Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNl 1983. 11 PRESTASTEFNA HEFST í DAG Afsláttur afflugi Flugleiðir ætla að bjóða sérstak- an afslátt af fargjöldum fyrir fólk utan af landsbyggðinni sem vill koma til Reykjavíkur í lok mánað- arins á Sönghátíð ’83. Sönghátíðin hefst mánudaginn 27. júní með tónleikum Gérard Souzay og Dalton Baldwin. Þriðju- daginn 28. júní eru tónleikar Glenda Maurice og Dalton Baldwin og fimmtudaginn 30. júni, Elly Am- eling og Dalton Baldwin. Allir tón- leikarnir veröa haldnir í Austiur- bæjarbíói og hef jast klukkan 21.00. -JBH. Prestastefnan 1983 hefst í dag í Reykjavík. I ár er minnst 500 ára af- mælis Marteins Lúters um allan heim og tekur prestastefnan að sjálfsögðu miðafþví. Framsögumenn verða þrír um aðal- efni stefnunnar: Hinn lúterski arfur kirkju samtímans. Sr. Jónas Gíslason dósent fjallar um siðbótarmanninn Martein Lúter, séra Þorbjöm Hlynur Arnason ræðir um guðfræði Marteins Lútere, sér í lagi hugmyndina um hinn almenna prestdóm en séra Þorberg- ur Kristjánsson mun taka fyrir stöðu kirkj unnar í íslensku þ jóðlífi. Synodan mun fjalla um efnið í um- ræðuhópum og í almennum umræðum auk annarra mála. Fundarstaður Prestastefnunnar í ár er Háskóli Is- lands. Kynning á Lútersári Séretök nefnd, Lútersnefndin, hefur umsjón með því kynningaretarfi sem framferá Lútersárinuhérlendis.Mun nefndin hafa kynningu í samkomusal Norræna hússins á myndaefni síðdegis á miðvikudag kl. 16.30 og ýmsum bátt- um í dagskrá kirkjunnar á afmælis- árinu. Megináherslan i kynningar- starfinu verður á haustmánuöum og er fyrirliggjandi ýmiskonar fræðsluefni til nota í söfnuðum og öðrum félögum. Synodus erindi í útvarpi Að venju verða tvö erindi flutt i út- varpi á vegum Prestastefnunnar. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir fjallar um Lútereka heimssambandið en hún er þar í stjóm. Erindið hefst kl. 16.20 laugardaginn 25. júní. Daginn eftir, sunnudag 26. júní kl. 16.20, flytur séra Guðmundur Oli Olafsson erindi sem hann nefnir: Góðverkið mikla. NORSK EÐA NORRÆN RÁS Á NÆSTA ÁRI — sem myndi nást hér á landi, til umræðu á fundi norrænu ráðherranef ndarinnar í morgun Eiga Islendingar kost á norskri eða norrænni sjónvarpsrás þegar á næsta ári? Því svarar ráðherrafund- ur Noröurlanda sem hófst í morgun klukkanníuhéríReykjavík. , „Norðmenn eiga pantaða rás í ECS f jarekiptahnettinum sem skotið verður upp á næsta ári,” sagöi Halvdan Skard, foretjóri Norrænu menningarmálanefndarinnar, en hann er hér staddur vegna fundar ráðherranefndarinnar. „Norðurlöndunum hefur verið boðið að taka þátt í samstarfi um þessa rás og hefur menningarmálanefndin komið með tillögur að slíku sam- starfi sem ræddar verða á fundinum ídag.” ,,Eg tel þetta vera skref á lengri braut í þróun norrænna samskipta í sjónvarpsmálum,” sagöi Halvdan Skard. Nú þegar er komin reynsla á sendingar frá tilraunahnettinum OXS, en tekið hefur verið við sendingum frá honum inn á kapal- kerfi i Noregi og Finnlandi. Ein norræn rás í ECS er ódýr lausn miðað við alnorrænan fjarskipta- hnött, NORDSAT, sem lengi hefur verið til umræðu í Norðurlandaráði. Það myndi kosta um 490 milljónir ís- lenskra króna miöað við þriggja ára tímabil að starfrækja þessa einu rás en þar við bætist kostnaöur vegna efnisins. Menningarmálanefndin lagði fyrir fundinn í morgun hugmynd að því hvemig dagskrá slíkrar norrænnar rásar gæti litið út, en tekin var ein vika í maí og valið úr sjónvarpsdag- skrám allra Norðurlandanna efrii sem vænlegt þótti til sendingar. Tímamunurinn innan Norðurland- anna gerir erfitt fyrir því þegar henta myndi að senda barnaefni til Islands þá er komiö langt fram á kvöld í Finnlandi. Fleiri rásir 1986? Norrænum tilraunafjarekipta- hnetti, Tele-X, verður væntanlega skotið á loft 1986. Samvinna hefur verið um þennan hnött af hálf u Norð- manna og Svía og nú í síðustu viku tilkynntu Finnar aö þeir yröu einnig með. I Tele-X verður rúm fyrir tvær sjónvarpsrásir og veröur hægt að taka beint á móti sendingunum á hverju heimili ef vill. Ekki er enn ljóst hvort eða hvemig verður hægt að ná sendingum frá þessum hnetti hér á landi. Að sögn Halvdan Skard þarf að kanna á hvern hátt Tele-X kemur inn í frekara samstarf Norðurlandanna í sjónvarpsmálum. Fleiri ásir 1989? A næsta vori þarf því aö taka ákvarðanir um frekara áframhald samstarfs Norðurlandanna um sjón- varpssendingar þannig að hægt verði að hefja reglulegar sendingar 1989. Þá er gert ráð fyrir þremur rásum sem þjóna myndu austurhluta Norðurlanda og einni sem ná myndi til Islands og Færeyja. Stefnu- mörkun í þessu mun verða til um- ræðu á f undinum í dag. Hugmynd Norðmanna með því að panta rás i ECS var að koma dag- skrá norska sjónvarpsins til olíubor- pallanna í Noröursjó og jafnframt til Svalbarða. Sú sending myndi án efa nást á Islandi. Ef norræn rás á ekki upp á pallborðið hjá ráðherranefnd- inni í dag þá gæti svo farið að rás tvö í íslenskum sjónvarpstækjum á næsta ári yrði norek. Danir hafa að nokkru staðiö utan við umræðuna um móttöku gervi- hnattasjónvarps. Vilji var fyrir slikri móttöku en lögin sögðu nei. En nú er verið að vinna að því að lögun- um verði breytt. „Þetta samstarf innan Norður- landanna er framkvæmanlegt með þeim tæknibúnaði sem fyrir hendi er í dag,” sagði Halvdan Skard. I umræðunni um Nordsat kom fram að smíða þyrfti sérstakan búnaö sem gerði þá áætlun dýrari. Gert er ráð fyrir að skjóta gervihnöttunum upp meö evrópskri eldflaug, Ariane. -JR Halvdan Skard mannahöfn. — forstjóri Norrænu menningarmálaskrifstofunnar i Kaup- DV-mynd Einar Ölason. íslendingar eiga verk á norrænni myndlistarsýningu — opnuð íHelsinki, fer síðan um Norðurlönd Þrír íslenskir listamenn eiga verk á listsýningunni Borealis — norrænar myndir 83 sem opnuö hefur verið í Konsthallen í Helsinki. Það er Nor- ræna listamiöstöðin í Svíavígi (Svea- borg) sem gengst fyrir sýningunni. Þar sýna alls sextán listamenn, þrír frá hverju Norðurlandanna og einn frá Færeyjum, Ingólfur af Reyni. Islend- ingarnir eru Ásgerður Búadóttir, Gunnar öm og Magnús Tómasson. Þetta er fyrsta stóra farandsýningin á norrænni nútimalist síðan 1976—77, að sýningin „Augliti til auglitis” fór um Norðurlönd. Þar voru mörg íslensk verk. Borealis — norrænar myndir 83 verður í Helsinki fram í júlí, en fer þaðan til Danmerkur, Noregs og Færeyja. Hún verður sett upp á Kjarvalsstöðum næsta sumar og lýkur í Svíþjóð haustiö 1984. Sænski myndlistarmaðurinn Tage Martin Hörling valdi veikin í samráði við þjóðardeildir norræna myndlistar- bandalagsins. Ásgerður Búadóttir, Magnús Tómasson og Gunnar öm farandsýningu. — eiga verk á norrænni' fyrir isbúðir TOLEDO PANTANASir/ll 78924 REYKJAVlK 9tS6915/4tBSI AKUREYRI 96-23515/21715 BORGARNES: 93- 7613 BLÖNDUÓS: 95-4136 SAUÐÁRKRÖKUR: 95- 5223 SIGLUFJÖRÐUR: 96-71489 HÚSAVlK: 96-41260/41851 VOPNAFJÖRÐUR: 97- 3145/3121 EGILSSTAÐIR: 97- 1550 HÖFN HORNAFIRÐI: 97- 8303/ 8503 jinterRenti . 9I-869IV1I6IS_ ■ Wufíyfi Tiyggv«n>«ut 14 96-USIS/JI ?1S HÁBERG HF. AUGLÝSIR fyrir bílinn: STARTARA, ALTERNATORA, nýja og verksmiðju- uppgerða, ásamt varahlutum. SPENNUSTILLA (Cut-out), landsins besta úrval. MIÐSTÖÐVAMÓTORA RAFMAGNS BENSÍNDÆLUR STEFNULJÓSABLIKKARA RELAY, 12V og 24V KVEIKJUHLUTI KERTAÞRÆÐI HÁSPENNUKEFLI KERTI, BOSCH-SUPER SÍUR, allar gerðir LJÓSAPERUR, SAMLOKUR ÞURRKUMÓTORA HÖGGDEYFA SPÍSSADÍSUR GLÓÐARKERTI SKIPTIROFA, 12V/24V BÚKKAMÓTORA, DÆLUR LUMENITION MARK-II HLEÐSLUTÆKI TÍMABYSSUR AFGASMÆLA HÁBERG HF. Skeifunni 5, sími 91-84788.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.