Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVISIR
138. TBL. — 73. og 9. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ1983.
lHj;
Þessi mynd er tekin úr flugvél Land-
helgisgæslunnar TF—SÝIV nokkrum
mínútum eftir að Bjarni Ólafsson AK
kom að Gunnjóni norðaustur af
Hornbjargi. í morgun voru skipin
stödd um 16 sjómilur norðaustur af
Hornbjargi og lónuðu þau í vestur-
átt. Ákveðið hefur verið að Bjarni
I dragi skipið til Njarðvíkur. í alla nótt
hefur eldur verið að gjósa upp annað
slagið í Gunnjóni og i
morgun var enn unnið
að slökkvistarfi. Fyrirhugað er að
varðskipið Þór fíytji lík skipverjanna
þriggja inn til Ísafjarðar.
Ljósmynd: Kristinn Árnason
ÞRÍR UNGIR MENN
FÓRUST í BÁTSBRUNA
Þrír ungir menn frá Reykjavík,
Njarðvík og Keflavík fórust um borð í
vélbátnum Gunnjóni GK 506 þegar
eldur kom upp í skipinu um sextíu sjó-
mílur norðaustur af Hornbjargi í gær-
morgun.
Mennimir sem fómst vora á aldrin-
um frá 19 til 24 ára. Tveir þeirra voru
ókvæntir en sá þriðji kvæntur og áttu
þau hjón ársgamalt bam. Tíu manna
áhöfn var á skipinu, sem var á rækju-
veiðum, og björguðust hinir s jö.
Það var skuttogarinn Bjami Olafs-
son AK sem kom fyrstur að Gunnjóni
um klukkan tuttugu mínútur yfir níu í
gærmorgun. „Við vomm ekki langt frá
og sigldum strax að skipinu,” sagði
Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna
Olafssyni, í samtali við DV seinni-
partinn í gærdag. Talsverður eldur var
þáískipinu.
Skipverjarnir sem fórust voru allir í
íbúðum niðri í skipinu. I fyrstu vora
fréttir nokkuð óljósar af gangi mála en
talið var fullvíst að allir heföu bjarg-
ast. Það var svo ekki fyrr en um há-
degisbilið að fréttist að mannanna
þriggja væri saknað.
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-
SÝN kom að Gunnjóni og Bjarna Olafs-
syni nokkrum minútum eftir að Bjami
var kominn að skipinu. Flugvélin var
að fara í eftirlitsferð og flaug beint á
staðinn er fréttist um neyöarsendingar
Gunnjóns.
Bjarni Olafsson tók Gunnjón i tog og
héldu skipin til móts við varðskipið Þór
en það hafði verið statt norður af
Kögri. Skipin mættust síðan um
klukkan hálfþrjú í gærdag.
Ahafnir beggja skipanna höfðu unnið
að slökkvistarfi um borð. Þegar svo
varðskipið var komið að skipunum
reyndu reykkafarar frá Þór aökomast
undir þiljur en urðu frá að hverfa
vegna reyks og elds, eins og skipverjar
bátanna höfðu þurft að gera.
Það var svo um klukkan fimm í gær-
dag sem mennirnir þrír voru taldir af.
Klukkustund síðar komust reyk-
kafarar niður i íbúðirnar og fundu lík
mannanna. *
Gunnjón er i eigu Gauksstaða hf. i
Garðinum. Þaö er stálskip, um árs-
gamalt. Skrokkur þess var fluttur inn
frá Noregi en Skipasmíðastöðin í
N jarðvík fullgerði skipið.
Gunnjón hélt í þessa veiðiferð að-
faranótt miðvikudags í síðustu viku.
Skipstjóri á Gunnjóni er Magnús
Guðmundsson.
-JGH
Golfíþróttin
íDægradvöl
— sjá bls. 34og35
£/ii afhverjum fimm
vill frekar vera
karlmaður
— sjábls.36
Hafsteinn og Birgir Viöarí
Skoska rallinu
— sjá bls. 18 og 19