Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Blaðsíða 8
8 DV. MÁNUDAGUR20. JUNI1983 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Pólska stjórnin vegna páfaheimsóknarinnar: Varar kirkjuna við öllu andófi Jóhannes Páll páfi blessar mannfjöldann við útiguðsþjónustu á leikvanginum í Varsjá. Jóhannes PáU páfi hvatti í ræðu tU þess í gær að pólskt sjálfstæði og þjóðareining yrði virt og bað heUaga Maríu fyrir allt þaö sem byggt hefði verið upp síðan í ágúst 1980 (þegar óháðu verkalýössamtökin voru stofnuð). Samtímis hafa stjómvöld varað kaþólsku kirkjuna við og lagt að henni að hindra mótmælaaðgerðir pólitískra andófsmanna meðan á heimsókn páfans stendurí Póllandi. Talsmaður stjórnarinnar veittist að þeim stuðningi sem feimnislaust hefur verið sýndur Einingu, hinum bönnuðu verkalýðssamtökum, og var gefið í skyn að það kynni að seinka fyrir afnámi herlaganna ef mótmæla- aðgerðum y rði haldið áfram. Vék málpípan að veifum og fánum Einingar sem sést höfðu á lofti við guösþjónustur og trúarsamkomur í Varsjá og í Szestochowa þar sem páfinn ávarpaði fólk við útiguðsþjón- ustu undir múrum Jasna Gore-klaust- ursins. Kirkjunnar þjónar hafa hvatt söfnuði sína til þess að spilla ekki trúaryfirbragöi mannsafnaða en hafa þó ekki bannað veifur og spjöld með stuðningsyfirlýsingum við Einingu. Eftir messur hefur fólk verið hvatt til þess að dreifa sér með friði og spekt. Lögreglan hefur samt látið afskipta- laust að veifum Einingar hefur stöðugt fjölgað og önnur tákn til stuðnings hinni óháðu verkalýöshreyfingu síðan páfinn kom til landsins. I opinberum yfirlýsingum hafa hvergi komið fram nein andsvör við ræðuflutning páfans, sem tvívegis um helgina tók sér í munn orðið „solidarin- ocs” (eining) í almennri merkingu. Pólsk valkyrja stjakar við lögreglumanni í mótmælaaðgerðum í höfuöborginni, en stjórnvöld vara kirkjuna við því að páf aheimsóknin sé notuð til mótmælaaðgerða andóf smanna. DRAUGASKIP Á REKI í TVO MÁNUÐI Draugaskip, sem fannst mann- laust á reki í Karabíska hafinu í fyrri viku, reyndist hafa um borð farm hergagna frá Sovétríkjunum sem metinn er á 20 milljónir doll- ara, að því er y firmaður flota Vene- zuela, Rafael Bertorelli, segir. Skipið, sem heitir Cloud og er skráð á Kýpur, var dregið að flotastöð Venezuela í Turiamo. Um borð fundust skotfæri i fallbyssur en engarbyssur. BertoreUi aðmáráll sagði að skipið hefði lagt upp frá Las Palmas á Kanaríeyjum 6. apríl og verið á leið tU Nígeríu. Það fannst síðan 8. júní, þegar fragtskip frá Venezuela sigldi framhjá því, en þá var enginn um borð. Talsmaöur Lloyds-tryggingafé- lagsins sagði að skipið hefði veriö taUð af 7. april, eftir aö skipshöfinin yfirgaf það í stormi og var tekin umborðíannaöskip. Kjamorkuvopnalaust svæði á Balkanskaga Stjómvöld í Rúmeníu hafa þekkst boð gríska forsætisráðherrans, Andreasar Papandreou, að taka þátt í umræðum um kjamorkuvopnalaust svæði á Balkanskaga, að því er segir í tUkynningu frá hinni opinberu frétta- stofu Rúmeníu, Agerpres. Annar þjóðarleiðtogi á Balkanskaga, Todor Zhivkov, hefur þegar þekkst þetta boð. Bréf frá Ceausescu til Papandreou, þar sem boöi gríska forsætisráð- herrans er tekið, hefur þegar verið afhent sendifuUtrúa Grikklands í Búkarest. I hinni opinberu tilkynningu sagði að hugmyndir Papandreous væm mjög í samræmi við hugmyndir Ceausescu um samstarf ríkjanna á Balkanskaga. I fyrri viku höfnuöu stjómvöld í Albaníu boði Papandreous, á þeirri forsendu að hugmyndir um kjarnorku- vopnalaust svæði á Balkanskaga væm tálsýn, meöan ríki á svæðinu ættu aðUd að hernaðarbandalögum. Pyntingar í ísra- elskum fangelsum Læknir frá Irak, sem verið hefur í haldi í fangabúðum Israelsmanna í Ansar í Suður-Líbanon, hélt því fram aö þar iðkuðu tsraelsmenn pyntingar og ýmiss konar ofbeldi gegn föngum sem minnti helst á aðferðir nasista. Læknirinn, sem heitir Namzi Obeidi, sagði þetta á blaðamannafundi í Damaskus og einnig að hann hefði verið í haldi í Ansar í eitt ár og nýlega verið sleppt lausum. Obeidi var yfirmaður sjúkrahúss sem rekið var á vegum Rauða hálfmánans í borginni Sídon. Obeidi, sem sagðist vera kommún- isti og standa með kröfum Palestínu- araba um eigið ríki, sagði aö fangar í Ansar, sem eru 5000 talsins, kölluðu á samvisku heimsins að fletta ofan af nasistavinnubrögðum ísraelskra stjómvalda. Hann sagði einnig að nýlega hefðu Israelsmenn drepiö þrjá fanga og sært fjóra í búðunum í Ansar. ARAFAT REYNIR AD SÆTTA ÖFLIPLO Yasser Arafat og miðstjórn Fatah- hreyfingarinnar komu saman til fund- ar í nótt til þess að ræða uppreisnina meðal skæruliöa samtakanna en hún leiddi til átaka í einni bækistöö PLO- skæruliöa skammt frá Damaskus í gær. 13 manna miðstjórnin mun að líkind- um kalla saman til fundar í 73 manna byltingarráði Fatah en í þeim hópi eru að minnsta kosti níu uppreisnarseggir. Hvort þeir mæta til fundarins þykir svo óvíst. Arafatmun leggja mikiðkappá aö ná forystunni saman og helst meö upp- reisnarseggjum til staðar til þess að reyna að jafna þann ágreining sem um tveggja mánaöa bil hefur skapað klofning meðal skæruliða Palestínu- araba í norður- og austurhlutum Líb- anon. Einn aðalforingja hans, Ezzedin Sharif ofursti, særðist ásamt þrem mönnum sínum i átökunum í búðum skæruliða skammt frá Damaskus í gær. — Arafat sakaði í gær Líbýumenn, sem herlið eiga að baki sýrlensku sveitunum í Austur-Líban- on, um aö æsa til átaka meðal flokka PLO-skæruliða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.