Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Síða 30
30 DV. MÁNUDAGUR 20. JUNl 1983. 15 kjörbúöir og stórmarkaðir á höfuðborgarsvæðinu. EURDCARD TIL DAGLEGRA NOTA DANSSTÚDÍÓSKÓRNIR Litir: biár, gulur, hvitur og orartge. Litir: hvítur, biár, gulur, grænn, Stærðir: 39—41. bleikur og orange. Stærðir: 35—41. Litir: blár, bleikur og hvitur. Stærðir: 35—41. Litir: biár, bleikur og hvitur. Stærðir: 35—41. Einnig sumarbolir með legghlífum og höfuðbandi. Allir litir. Verslunin Verslunin ÓÐINN Akranesi, simi93—1986. Tjarnargötu 20A 230 Keflavík, sími 92-3255 I Póstsendum I Allar vörur fyrirtækisins með 50% afslætti Viö breytum rekstrínum og seljum því al/ar vörur verslunarinnar í dag og næstu daga með helmingsafslætti. Missið ekki af útsölu ársins. Halldór Jóhannesson hlífði hvorki AMC Jeep jeppanum né 401 cid. vélinni í honum í tilraunum sínum til að komast fram fyrir Bergþór. Ekki tókst Halldóri það en þeir Bergþór eru nú jafnir að stigum í keppninni um íslandsmeist- aratitilinn því að Halldór sigraði í fyrstu torf ærukeppni sumarsins sem haldin var á Akureyri. DV-mynd Jóhann Kristjánsson Torfærukeppnin á Hellu: Harka færist í Is- landsmeistarakeppnina Það var Bergþór Guðjónsson sem bar sigur úr býtum í torfærukeppninni á Hellu, eftir harða baráttu við Halidór Jóhannesson. ’46 Willysinn og Bergþór sjást hér ösla áfram í miðri Varmánni. DV-mynd Jóhann Kristjánsson Bergþór Guöjónsson sigraði í tor- færukeppni Flugbjörgunarsveitar- innar á Hellu, keppnin var haldin í nágrenni Hellu fyrir nokkru. Er þetta þriðja árið í röð sem Bergþór sigrar í Hellukeppninni en hann hreppti Islandsmeistaratitilinn 1981 og ’82. Bergþór stefnir vafalaust á Is- landsmeistaratitilinn í ár en það hef- ur nú þegar sýnt sig að sá róður verð- ur erfiður fyrir hann. Helsti keppi- nautur hans, Halldór Jóhannesson, hefur verið að betrumbæta bíl sinn í allan vetur og hefur nú létt hann tölu- vert, auk þess sem drifhlutföll og f jörðun hafa verið bætt mikið. Hall- dór lenci í öðru sæti Hellukeppninn- ar en hann sigraði í fýrstu torfæru- keppni sumarsins sem haldin var á Akureyri í maí. Þeir Halldór og Bergþór eru því jafnir að stigum eftir tvær fyrstu torfærukeppnir sumarsins og verður keppnin milli þeirra vafalaust hörð seinna í sum- ar. Sigurður Vilhjálmsson keppti á Willys með 283 cid. Chevrolet vél og gekk honum misjafnlega vel í þrautunum. Virtist hann vera einkar laginn við að festa sig í drullupyttum en hann hlífði gamla jeppaálbúrinu hvergi og þandi það svo að drullu- sletturnar stóðu í allar áttir. Voru til- þrif Sigurðar oft æði skrautleg þegar hann barðist um á hæl og hnakka svo að jeppinn nötraöi og skalf, meira undan átökum Sigurðar en 283 cid. vélarinnar. I sumum þrautum keppninnar stóð Siguröur sig mjög vel og má þar t.d. nefna sandbrekk- una sem keppendur áttu að bakka upp. Þar bakkaði Sigurður upp eins Iéttilega og hann væri á Laugavegin- um, við mikinn fögnuð áhorfenda. Guömundur Helgi Christensen keppti á VW Buggy, heimasmíðuð- um, en honum gekk ekki mjög vel í keppninni. Var Buggyinn allt of kraftlaus, auk þess sem framdrifið vantaöi í hann. Áhorfendur höföu þó greinilega gaman af aö fylgjast með Guðmundi sem ók oft í loftköst- um.Þegar kom að blautu torfærun- um, þ.e.a.s. tímabrautinni sem lá yfir mýrlendi og þrautunum sem voru í akstursleiöinni yfir Varmá, hætti Guðmundur keppni enda hefði Buggyinn farið allur á bólakaf í þeim. Gunnar Sveinsson náði takmörk- uðum árangri í þessari torfæru- keppni enda voru torfærurnar allt of erfiðar fyrir standard Toyota Hilux- inn hans. Tókst honum einungis að komast eina braut á enda en það var síðasta tímabrautin. Haraldur Magnússon keppti á Willys með 6 cyl. 232 cid. vél og stóð hann sig nokkuö vel miðað við hversu kraftlítill jeppinn hans var og illa búinn dekkjum. Keppnin endaði nokkuð illa hjá Haraldi því að í síð- ustu brautinni braut hann framdrifs- skaftið eða framdrifið þegar hann var að reyna að brölta upp úr Varmá. Jóhann Kristjánsson Æk n j y- 1 WJBIJ • *' *, rm ÉÍMéSm Þau voru oft sKemmtileg tilþrifin sem Guðmundur Helgi Christensen sýndi á VW Buggyinum sinum en hér kemur hann upp eina brekkuna með f ramhjólin á lofti. DV-mynd Jóhann Kristjánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.