Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1983, Blaðsíða 4
Áhrif laga um kerff isbundna skráningu á upplýsingum er varða einkamálefni: Skráning stjórnmála- skoðana manna óheimil —segir meðal annars í svari tölvunefndar við spurningum Odds Benediktssonar próf essors Tölvunefnd ríkissins hefur nýlega svaraö spurninguin sem Oddur Benediktsson prófessor lagöi fyrir hana. Spurningarnar voru bornar fram til aö fá upplýsingar um áhrif laga um kerfisbundna skráningu á upplýsingum er varða einkamálefni. Oddur fór fram á, skömmu fyrir þingkosningarnar 23. apríl, aö nafn sitt yröi máö af gögnum sem stjórn- málaflokkarnir fá. Var því svaraö þannig að hagstofustjóri tilkynnti Oddi að Hagstofan myndi má nafn hans úr kjósendaspjöldum og lím- miðum með nöfnum kjósenda. Venjan er að framboðsaðilar fá slikar upplýsingar frá þjóðskrá. Hagstofan taldi sig hins vegar ekki geta máð nafnið af kjörskránni sem sumir f lokkarnir f á sendar. Þegar hér var komið ritaði Oddur Benediktsson bréf þar sem í voru þessar spurningar. Svör tölvu- nefndar koma á eftir hverri spurningu: 1. Stjórnmálaflokkarnir fá til afnota afrit af kjörskrá. Ná lögin yfir þessi kjörskrárafrit og notkun þeirra? Svar: „Stjórnmála- Qokkar hafa fengið i hendur svo- nefnda kjörskrárstofna. Ef gogn þessi eru notuð til „útsendingar dreifibréfa, tilkynninga, auglýs- inga eða áróðurs" getur sá, sem þar er skráður óskað þess að nafn hans verði numið af þeim og er þá skylt að verða við því, sbr. 2. mgr. 13.gr.laganr. 63/1981." 2. Er stjórnmálaflokki heimilt að skrá upplýsingar um stjórnmála- skoðanir á kjörskrárafrit? Svar: „Hvorki stjórnmálaflokki né öðrum er heimil skráning stjórn- málaskoðana manna, nema að fenginni heimild þess, sem hlut á aö máli, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 63/1981. Stjórnmálafiokki er heimil skráning félagsmanna sinna." Er heimilt að tengja saman kjör- skrárafrit og aðrar skrár svo sem félagaskrár og stuðningsmanna- skrár? Er heimilt að tengja saman kjör- skrárafrit og skrá um þá sem neytt hafa atkvæðisréttar? Svar: „Upplýsingar á kjörskrár- stofni teljast ekki til þeirra upplýsinga" semsanngjarnt erog eðlilegt að leynt fari", sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 63/1981. Akvæði 6. gr. laganna sem fjallar um samtengingu skráa taka þvi heldur eigi til þessara upplýs- inga." Eiga einstaklingar rétt á að láta má sig út af kjörskrárafritum á þeirri forsendu að kjörskrár- afritin verði m.a. notuö til útsend- ingar dreifibréfa og áróöurs við undirbúning kosninga og á kjör- degi? Svar: „Vísa má til þess, semsegiruml. lið." Getur einstaklingur óskað þess við stjórnmálaflokk að honum sé skýrt frá efni upplýsinga sem um hann eru skráðar? Svar: Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laganr. 63/1981 á sá, sem telur að upplýs- ingar um einkamálefni sín séu færðar á tiltekna skrá, rétt á því aö skrárhaldari skýri honum frá efni upplýsinganna." -JBH. Erient lán er lausnin — segir Albert Guðmundsson f jármálaráðherra um þær 109milljónir sein vantartilvegamála „Eg tel vegagerð það arðbærar framkvæmdir að erlend lántaka til þeirra sé réttlætanleg. Því verður tek- ið slíkt lán þegar ríkiss jóður þarf á því aðhalda." Þannig fórust Albert Guðmundssyni fjármálaráöherra orð er DV spurði hann hvernig væri fyrirhugað að brúa það bil sem staöið hefði eftir varðandi vegamál, við gerö f járlagagerðar. Sagöi Albert að ríkissjóður stæði undir þeim framkvæmdum sem nú væru í gangi. Hins vegar vantaöi 109 milljónir króna til að hægt yrði að fylgja eftir gerðri áætlun í vegamál- um. Ekki kæmi til greina að skera niður framkvæmdir. Rætt hefði verið um svokallaö kílóagjald af bifreiðum til að brúa bilið. Það kvað Albert ekki koma til greina, né aðra skattlagningu. „Það eru til fjö'lmargar aðrar lausn- ir og ég tel erlenda lántöku þeirra vænlegasta," sagöi Albert. Aðspuröur um fyrirhugaða sölu á fyrirtækjum og stofnunum í eigu hins opinbera, kvaðst Albert hafa beðið um lista yfir öll fyrirtæki svo og hlutaf jár- eign ríkisins. Þegar sá listi lægi fyrir myndi fjármálaráðherra leita heimíld- ar samráðherra sinna til að bjóða um- ræddar eignir ríkisins til sö'lu. Annað væri ekki hægt að segja um máliö á þessustigi. -.ISS ¦ % Aurelio Valls, sendiherra Spánar á Islandi, afhendir Guðmundi Magnússyni háskólarektor fyrstu bæk- urnar. Spænskudeild Háskóla íslands verður nú stórum betur sett með bókakost vegna þessarar höfð- inglegu gjafar spænska rikisins. r Spænskudeild Háskóla Islands f ær merka bókagjöf: SPÆNSKA RÍKIÐ GAF 800 BÆKUR Spænskudeild Háskóla Islands var á dögunum færð merk bókagjöf spænska rikisins. Það var sendi- herra Spánar á Islandi, Aurelio Valls, sem afhenti Guðmundi Magnússyni háskólarektor gjöfina. Sendiherrann hefur aðsetur í Osló og kom hann hingað einnig til að kveðja. Hann lætur af störfum innan tíðar. Aö sögn spænska ræðismannsins á Islandi, Ingimundar Sigfússonar, eru bækurnar um 800 eintök. Eru þarna klassiskar bókmenntir, saga, ljóðabækur, bækur um listir og eitt- hvaðaf kennslubókum. Tilgangurinn með gjöfinni er að efla menningar- samskipti milli landanna. Með tilkomu þessarar gjafar batnar bókakostur spænskudeildar Háskólans mjög mikiö. Hefur hann verið harla rýr til þessa. Sagði Ingi- mundur að y f irvöld í Háskóla Islands væru afar ánægð með að hafa fengið þessa viðbót. Viðstaddir afhendingu bókanna voru meðal annarra Þórður örn Sigurðsson, lektor í spænsku við Há- skóla Islands, Aitor Yraola sendi- kennari og Delfin Colome, fyrsti sendiráðsritari í Osló. -JBH. Akureyri: Tónleikar Passíukórsins á morgun Passíukórinn á Akureyri heldur vor- tónleika sína á morgun, sunnudaginn 12. júní, í Iþróttaskemmunni á Akur- eyri og hefjast þeir kl. 20.30. A efnisskránni eru tvö verk: Messa í F-Moll eftir Anton Bruckner og Te Deum ef tir Marc Antoine Charpentier. Flytjendur ásamt Passíukórnum á Akureyri eru: Elísabet Eiríksdóttir, sópran, Þuríður Baldursdóttir, alt, Stefán Guðmundsson, tenór, Michael Jón Clarke, baríton. Kammerblásarar Tónlistarskólans á Akureyri og Nýja strengjasveitin, Reykjavík. Stjórnandi er Roar Kvam. DV. LAUGARDAGUR11. JUNI1983. Launa- gjaldkeri Eimskips dæmdur fyrir fjárdrátt I Sakadómi Reykjavíkur var í gær kveðinn upp dómur yfir 48 ára gamalli konu, Valdísi Björgvins- dóttur, til heimilis að Tómasar- haga 37 í Reykjavík. Hún var dæmd til að sæta tiu mánaða faiig- elsi. Sjö mánuðir eru skilorðs- bundnir til þriggja ára en þrír óskilorðsbundnir. Frá þeim dregst fimmdaga gæsluvarðhald. Valdís Björgvinsdóttir var sek fundin um að hafa í starfi sínu sem launagjaldkeri hjá Eimskipafélagi Islands dregið sér f é á s jö ára tíma- bili, frá 1975 til 1982. Hún mun nú hafa endurgreitt það f é. Dóminn kvað upp Jón Erlends- son. Verjandi var Hafsteinn Haf- steinsson hæstaréttarlögmaður. -KMU. Utanríkisráðherra: „Athyglisverður sigurhjá íhaldsmönnum" —íbresku kosningunum „Þetta er athyglisverður sigur hjá íhaldsmönnum," sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra, er hann var inntur álits á úrslitum bresku þingkosninganna. „Ihaldsflokkurinn sigrar þrátt. fyrir að mikið atvinnuleysi ríki nú á Bretlandseyjum. Það ber því vitni að menn séu þeirrar skoðunar að efnahagsbati sé framundan og telji ekki öðrum betur treystandi en íhaldsmönnum til að glíma viö þá erfiðleika sem við er að etja. Mér skilst að þetta sé í f yrsta skipti sem sitjandi forsætisráðherra úr rööum íhaldsmanna sigrar í þing- kosningum. Margaret Thatcher forsætisráð- herra hefur verið mikiö í sviðsljós- inu og skilst mér að kosningabar- áttan hafi fjallað mikið um persónu hennar. Tilkoma þriðja aflsins í bresk stjórnmál varð til þess að kosningasigur ihaldsmanna varð auðveldari en ella. Flokkurinn tap- ar lítils háttar, um 1% atkvæða en bætir þó við sig fjölda þingsæta vegna skiptingar atkvæða. ás. Biskup vígir þrjá presta Biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson, vígir á sunnudag þrjá nýja presta, Bjarna Theodór Rögnvaldsson, Flóka Kristinsson og Sólveigu Láru Guðmundsdóttur, Athöfnin verður í Dómkirkjunni og hefst klukkan 11, að því er fram kemur í frétt frá biskupsstofu. Vígsluvottar verða séra Olafur Skúlason dómprófastur, sem lýsir vígslu, séra Andrés Olafsson, fyrrum prófastur Strandamanna, séra Pétur Ingjaldsson, fyrrum prófastur Húnvetninga, og séra Hreinn Hákonarson í Söðulsholti. Séra Hjalti Guðmundsson dóm- kirkjuprestur þjónar fyrir altari ásamt biskupi. Bjarni Theodór Rögnvaldsson hefur verið settur prestur í Djúpa- vogsprestakalli í Austfjarða- prófastsdæmi. Flóki Kristinsson hefur verið settur prestur í Hólmavíkurpresta- kalliáStröndum. Sólveig Lára Guömundsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarprestur við Bústaðasöfnuð í Reykjavík. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.