Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR21. JUNl 1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Kanada: Nýr formaöur íhaldsflokksins — og hörð barátta um atkvæði í Quebec Eftir leiðtogaskipti i ihaidsfiokknum er það Ijóst að hörðust verða átök tveggja stóru fiokkanna í Kanada i Quebec-fylki. Þar er öflug hreyfing aðskilnaðarsinna og gæti kosningabaráttan orðið mun flókn- ari ef flokkur aðskilnaðarmanna býður einnig fram til rikisþingsins i Ottawa. Ihaldsflokkurinn í Kanada kaus sér nýjan formann í síðustu viku, Brian Mulroney, kaupsýslumann, upprunninn í Quebec. Nú bendir aUt tU þess að næstu kosningar í Kanada, sem verða 1985 í síðasta lagi, verði hrein persónuleg barátta miUi Mul- roney og Trudeau, forsætisráöherra og formanns Frjálslynda flokksins. Ihaldsflokkurinn, sem aðeins hefur veriö við völd tvisvar sinnum síðustu 50 árin, hefur kosið sér ungan, mynd- arlegan lögfræðing frá Montreal, tU þess aö leiða flokkinn í næstu atlögu að Pierre Trudeau, en saga flokksins síðustu fimmtán árin hefur nánast ekki veriö annað en leit aö þeim manni sem gæti fellt forsætisráð- herrann. LykiUinn að valdaaðstöðu frjálslyndra á kanadíska þinginu er sá að Ihaldsflokkurinn hefur aöeins einn þingmann í neöri deUd frá Que- bec, en aUs eru 75 þingmenn kjömir frá fylkinu. En undir leiösögn Mulroneys von- ast íhaldsmenn til þess að vinna sigur loksins á frjálslyndum í þeirra helsta virki. M uironey er 44 ára gam- aU, lögfræðingur að mennt, en hefur aldrei áður boöið sig fram tU póli- tískra starfa. Hann bendir hins vegar hreykinn á störf sín í „hinum raun- verulega heimi”, utan stjómmál- anna, en hann rak Jámgrýtisfélag Kanada í fimm ár. Nu mun Mulroney bjóða sig fram tU þings en einn þingmanna Ihalds- flokksins hefur boðist tU þess að segja af sér, svo Mulroney komist aö í aukakosningum í Nova Scotia. Frjálslyndir hafa gefið í skyn aö þeir muni ekki bjóða fram á móti honum og geta menn sér þess tU að þeir vilji gjama fá svo óreyndan mann á þing, þar sem reynslan er fyrir öllu. En Mulroney setur sér önnur forgangs- atriöi, sem sagt það að efla einingu flokksins eftir kapphlaupið um leið- togasætið, og að sannfæra Kanada- búa um það, fyrir kosningamar 1985, að hann sé framkvæmdamaður sem ekki mun líða neitt hálfkák. Mulroney hefur áður boðiö sig fram tU formennsku í Ihaldsflokkn- um en þá tapaði hann fyrir Joe Clark, sem um skamman tíma tókst aö velta Trudeau úr sessi. Þá tók Mulroney að sér stjórn Jámgrýtisfé- lagsins og ávann sér virðingu kaup- sýslumanna og verkalýðsleiðtoga jafnt í starfi sínu. Mulroney vann sér fyrst frægð sem lögfræðingur í Que- bec þegar hann svipti hulunni af spiUingu í byggingariðnaði. Trudeau, sem eins og Mulroney er frá Montreal, hefur lýst því yfir að hann muni hætta afskiptum af stjómmálum í næstu kosningum. Líklegastur eftirmaöur hans er talinn vera John Tumer, fyrrum fjármálaráðherra, sem sagði af sér embætti eftir ágreining við Trudeau. Aðstoðarmenn Trudeau segjast hins vegar munu telja hann á það að bjóða sig fram enn eitt sinn þó að hann hafi aldrei veriö óvinsælli en nú, eftir 18 jnánaða kreppu, og aö Ihaldsflokkurinn hafi mikið forskot í skoðanakönnunum. Hver ákvörðun Trudeau verður veit enginn en hún mun ráða mikiu um þróun stjóm- mólaíKanada. Annað er það sem gæti haft afger- andi áhrif í næstu kosningum og það er hvaöa ákvörðun Rene Levesque, forsætisráðherra Quebec, mun taka um framboð til ríkisþingsins. Levesque hefur svarið það að næstu fylkiskosningar verði háðar um sjálfstæði Quebec. Levesque komst tÚ valda í Quebec 1976 og 1980 fór fram atkvæðagreiðsla í fylkinu um sambandsslit við Kanada sem lauk meðsigri sambandssinna. Levesque sagði um sigur Mulron- eys að í hvert sinn sem Quebec-búi hefði komist til valda í öðmm hvor- um stóru flokkanan hefðu íbúar Que- bec mátt gjalda þess. Og nú íhugar Levesque hvort flokkur hans, Parti Quebecois, eigi ekki aö bjóða fram til ríkisþingsins í Ottawa til þess að losa tök frjálslyndra á Quebec. Það myndi leiða til mjög harðrar kosn- ingabaráttu milli þriggja flokka og niðurstaðan er algerlega ófyrirsjá- anleg. éi. Þýskaland: Sameining þýsku ríkjanna fjarlægur draumur Fyrir þrjátíu árum gerðu verka- menn í Austur-Þýskalandi uppreisn sem kveðin var niður af fyUstu hörku. Þessa minnast v-þýskir stjórnmálamenn á „sameiningar- degi Þýskalands” þann 17. júní, á al- mennum frídegi, þar sem stjórn- málamenn rifja upp í ræðum sínum inngang v-þýsku stjómarskrárinn- ar: „öll þýska þjóðin skal uppskera með frjálsu vali sameiningu og frelsi Þýskalands”. En á því ári, sem gert er ráð fyrir að fyrstu Pershing-2 eld- flaugamar verði settar upp í V- Þýskalandi, virðist sameining Þýskalands vera tálsýn. I augum flestra Þjóöverja er sam- eining ríkjanna tveggja goðsögn sem ekki kemur þeim við. Sameining er eitthvað sem stjórnmálamenn verða aö sýna sýndarvirðingu, sem kemur hinum almenna borgara ekki við. Enda munu flestir V-Þjóðverjar nota tækifærið til þess að fara að heiman og njóta langrar helgi úti í náttúr- unni ef veðurleyfir. Milljónir Þjóðverja eiga ættingja handan landamæranna en fáir trúa á sameiningu ríkjanna. Skoöanakönn- un í tímaritinu Bunte sýndi fram á það í fyrri viku aö aöeins fjórðungur íbúa V-Þýskalands trúir á samein- ingu ríkjanna, en 71% íbúanna telja að af henni verði aldrei. Það er at- hyglisvert aö skoðanakönnunin sýnir aö meðal stuðningsmanna ríkis- stjórnar Kohls kanslara eru þeir mun færri sem trúa á sameiningu ríkjanna. Þó hafa kristUegir demó- kratar talað hærra um einingu þýsku þjóðarinnar en jafnaðannenn. Það er ljóst að málstaðiu- hægrisinnaðra þjóðemissinna hefur ekki eflst við stjómarskiptin í Bonn og enn fækkar stuðningsmönnum þjóðemissinna. Kohl kanslari lætur sér oftar um munn fara „þýska sameiningu” en forveri hans í embætti, Helmut Eftir þvi sem lengri tími Hður frá skiptingu landsins verður sameining þýsku rikjanna æ fjarlægari draum- ur iaugum flestra V-Þjóðverja. Schmidt, gerði. En í raun hefur ekki orðið stefnubreyting varðandi af- stöðuna tU Austur-Þýskalands við leiðtogaskiptin og Kohl hefur ekki reynt að endurlífga tilhneigingu fyrri kanslara kristUegra demókrata til þess að láta sem þeir tali fyrir munn þýsku þjóðarinnar aUrar, beggja vegna landamæranna. Innanríkisráðherra Kohls, Frie- drich Zimmermann, snerti þó auman blett á austantjaldsþjóðunum í vetur þegar hann lét þess getið aö hags- munum Þjóðverja sleppti ekki við Oder-Neisse-landamærin, mUU Austur-Þýskalands og Póllands. Þetta virtist vera óbein krafa til þeirra þýskra landsvæða sem lentu undir stjóm Pólverja og Sovétmanna í lok seinni heimsstyrjaldar. En stjórnvöld í Bonn gerðu sem minnst úr yfirlýsingu Zimmermanns sem virtist mest hugsuð til þess að hafa kjósendur hans í Bæjaralandi góða. Þaö veldur þó óánægju í Austur- Berlín, Varsjá og Moskvu að landa- kort af Þýskalandi, sem eru í notkun í v-þýskum skólum, sýna landamæri Þýskalandsfyrir 1937. En í sjónvarpi sneiða menn hjá þessu vandamáli þannig, að til dæmis veðurkort sýna engin landamæri. Það er hins vegar athyghsvert að merkisberar sameiningarstefnunnar em nú flestir til visntri við miðju stjórnmálanna. Það eru helst hinir róttæku græningjar ásamt vinstri- sinnuðum þingmönnum jafnaðar- manna, sem hafa látið sig dreyma um hlutlaust Þýskaland, sameinað og utan hernaðarbandalaga Þetta er nánast endurvakning hugmyndar sem lognaðist út af á sjötta áratug þessarar aldar þegar V-Þýskaland varð sjálfstæður aðiU aö bandalagi Vesturveldanna. Fyrir almenna borgara í V-Þýska- landi er þetta eins og hver annar draumur. Og v-þýskir stjórnmála- menn vita að bandamenn þeúra í Nato myndu ekki, frekar en Sovét- ríkin, sætta sig við sameinaö Þýska- land, utan hemaðarbandalaga. En hugmyndin um sameinað Þýskaland gefur græningjunum enn eina ástæð- una fyrir því aö afneita hugmyndum um bandarískar kjarnaflaugar á þýskulandi. Siaukinn fjöldi vinstri sinnaðra sagnfræðinga rannsaka nú fyrstu ár sjötta áratugarins þegar svo virtist sem Sovétmenn gætu hugsað sér að losa um tökin á Austur-Þýskalandi gegn því að V-Þýskaland yrði hlut- laust ríki. Venjulega komast þessir sagnfræðingar aö þeirri niðurstöðu að það hafi veriö Vesturveldin sem komu í veg fyrir slíkt með því að taka V-Þýskaland inn í Nato en þó hefur önnur skýring verið borin fram af þýska tímaritinu Der Spiegel. Samkvæmt skýringu Spiegel var það uppreisn verkamanna í Austur- Þýskalandi árið 1953 sem batt enda á allar slíkar hugmyndir. Spiegel segir að uppreisnin hafi beinlínis verið ástæöan fyrir falli innanríkisráð- herra Sovétríkjanna, Beria, sem sagt var að hefði lagt á ráðin um til- slakanir við Vesturveldin. Beria og aðstoðarmenn hans voru teknir af lífi sex mánuðum seinna, utan hvað einn þeirra slapp, að sögn Spiegel. Þaö var Vladimir Semyonov sem var í Austur-Þýskalandi þegar atburðimir gerðust, en svo kald- hæðnislega vill til að hann er nú sendiherra Sovétríkjanna í V-Þýska- landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.