Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNI1983.
7
Neytendur Neytendur_____ Neytendur__________ Neytendur
m m Hitinn lokaður úti:
ORÞUNN FIIMA VERND-
AR GEGN SOLA RUOSINU
Húsiö sem ritstjóm DV er í snýr
endum í vestur og austur. Meðfram
allri suöurhliðinni, sem er drjúglöng,
eru stórir gluggar. Blaöamenn sem í
herbergjum undir þessum gluggum
vinna fengu óspart aö finna fyrir því
á sumrin hversu heitt íslenskt
sólarljós getur verið. Langa
sumardaga var ekki verandi í suöur-
herbergjunum fyrir hita. Oli Tynes,
sem eitt sinn vann á Vísi, haföi þann
háttinn á að hafa meö sér fleginn
sumarbol sem hann brá sér í á heit-
ustu dögunum. En þaö var ekki nóg.
Svitinn lak hreinlega af mönnum.
Þegar ég hafði skrifað nokkrar
línur um hita á vinnustöðum vegna
fyrirspurnar frá konu einni fréttum
viö ritstjómarmenn hins vegar af
ráði sem okkur hefur dugaö vel til
þess að lækka hitann. Þetta ráö er
örþunn filma úr pólyesterefni. Hún
er lituö í mismunandi litum eftir því
hvaö hver vill fá hana dökka. Filman
er gagnsæ þeim megin viö gluggann
sem dimmara er. Hinum megin er
hins vegar eins aö horfa á hana og
spegil. Þetta er allur galdurinn.
Spegillinn endurvarpar miklum
hluta sólarijóssins og þar með hitan-
umsemþvífylgir.
Filman heitir Scotchtint og er flutt
hingað til lands af fyrirtækinu G.
Þorsteinssyni og Johnson. Þeir
settu filmu á alla suðurglugga rit-
stjómarinnar meö þeim árangri að
nú er oröiö vel líft þar, jafnvel á heit-
ustu dögum. Reyndar bíðum viö
spennt aö sjá hvernig verður í sumar
ef verulegt sólskin verður.
Talsvert flókiö er að setja filmuna
á og ekki á færi nema atvinnumanna.
Á sumrín hindrar filman að sóiaríjósið komist inn. Á veturna að hitinn
komist út.
Starfsmenn G. Þorsteinssonar og Johnson setja filmu á glugga.
D V-m ynd Einar Olason.
Þvo þarf gluggarúðuna vel fyrst og
hreinsa af henni öll óhreinindi meö
sköfu. Filman er síðan bleytt og sett
á. Þaö er vandaverk því hvergi mega
koma loftbólur á milli. Eftir aö
filman er komin á má hins vegar
fara meö hana eins og hverja aöra
gluggarúðu. Mánuði eftir má þvo
gluggann aö innan meö sápulegi ef
þess er gætt aö nota ekki til þess
áhöld sem rispa. Fimm ára ábyrgð
er á filmunni. Uppsettur fermetri af
henni kostar núna 770—900 krónur
eftir aðstæðum. Þaö munu nær
eingöngu vera fyrirtæki sem panta
hana.
DS.
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
Sportval
ILAUGAVEG1116, VIÐ HLEMMTORG
SÍMAR 14390 £* 26690
Reiðstígvél
3 gerðir
verð frá
kr. 678,-
i« « » »i
VINNUVÉLAEIGENDUR
Tökum að okkur slit- og viðgerðarsuður á tækj-
um ykkar þar sem þau eru staðsett hverju sinni.
FRAMKVÆMDAMENN - VERKTAKAR
Færanleg "verkstæðisaðstaða okkar gerir okkur
kleift að framkvæma alls kyns járniðnaðar-
verkefni nánast hvar sem er.
^ Simi: 78600 á daginn
\TAl **fTPK/\ og 40880 á kvöldin.
SIJIUMM; VIIMili U»AÞ4t[)NIJSTAN
k « » »i
LOKADá LAUGARDÖGUM í SIIMAR
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Kaupmannasamtök íslands vilja hér meö
minna neytendur á að samkvæmt kjarasamningi veröa verzlanir lokaöar á laugar-
dögum yfir sumarmánuöina frá 20. júní til ágústloka.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Kaupmannasamtök islands