Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNl 1983. 3 Póstur og sími tekur minka i þjónustu sína — drógu símastrengi gegnum brúna við Árgerði fyrir sunnan Dalvík Þeir urðu heldur langleitir starfs- menn og eigandi minkabúsins á Böggvisstöðum við Dalvík þegar starfsmenn Pósts og síma komu þar og spurðu hvort hægt væri að fá lánaðan mink til að draga spotta í gegnum rör. Málið skýrðist svo betur. Þessir starfsmenn Pósts og síma höfðu verið að reyna að koma vír í gegnum rör sem eru í nýju Árgerðis- brúnni (þeirri sömu og DV verðlaunaði í vetur). Þeir voru búnir að reyna allar hefðbundnar aðferðir án árangurs þegar þeim datt minkurinn í hug. Minkurinn fékkst, stór og feit læða, og spottinn festur við skottið á henni. Læðan reyndist of feit og komst hún ekki í rörið. Var þá annað og minna eintak sótt og gekk nú betur. Læðan fór inn í rörið og um hálfa leið en vildi þá ekki lengra þó rekið væri á eftir með ýmsum ráðum. Hún bakkaði til baka. Þriðja læðan var nú sótt og rann sú í gegn. Kom vatnsgusa á undan henni úr hinum enda rörsins þar sem gildra beið hennar. Rörin voru þrjú og var sama aðferð notuð við hin tvö. Heyrð- ist í öðru þeirra þegar læðan gróf sér leið í gegnum möl eða sand. Þess má geta að brúin er um 100 metra löng. Það er greinilegt að Póstur og sími hefur hugmyndaríka starfsmenn í þjónustu sinni en því heyrðist hvíslað að þetta hefði verkfræðingum stofnunarinnar aldrei dottið í hug. Ö.B.TH., Dalvík/JBH Argeröisbrúin við Dalvik er stórglæsilegt mannvirki sem fellur mjög vel inn i umhverfið. Hún er í boga og auk þess hall- andi og snúin en allt litur þetta út eins og ekkert hafi verið sjálfsagðara. Þegar menning arverðlaun DV voru veitt i vetur fékk Pétur Ingólfsson, verkfræðingur hjá brúar deild Vegagerðarinnar, viður kenningu fyrir hönnun bruar- innar. Nú er hún enn kgmin i fréttir og ástæðan er sú að minkar gerðust þar verktakar fyrir Póst og síma og drögu símastrengi gegnum hana endilanga. Myndin af brúnni var tekin siðastliðinn vetur. A innfelldu myndinni til hægri er verið að setja mink inn inn i rörið. Virinn er bund- inn i skottið á honurn. A myndinni til vinstri bíður Þor- steinn Aðalsteinsson, eigandi minksins, eftir honum við hinn enda brúarinnar. DV-myndir: Olafur B. Thoroddsen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.