Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Blaðsíða 18
18
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNI1863.
I «■ ** ______ - . •r~~——; ..
• ■ ííísJwafHHBBWBws mm ......... • f < >
„Þetta var draumurinn”
Amold Clark Scottish Rally lauk í
Glasgow í síöustu viku, eins og fram
hefur komið í fréttum, með frá-
bærum árangri íslensku keppend-
anna, þeirra Hafsteins Haukssonar
og Birgis Viðars Halldórssonar. Þeir
lentu í 10. sæti á Ford Escort bíl sín-
um af 71 keppanda sem lögðu af stað.
Sigurvegarar í keppninni voru Sví-
amir Stig Blomqvist og Bjöm Ceder-
berg á Audi Quattro sem Audi verk-
smiðjurnar gera út. Þessi bíll er
mjög öflugur og eins og nafnið gefur
til kynna er hann með drif á öllum
hjólum, hann er með 5 cylindra vél
og turbo, sem er um 380 hestöfl.
Eftirlæti Skota í keppnirni, Jimmi
McRae og Ian Grindrcd, höfnuðu í 2.
sæti á Opel Manta 400, og Englend-
ingarnir Russell Brookes og Mike
Broad á Vauxhall Chevette í þriðja.
Hafsteinn og Birgir unnu til marg-
víslegra verðlauna fyrir utan 10.
sætið yfir heildina. Þeir urðu í 2.
sæti í sínum flokki, þeir unnu White
Horse farandverölaunin fyrir fyrsta
sæti einkaaðila, þ.e. sem ekki em
gerðir út af fyrirtæki. Einnig fengu
þeir Glasgow Herald verölaunin
fyrir það sama. Þá fengu þeir The
Daily Mail verðlaunin fyrir 1. sæti
þeirra keppenda sem vom í fyrsta
skiptið að keppa í Skoska rallinu.
Birgir Viðar vann The Hunter
Forbes verðlaunin, sem veitt eru að-
stoðarökumanni þess bíls sem er
efstur einkaaöila.
Það hefur heyrst og því verið
haldiö fram af ýmsum hér á landi
undanfariö að rallakstur sé eitthvert
einangrað fyrirbæri sem einungis
vanþróaðar þjóðir leyfa og þeir sem
hafi ánægju af þessari íþróttagrein
eða stundi hana séu ekki eins og fólk
er flest. Hvað þá að íþróttir af þessu
tagi séu leyfðar á almennum eða
vemduðum svæðum. Skoska rallið
um síöustu helgi afsannaði allar
þessar kenningar nema þá aö Bretar
og aðrar þjóðir Evrópu séu svona
vanþróaðar.
Skoska rallið var fyrst haldið áriö
1932 og hefur verið árviss viðburður
allar götur síöan með örfáum undan-
tekningum. Þessi keppni er önnur
stærsta rallkeppnin á Bretlands-
eyjum, einungis RAC rallið, sem
fram fer í nóvember, er stærra.
Keppnin er haldin af The Royal
Scottish Automobile Club, í sam-
vinnu við Arnold Clark bílasölu- og
bilaleigurnar og Holiday Inn hótelin,
ásamt nokkrum smærri klúbbum og
félögum, og voru starfsmenn við
keppnina um 1500. Alls var keppnis-
leiðin 1850 km með 50 sérieiðum sem
samtals voru 443 km að lengd.
Keppnin hófst 11. júní kl. 17:00 við
George Square, sem er nokkurs
konar „Austurvöllur” Glasgow
borgar, og fyrsta sérleið var í
Bellahouston Park á malbikuðum
gangstígum og akvegum sem um
garðinn liggja. Bellahouston Park
mætti líkja við sambland af Mikla-
túni og Laugardal hér í Reykjavík.
Síðan var keppnisleiðin að mestu um
skóga og heiðar skosku hálandanna
norður með vesturströndinni, fram
hjá Loch Ness til Iverness, og síðan
suður Mið-Skotland til Glasgow þar
sem var næturstopp eftur 27 klukku-
stunda keppni. Vorusérleiöirnarým-
ist um einkalönd, skógarstíga eða
verndar- og útivistarsvæði á vegum
Forest Commission. Voru slík svæöi
iðulega merkt með stórum skiltum
sem kváðu á um umgengni og t.d.
bönnuöu reykingar, en eldar eru
aðalskaðvaldurinn í skógunum eins
og allir vita.
I þessum fyrri áfanga keppninnar
gekk þeim Hafsteini og Birgi vel og
engar bilanir eöa annaö hrjáði þá, ef
frá er talið suð sem þeir töldu sig
heyra í gírkassa bilsins á siðustu sér-
leið dagsins. Til öryggis var skipt um
gírkassann, en það tók örlítið of
langan tíma og við það fengu þeir 60
sekúndur í ferjuleiðamínus. I lok
fyrri áfanga voru þeir félagar í 14.
sæti meö 3:00:21 í mínus, en Stig
Blomqvist hafði leitt keppnina frá
upphafi og var með 2:38:46 í mínus í
lok fyrri áfanga. Siðari áfangi hófst
snemma á mánudagsmorgun, en þá
fór bíll þeirra Hafsteins og Birgis
ekki í gang og mættu þeir 6 mínútum
of seint í ræsinguna. Þaðkom þó ekki
að sök nema þeir færðust aftar í rás-
röð. I fýrri hluta seinni áfanga var
ekið suður frá Glasgow að landa-
mærum Englands, og aftur til baka.
Hluta af leiðinni rigndi eins og hellt
væri úr fötu og höfðu þurrkumar
varia undan. I viðtali við DV sagði
Stig Blomqvist að hann væri
ánægður með rigninguna, því að f jór-
hjóladrifiö í Quattro bílnumkæmi að
mjög góðum notum á blautum og
sleipum vegum. I sama streng tók
Svíinn Per Eklúnd sem ók Toyota
Corolla GT en þó aö bíll hans væri
ekki með fjórhjóladrifi sagðist hann
kunna vel við sleipa vegi, sem hann
reyndar er vanur frá Svíþjóö. Ekki
voru allir jafnánægðir en ekkert var
við því að gera. Aðfaranótt þriðju-
dags var gert 4 klst. hlé og þá voru
okkar menn komnir í 12. sæti. Á síð-
ustu leiðunum bar lítið til tiöinda og
eins og áður kemur fram varð Stig
Blomqvist sigurvegari, og Hafsteinn
og Birgir höfnuðu í 10. sæti. Alls
komu 33 bilar í mark af þeim 71 sem
hófu keppnina. Meðal þeirra sem
ekki luku keppni má nefna Ford öku-
mennina Malcolm Wilson og Louise
Aitken en gírkassarnir gáfu sig í
bílum þeirra beggja. Kappaksturs-
maðurinn Simon Everet, sem ók á
Datsun 240 RS, ók út af og Chris Lord
á Mazda RX 7 féll út er afturhásingin
gafsig.
Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist
með keppninni enda er rallakstur
með vinsælustu íþróttagreinum í
Bretlandi. Til marks um hvaða
augum rallakstur er litinn í Bret-
landi má nefna þaö aö breski herinn
hefur gert út allt aö 15 Land Rover
jeppa i Skoska rallið til þess eins aö
þjálfa ökumennina i akstri og öku-
leiknl Er keppt um þrenn verðlaun í
því sambandi. Reyndar var ekki
nema einn slíkur meö í ár.
DV tók þá félaga tali eftir keppn-
ina og spurði þá fyrst hvort mikill
munur væri á Skoska rallinu og
Mintex rallinu sem þeir tóku þátt í
fyrr á árinu í nágrenni við York á
Englandi. ,,Já, það er mikill
munur,” sagði Hafsteinn, „því í
Skoska eru miklu skemmtiiegri
leiðir, meira um beygjur, fastara
undirlag og umfram allt skyggni
ágætt, em mikil þoka skemmdi fyrir
Mintex rallinu. Annars var merki-
Einn af AUDI Quattro bilunum í keppninni kemur hér á fullri ferð fyrir eina
beygjuna á hinum krókóttu skógarstígum sem keppt var á og eys grjóti yfir
mennina sem standa á bak við. Mynd ÓG
LOKAÚRSLIT
í SKOSKA RALLINU
1 1 S. Blomqvist B. Cederberg Audi Quattro 7 5: 5: 2
2 2 J. McRae 1. Grindrod Manta 400 7 5: 9:37
3 5 R. Brookes M. Broad Chevette 7 5:12: 3
4 3 P. Eklund D. Whittock Corolla GT 3 5:20:17
5 6 T. Kaby R. Arthur Chevette 7 5:25:43
6 9 E. Weber G. Wanger Manta 400 7 5:27:52
7 14 A. Cowan A. Douglas Audi 80 Qtro 7 5:29:38
8 16 D. Weidner M. Greasley Audi Qto 8 5:29:50
9 50 A. Wood N. Ewing Sunbeam 3 5:40:42
10 12 H. Hauksson B. Halldorsson Escort PS 7 5:45: 1
11 29 R. Close D. Wilford Manta GTE 4 5:46: 1
12 22 1. Hughes B. Rainbow BMW323Í 5 5:46: 3
13 18 J. Flemíng R. Cunningham Celica 2000GT 8 5:5026
14 42 P. Burch G. Marlow Sun. Lotus 7 5:55:28
15 35 A. Jackson F. Stuart-Brown Manta 400 7 5:56:48
16 33 C. Valentine B. McGhie Sunbeam 8 5:59: 2
17 53 N. Calvert D. Read Escll RS2000 4 5:59:21
18 11 J. Haugland P. Foubister Skoda 120LS 2 6: 1:44
19 40 V. Wetton P. Horsburgh Escort RS 8 6: 4:52
20 56 T. Cree T. Gelder Escll RS2000 4 6: 5:25
21 51 B. Wiggins T. Shepherd Astra 3 6: 6:45
22 60 R. Barry A. Gardiner Sunbeam ti 3 6:10:30
23 58 A. Barclay A. Russeli Escll RS2000 4 6:17:28
24 54 1. Harrison J. Hough Astra 2 6:18:34
25 61 P. Clayton R. Dunhill Starlet 2 6:36: 5
26 72 B.Lochhead D. Ringer Aveng. 1600GT 3 6:36:47
27 43 R. Stubber W. Piilar Sunbeam 3 6:39:53
28 67 J. IVIoxon S. Moxon Astra 2 6:48:45
29 48 K. Adamson P. Carstairs Esc RS 1800 8 6:50:26
30 75 A. Strachan B. Langley Land Rover 8 7:16:47
31 65 D. Hardy A. Turnbuli Sunbeam 1 7:3129
32 74 B. Rawcliffe C. Cullen Kadett 2 7:47:23
33 71 J. Stevens M. McGhee Mazda RX7 5 7:59:35