Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Page 11
DV. MANUDAGUR20. JUNl 1983. 11 „ÉG BÝST VID AÐ Á GRÁUM DÖGUM LANGIALLA AÐ BREYTA TIL” segir Geir H. Haarde, nýskipaður aðstoðarmaður fjármálaráðherra Á næstu mánuöum veröur Geir H. Haarde Alberts hægri hönd í orösins bókstaflegu merkingu. Hann verður að- stoöarmaður hins nýja fjármálaráð- herra og er þegar meira og minna f luttur inn í skrifstofu sína á f yrstu hæö í Amarhvoli. Þar eru veggimir þaktir endalausum rööum af Alþingistíð- indum meö svörtum kjölum. Fátt minnir á fjármálastjórn. Nema þá það væri, aö þaö liggur stórt armbandsúr á skrifboröinu og tíminn er peningar, ekkisatt? „Viö Albert höfum ekki alltaf veriö sammála, en þaö em margar vistar- verur í Sjálfstæðisflokknum,” segir Geir og lýsir sig fyllilega sammála Albert um nauösyn þess aö selja eitt- hvaö af ríkisfyrirtækjunum, hver sem þaunúveröa. Albert er kaupsýslumaðurinn, Geir hinn háskólamenntaöi hagfræðingur meö fræöilega þekkingu á hreinu. Hann hefur undanfarið veriö deildar- stjóri í Seölabankanum. Guðni kallaði mig félagsveru ,,Ég hef aldrei haft áhuga á aö fara sjálfur út í bisness,” segir Geir. Annars var afi hans Steindór sá sem kom til Reykjavíkur austan úr Ölfusi og stofnaöi eina af fyrstu bílastöövum landsins áriö 1914. En faðir Geirs var norskur símamaöur og þaöan kemur Haarde nafniö. „Framburðurinn er eins og á Kaaberkaffinu.” Einn af fööurbræðmm hans er bóndi á vestur- strönd Noregs, nálægt Haugasundi. Geir er sannur vesturbæingur, upp- alinn á Sólvallagötunni. ,,Eg held líka enn meö KR, þótt það séu um tuttugu ár síðan ég lék þar seinast á Fram- vellinum í fjórða flokki C.” Hann tók stúdentspróf 1971 og hafði þá verið inspector skolae um veturinn, sá fyrsti í tíð Guöna rektors. „Guöni kallaöi mig félagsvem,” segir Geir, í tóni, sem gefur til kynna aö skilgreiningin hafi ekki veriö fylli- lega jákvæö, meinti þaö kannski ekki alveg jákvætt,” segir Geir. „Annars kom okkur ágætlega saman. ’ ’ Geir H. Haarde er nú formaöur Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, einn af fáum sem kjörinn hefur veriö mótat- kvæðalaust. Félagsstússiö byrjaöi straxíbarnaskóla. „Við vorum alltaf aö stofna alls konar bardaga- og skemmtifélög. Þau urðu flest skammlíf og þá stofnuðum viö ný. Eg var formaður í einu — skák- félaginu Hróknum.” Fyrsta æfingin í stjórnmáladeilum kom í Hagaskólanum þegar þráttaö var um álverið á málfundi. Geir vildi álver en einna höröust í andstööunni var Alfheiður Ingadóttir, bekkjar- systir hans og núverandi blaöamaöur á Þjóðviljanum. Hvorugt hefur skipt um skoðun síðan. Fremur hrollvekjur en vestra „Eg býst viö aö á gráum dögum langi alla að breyta til og reyna eitt- hvaö óvænt. Mig hefur lengi langað í söngtíma en aldrei komist svo langt,” segir hagfræöingurinn sem reyndar hefur einnig háskólagráðu í alþjóða- stjórnmálum. Röddin er fyrsti bassi eöa baríton... „ég syng í boðum þegar menn eru orönir viö skál... var í Fílharmóníukómum hjá Róbert A. Ottóssyni. Mjög eftirminnilegur maður.” Hann geymir píanó fyrir móöur sína og spilar á það til aö slaka á eftir erfiöan dag, eöa þá hann fer í bíó. Mega vera hrollvekjur, hann er ný- búinn aö sjá Cat people. „En mér leið- ast vestrar.” Islensku myndirnar reynir hann að sjá og varð mjög hrif- innafHúsinu. Bókmenntirnar hafa orðið útundan. Mestur lestrartíminn hefur fariö í að fylg jast með lánamörkuðum og heims- málum í erlendum tímaritum. „En mig mundi langa aö bæta úr því,” segir hann og er farinn aö taka meö sér skáldskap i samningaferöimar til út- landa. „Eg er nýbúinn að lesa Ragnar Finnsson þannig, á hótelherbergjum og i flugvélum, og fannst hún mjög áhrifamikil.” Þessi saga Kambans segir frá Is- lendingi sem ætlar að gerast fésýslu- maður í útlöndum en hrapar í eymd og niöurlægingu. Blaðamaöur segir eitthvað á þá leiö, að skáldin hafi afltaf djúpa samúð meö lítilmagnanum. Geir er fljótur til svars: „Já, þaö höfum við líka, viö Albert. ” IHH GeirH. Haarde: „Já, þaöhöfum viölíka, viö Albert.” DV-mynd: Þó.G. Margra ára reynsla sannar gæði ÞOLer framleitt í fjölbreyttu litaúrvali. þakmálningunar frá Málningu hf. Handhægt litakort auðveldar ÞOL er sérframleidd alkýðmálning, valið á réttum lit. sem innlend reynsla hefur ÞOL tryggir þér fallegt útlit skipað í sérflokk vegna endingar og góða endingu. og nýtni. ÞAKMÁLNING SEM ENDIST málning

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.