Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Síða 31
DV. MÁNUDAGUR 20. JUNl 1983. 31 Bátaleiga í Höf num Félag íslenskra rithöfunda: Fundaði um réttindamál Frá Heiöari Baldurssyni, fréttaritara DVÍ Keflavík: Bátaleiga hefur veriö opnuö í Höfnum undir nafninu Bátaleiga Hart- manns. Að sögn Rúnars Hartmanns- sonar, eiganda leigunnar, verða leigöir út 2ja manna kajakar ásamt 3—4ra manna jullu. Þá er hægt aö fá útsýnissiglingu á hraðbát, sem Rúnar stjórnar, og gefst mönnum þá kostur á aö skoða sig um i Hafnarósunum, sem eru mjög skemmtilegir í góöu veöri. Þar geta menn víða farið í land og gengiö fjör- umar eða fengiö sér snarl. Kajakarnir eru mjög öruggar fleytur, og þurfa til dæmis um 90 gráða halla til þess að þeim hvolfi, og þeir fljóta fullir af sjó með tveimur mönnum og öllum viðlegubúnaði. Mönnum er gert skylt að vera með björgunarvesti sem fáanleg eru á staönum. Leigan veröur opin frá klukkan þrettán til tuttugu og tvö daglega nema aðsóknin verði sérstaklega góð, til dæmis á góðviðrisdögum, þá verður opið jafnvel allan sólarhringmn. Gjaldið er 100 kr. á tímann fyrir kajakana, en 150 kr. fyrir julluna. Síminn hjá Bátaleigu Hartmanns er 92- 6926. -JGH. Tækin sem kynnt verða þykja henta vel fyrir auglýsingar og gerð sjón- varpsmynda. SONY kynnir mynd- versbúnað Sérfræðingar frá Sony koma hingað til lands í vikunni og veröa með sýningu á Sony U-matic High Band myndversbúnaði. Mun sýningin standa dagana 22. og 23. þessa mánaðar í versluninni Japis. Tæki þessi eru fyrir fyrirtæki og eru mikiö notuð viö gerð auglýsinga og sjónvarpsmynda. Þá þykja tækin henta vel fyrir landshlutasjónvarps- stöðvar. Þar sem um sérhæfða sýningu er að ræða er fólki ráðlagt að panta tíma svo að hægt sé að veita hverjum og einum sem bestar upplýsingar, að því er segir í fréttatilkynningu frá Japis. -sa. SIÖ 7 bílaleigur á höfuðborgarsvæðinu. EURQCARD TIL DAGLEGRA NOTA Rúnar Hartmannsson ásamt syni sinum, Hartmanni Rúnarssyni, fimm ára gömlum. DV-mynd: Heiöar Félag íslenskra ríthöfunda hélt aðalfund sinn hinn 19. maí síðast- liðinn. Formaöur félagsins, Gunnar Dal, skýrði frá störfum félagsins á liðnu ári. Látist höfðu á árinu þrir félagar, dr. Kristján Eldjárn, Þóroddur Guðmundsson frá Sandi og Poul M. Pedersen, ljóðskáld og ljóöaþýðandi í Kaupmannahöfn. AÖalfundarefhið var réttindamál og staða þeirra. I umræðum um þau komst fonnaður svo að orði: „Skylda og réttur rithöfundar er aö ganga uppréttur. Fullkomin réttar- ieg samstaöa okkar er á næsta leiti. Það sem gerir samstöðu okkar náttúrlega og sjálfsagða er trú okkar á vestrænan húmanisma og mannúðarstefnu. Við viljum ekki ofbeldi og við sættum okkur ekki við „authoriseraöa” innrætingu örfárra sem stefnumarkandi, varðandi ritstörf okkar.” Indriði G. Þorsteinsson komst svo að orði í þessum umræöum: „Við viðurkennum ekki það athæfi i félagslegu starfi aö verið sé að flokka menn niður í góöa og slæma rithöfunda eftir einhverjum annarlegum og innrætingarlituðum aðferðum. Viö höfum í okkur inngróna andstöðu við slík sjónannið. Við félagar erum allir menn sem skrifum bækur og eigum, kröfu á að vera metnir út frá þvi sjónarmiði til hlutdeildar.” Tvær úrsagnir bárust úr félaginu og tveir gengu í félagið á árinu. Tala félagsmannaer76. Gunnar- Dal var endurkjörinn fonnaður en aðrir í st jórn eru Baldur Oskarsson, Indriði G. Þorsteinsson, Indriði Indriðason, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Jónas Guðmundsson og Pjetur Hafstein Lárusson. Varamenn í stjóm eru Jón Bjömsson og Sveinn Sæmundsson og endurskoöendur Stefán Agúst Kristjánsson og Jón Bjarman. KATTASANDUR NYR OG BETRI VALKOSTUR! KIS KIS er lykteyðandi og dregur mjög vel í sig allan raka. Yfo.Trf■' ' ‘ •’ '' -.'-ry KIS KIS er ódýr og auðveldur í meðförum. KIS KIS eykur hreinlætið hjá kisurmi þinni. Kannaðu verðið og láttu kisuna þína kannagæðin, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum! KIS KIS, íslenskur valkostur. FÆST í ÖLLUM HELSTU MATVÖRUVERSLUNUM €

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.