Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Blaðsíða 2
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNl 1983. 2 Vilmundur Gylfason alþingismaður látinn Vilmundur Gylfason alþingis- maður lést i Reykjavík 19. júní, 34 áraaðaldrí. Hann var fæddur 7. ágúst 1948 í Reykjavík, sonur hjónanna dr. Gylfa Þ. Gislasonar og Guðrúnar Vil- mundardóttur. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1968, BA. prófi í sögu og bók- menntum frá Manchester-háskóla 1970 og M.A. prófi frá háskólanum í Exeter 1972. Kennari við Mennta- skólann í Reykjavík frá 1972. Þing- maður Reykvíkinga frá 1978, dóms-, kirkju- og menntamálaráöherra frá október 1979 til febrúar 1980. Hann var frumkvöðull að stofnun Banda- lags jafnaðarmanna og formaður miðstjórnar þess frá upphafi. Vilmundur Gylfason lætur eftir sig eiginkcmu, Valgerði Bjarnadóttur, og tvö ung böm. BU» AÐ VEIÐA SAUTJÁN HVAU — af 267 sem má veiða á yf irstandandi vertíð Hvalvertíðin er nú komin á fullt skríð og höföu um hádegisbiliö i gær, mánudag, veiðst sautján hvalir, allt langreiöar. Vertíðin hófst 12. júní og er áætlaö að hún standi yfir í um níu- tíu daga. Þrjú skip taka þátt í veiðunum að þessu sinni en voru fjögur í fyrra, Hval 7 hefur verið lagt. Samkvæmt upplýsingum, sem fengust hjá starfsmönnum Hvals hf. í Hvalfirði, er leyfilegt að veiða 167 langreiðar og 100 sandreiðar á þess- ari vertíð. I fyrra veiddust 194 lang- reiðar, 71 sandreiöur og 87 búrhvalir, en þeir hafa nú verið friðaðir. Þeir hvalir sem nú hafa veiðst haf a fengist djúpt vestur af Faxaflóa og suðvestur af Reykjanesi. Til að byr ja með veiðast nær eingöngu langreiðar en sandreiðamar veiðast síðsumars. Þess má geta að fyrstu þrjá sólar- hringana veiddust 9 hvalir. Um tíu starfsmönnum færra er nú í hvalstöðinni en í fyrra og er fækkun- in tilkomin vegna minni veiðikvóta. Alls em þar nú um níutíu starfs- menn, þar af starfa um fimmtiu á planinu. Að sögn starfsmanna hvalstöðvar- innar í Hvalfiröi em þeir b jartsýnir á vertíðina og hafa ekki orðið varir við að h völum haf i f ækkað hér við land. -JGH Séra Ólaf ur tílnef ndur vígslubiskup Séra Olafur Skúlason dómprófast- ur hefur verið tilnefndur vígslubisk- up Skálholtsbiskupsdæmis hins foma. Vígslubiskup verður vígður biskupsvígslu á Skálholtshátíð 24. júlinæstkomandi. Séra Olafur hlaut 48 tilnefningar, dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor hlaut 19, séra Guðmundur Oli Olafs- son í Skálholti 16, séra Sigurður Sig- urðarson á Selfossi 6, séra Jónas Gíslason dósent 3 og séra Páll Páls- son á Bergþórshvoli 2. Samkvæmt lögum um vigslubisk- upa skal skipa vígslubiskup eftir til- lögum prestastéttarinnar í viðkom- andi vigslubiskupsdæmi. -KMU. c> Séra Ólafur Skúlason dómprófastur. Margrét Ólaf sdóttir frá Kálfhóli ekur Hafliða Sveinssyni frá Ósabakka í hjólböram. DV-myndir Eirikur Jónsson. Óbeisluð orka æskunnar losnar úr læðingi. Sautjándinn á sKciáunuw I tilefni af 17. júní voru hátíð- arhöld um allt land til sjávar og tU sveita. I Skeiðahreppi í Arnes- sýslu mættu hreppsbúar í Braut- arholti ta að halda daginn hátíð- legan. Þar var margt ta skemmtunar. Jóna Guðmunds- dóttir var fjallkonan og las ljóð. I fylgd hennar voru tvær litlar stelpur með fána, þær Svala Bjamadóttir og Ellen Ýr Aðal- steinsdóttir. Sigriður Káradóttir las ljóð og að því loknu voru stutt skemmtiatriði sem fóru fram í sundlauginni. Nokkrir bændur í sveitinni voru teknir í kennslu- stund í sundi. Byggingarne&id sveitarinnar var ekið í hljólbör- um og ungUngar fóru í boðhlaup. Að lokum fór fram reiptog milli unglinga og síðar milli fflefldra karlmanna. -E.J. Skafta Bjarnasyni, formanni ungmennafélagsins á Skeiðum, þótti vissara að vera við öliu búinn ef einhver slæddist í laugina og gæti ekki bjargað sér upp úr. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.