein fyrir síöasta ár námu hærri upphæð en samtölu þess sem lagt var í úinlend skákmót. Slíkt kann auðvitað ekki góðri lukku að stýra. Á meðan við Islendingar liggjum í dvala eru nágrannar okkar á Norðurlöndum að gera það gott, en þar hefur skákáhugi sjaldan eða aldrei verið meiri. I Danmörku er t.a.m. ætlunin að halda fimm alþjóð- leg skákmót i ár, en til samanburöar má geta þess að það er jafnmörgum mótum fleíra heldur en fram fóru í Danmörku á árunum 1963—1976. Þeirra eini stórmeistari, sjálf ur Bent Larsen, býr nú í Argentínu, en danska skáksambandið vonast þó til þess að hann muni tefla meira á danskri grund á næstunni. Til þess að svo megi verða þarf auðvitað að halda f leiri skákmót! Hinu fyrsta þessara fimm móta lauk á dögunum, en það fór fram i Arósum með þátttöku margra kunnra meistara. Hin mótin eru fyrirhuguð i Gladsaxe, Silkeborg, Politiken Cup i Kaupmannahöfn og Norðurlandamótið í Esbjerg, sem kemur í stað alþjóðlega „Norður- sjávarmótsins". Danir hyggjast vanda sérlega vel til Norðurlanda- mótsins og bjóða til leiks stórmeist- urum utan Norðurlandanna í úrvals- flokki ef þörf þykir, svo að mótið gefi réttindi til þess að öðlast megi áfanga að stórmeistaratitli. Þar fá því sterkustu alþjóðlegu meistararn- ir á Norðurlöndum kærkomið tæki- færi, því að mót af þessu tagi eru alltafoffátíð. I Noregi hefur undanfarin ár verið meiri gróska í skáklifinu heldur en annarsstaöará Norðurlöndum, þökk sé Arnold J. Eikrem og skákmótum hans. Mótin í f jallahótelinu i Gausdal eru heimsfræg. Um páskana hélt hann þar alþjóðlegt skákmót í 25. sinn og í júlí og ágúst verða þar einnig mót. Mót ætlað skákmönnum 25 ára og yngri dagana 25.-31. júlí og alþjóðlegt sterkt mót strax á eftir til 10. ágúst. Þar með er ekki öll sagan sögð, því að þá tekur við stórmót í Gjövík, sem Eikrem á að vísu ekki þátt í að halda. Driffjöörin heitir Eysteinn Brekke og er mörgum íslenskum skákmönnum að góðu kunnur. A móti hans munu tefla m.a. Walter Browne, Bandaríkjunum, Sax frá Ungverjalandi, Nunn frá Englandi, Ftacnik, Tékkóslóvakíu, og síðast en ekki síst fyrrum heims- meistari, Boris Spassky. Mótið er haldið í tilefni af 75 ára afmæli skák- félagsGjövikur. Af þessu má ljóst vera að skáklíf á Norðurlöndum stendur með miklum blóma, þótt skákáhugi meöal almennings sé örugglega meiri hér á landi, hvað sem siðar verður. Samskipti Norðurlandanna hafa þó fram aö þessu verið i minna lagi, en Norræna ská ksambandið hefur reynt að auka þau og efla eftir fremsta megni. Nýjasta framlag þess er listi yfir skák- og taflfélög og formenn þeirra í vinabæjum á Norðurlöndum sem unninn er i framhaldi af sam- þykkt aðalfundar Skáksambands Norðurlanda í Reykjavík haustið 1981. Með henni er ætlunin að norrænt samstarf milli vinabæja1 megi einnig verða á skáksviðinu og að til þess megi nýtast eitthvað af þeim fjármunum, sem bæjarfélögin verja árlega í norrænt samstarf. Ber að fagna þessu f ramtaki. Við skulum ljúka þessari skákferð um Norðurlö'ndin í Finnlandi. Þar lauk nýlega 12 manna stórmeistara- mótí, sem i dagblaðið „Helsingin Sanomat" fjármagnaði. Mót af þess- ari stærðargráðu þurfa ekki að vera svo kostnaðarsöm. Nokkrum snjöllum stórmeisturum er boðið til leiks og þá láta aðrir kappar ekki bíða eftir sér. Finnar buðu stórmeist- urunum Balashov (Sovétríkjunum), Nunn (Englandi), Pinter (Ungverja- landi) og Karlsson (Svíþjóð) og heimamennirnir Westerinen og Rantanen bættust í hópinn, svo alls tefldu 6 stórmeistarar á mótinu. Alþjóðlegir meistarar voru þrír og FIDE-meistarar einnig þrír. Lars Karlsson gerði sér lítið fyrir og sigraði á mótinu, hlaut 81/2 v., en John Nunn varð í 2. sæti með 8 v. Síðan komu: 3. Wedberg (Svíþjóð) 7 v. 4. Balashow (Sovét) 6 1/2 v. 5. Rantanen (Finnlandi) 6 v. 6. Gurevic (Bandaríkjunum) 5 1/2 v. 7.-8. Mortensen (Danmörku) og Pinter (Ungverjalandi) 5 v. Síðan Raaste, Westerinen 4 1/2 v., Hurme 3 1/2 v. ogBinham2v. Mikla athygli vakti sigur Lars Karlssonar gegn Balashov, þvi að það er ekki oft sem svo illa er farið með sovéskan stórmeistara að hann geti engum manni leikið nema kóngnum eftir rúma 20 leiki. Þetta er það sem skákmenn kalla gjarnan „rúllun" eða „pökkun". Sjón er sögu ríkari. Hvítt: Lars Karlsson. Svart: Júrí Balashov. DROTTNINGARBRAGÐ l.c4 Kf6 2.Rc3 e6 .'i.Rf.'i d5 4.d4 Be7 5.Bf4 0-0 6.e3 c5 7.dxc5 Bxc5 8.Be2. Aðalafbrigðið telst vera 8.Dc2 Rc6 '9.a3 Da5 lO.Hdl o.s.frv., og einnig er oft leikið 8.cxd5. Svartur svarar textaleiknum aö líkindum best meö 8.-dxc4 9.Bxc4 Dxdl lO.Hxdl a6 ll.Bd3 Rbd7, en þannig tefldist skák Donner og Benko 1972. 8.-Rc6 9.0-0 dxc4?! Nú er lakara að gefa eftir á mið- boröinu, því að riddarinn grípur betur inn í á d7 heldur en c6. Si WBWIL. ,„,J W, s lp éV/í iH ÉP + W& * m iiPi Skák Jón L Árnason 10.Bxc4 Dxdl ll.Hf xdl 1)612.Rb5 Bb7 13. Bd6! Bxd6 14. Rxd6 Ra5 15. Bb5 Bxf3. Svartur á þegar við erfiðleika að etja, einkum vegna þess hve ridd- arinn á díi er sterkur. Hvítur hótaði 16. b4! og einnig Rf3-e5 við tækifæri. 16. gxf3 a617. Bf 1 K(1518. Hacl Ha7? Betra er 18.-Hfd8, þótt erfiðleikar svarts séu ekki að baki eftir 19.Re4. 19.f4 1)5 20.Bg2 Rb6 21.Re4 g6 22.b3! Hb823.Hd6Kf824.Rc5! Svartur fer að eiga erfitt með andardrátt. því að fáa menn getur hann hrært. Hrókurinn á a7 er bundúin við að valda a-peðið, hrókur b8 er bundinn við að valda riddar- ann, riddari a5 er leiklaus og ef riddarinn á b6 hreyfir sig fellur a- peðið. Kóngurinn er eini maðurinn sem enn er laus, en hann fær ekki hindrað hvítan í að bæta stöðu sína hægt og sígandi. 24.-Ke7 25. Hcdl Ke8 26. e4 Ke7 27.e5 h6 28.Be4 Ke8 29.f3 Ke7 30.KÍ2 Ke8 31.Hld4Ke732.Ke2. Hótar Kd3-e3-b4 og sækja ridd- arann. 32.-h533.Kf2. En síðasti leikur svarts skapaði veilu á kóngsvæng og þangað vill hvíti kóngurinn frekar fara. Fram- haldið gæti orðið: 33.-Ke8 34.Kg2 Ke7 35.Kh3 Ke8 36.Kh4 Ke7 37.Kg5 Ke8 38.Kf6 Kf8 39.Hd8+ Hxd8 40.Hxd8 mát. Osjálfrátt kemur upp í hugann leikþröngsskákin fræga milli Alejkín og Nimzowich í San Remo 1930. Svartur gafst upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.