Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Side 29
DV. MÁNUDAGUR 20. JUNl 1983. 29 Baráttan um fslandsmeistara titilinn í raiii aldrei harðari Baráttan um Islandsmeistaratitilinn í ralli hefur aldrei verið tvísýnni en nú eftir vorrall Hótel Borgarness, sem fram fór á dögunum og skýrt hefur veriö frá í DV. >að voru 19 keppendur sem mættu til leiks að þessu sinni því þessi keppni gaf stig til Islands- meistara í ralli. Þó voru nokkrir ný- liðar sem kepptu frekar af áhuga en getu. I upphafi átti þessi keppni að vera tveggja daga keppni, en vegna misskilnings við leyfisöflun fékkst ekki leyfi nema fyrir öðrum deginum. Síðan var rallið stytt, því bændur í nágrenni Húsafells mótmæltu því að keppnin færi þar fram, svo þaö var ákveðið aö fella hluta leiðarinnar niður til að halda friöinn. I staöinn voru allar leiðir eknar tvisvar, þ.e.a.s. fram og til baka. Lítið var um óhöpp í þessari keppni og aðeins einn bíll náöi ekki aö ljúka keppni, en það var Lada þeirra Ævars og Bergsveins. Þeir urðu fyrir því óhappi að spindill brotnaði í fram- hjóli hjá þeim svo þeir urðu að hætta keppni. Þeir bræður, Omar og Jón Ragnarssynir, tóku ranga beygju á fyrstu sérleið og töfðust við það um 15 sek. sem þeim tókst ekki að vinna upp í allri keppninni. Mikil barátta stóð á milli Halldórs Ulfarssonar á Toyota og Loga Einarssonar á Escort og var ekki útséö um hvor yrði í fyrsta sæti fyrr en keppninni var lokið. Þeir óku báðir mjög vel og óhappalaust þrátt fyrir mikinn hraöa. Einnig stóð Jón S. Halldórsson sig ágætlega þar til á síð- ustu sérleið að bíllinn bilaði en Jón dó ekki ráðalaus frekar en fyrri daginn. Kveikjulokið hafði dottið af og kveikju- hamarinn týndist. Jón tók þá á rás hlaupandi út að timastöðinni sem var í um tveggja km fjarlægð og náði í Ekki var nóg fyrir Jón og Hjalta að aka vel á köflum. því bíllinn bilaði og þeir höfnuðu í neðsta ssti. Omar og Jón höfnuðu í þriðja sæti en þeir hafa unnið öll röllin í Borgarnesi fram að þessu. nýjan kveikjuhamar. Síðan hljóp hann til baka og geröi við bQinn til að geta lokið keppninni og það tókst honum þótt hann lenti í síöasta sæti. En úrslit í þessari tvísýnu keppni urðu þau að Halldór Ulfarsson og Hjör- leifur Hilmarsson á Toyota sigruðu með 2.33 mín. I refsistig. I öðru sæti urðu Logi Einarsson og Ásgeir Sigurðsson á Escort meö 2.40 mín., en í þriðja sæti komu Islandsmeistaramir, þeir Omar og Jón Ragnarssynir, á Renault með 3.01 mín. I fjórða sæti komu Húsvíkingarnir Þorsteinn og Sighvatur á BMW með3.50mín. Næsta rall verður haldið á Húsavík dagana 15.—16. júlí og má þá búast við spennandi keppni því Halldór hefur 37 stig til Islandsmeistara og Omar 35 stig. Ertu hættulegur IUMFERÐINNI án þess að vita það? Mörg lyf hafa svipuö áhrif og áfengi Kynntu þér vel lyfiö sem þú notar. Logi og Ásgeir á Ford Escort náðu öðru sæti eftir hörku keppni. öra Ingólfsson, eða Dalabóndinn eins og hann er oftast kallaður, mætti til leiks a Trabantinum og hafnaði í 16. sæti sem er ágætis árangur. DV-myndir Árni Bjarnason. Halldór og Hjörleifur urðu að halda vel á spöðunum til að ná fyrsta sætinu. Toyota HI-LUX árg. '81, ekinn 26.000, rauður, m/húsi. Verð 260.000. Toyota HI-LUX árg. '82, ekinn 17.000, rauður. Verð 335.000, m/plasthúsi. Toyota HI-LUX disil '82, ekinn 20.000, rauður. Verð 370.000, m/plasthúsi. Toyota Carina árg. '80, 2ja dyra, ekinn 42.000, rauður. Verð 180.000. Toyota Tercel 4x4 árg. '83, ekinn 6.000, hvitur. Verð 365.000. Toyota Cressida dísil árg. '81, ekinn 67.000, drappl. Verð 300.000. Rafmagnsrúður, út- varp/segulband. milur, gulur. Verð 180.000. Skipti möguleg á ódýrari bilum. Toyota Cressida DL árg. ekinn 24.000, rauður. Verð 310.000. '82, Toyota Land Cruiser dísil árg. '80, ekinn 87.000, drappl. Verð 300.000. Einnig: Toyota Land Cruiser bensin árg. '76, ekinn 54.000 Toyota Crown dísil árg. '81, ekinn 133.000, svartur. Verð 290.000. Einnig: Toyota Crown Super Sal- oon árg. '81, ekinn 48.000, rauður. Verð 380.000. (6 cyl., m/beinni innspýtingu, rafmagns- rúður og laesingar, sjálfskiptur, m/overdrive, útvarp/segulband, vetrardekk.) TOYOTA SALURINN IVIýbýlavegi 8 Sími: 44144.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.