Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Blaðsíða 16
16 DV. ÞREÐJUDAGUR21. JUNl 1983. Spurningin Fyndist þér að ætti að byggja nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli? Guörún Jónasdóttir, starfar hjá Félagsmálastofnun: Eg vil nú helst ekki tjá mig um það. Stefán Betúelsson verkamaður: Ein- hvem tíma þarf að gera það, hvort þaö verður strax veit ég ekki. Ingunn Ölafsdóttir afgreiðslumaður: Já, það fyndist mér. Hún er orðin of lítilsú semernúna. Þorvarður Araason háskólaneml: Eg er algerlega á móti því. Það er engin ástæða til að auka umsvif hersins. Rannveig Wormsdóttlr húsmóðir: Já, það finnst mér. Þetta verður flugvöllur áfram og þess vegna þarf að byggja nýja flugstöð. Karólína Snorradóttir húsmóðir: Eg hef ekki myndað mér neina skoðun um það mál. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Réttarhöldin eins ogSigurður Halldórsson Björa Loftsson skrifar: I Dagblaðinu-Vísi hafa birst fyrir skömmu tvær greinar um hin illræmdu Fjallamál. Fyrst birtist gömul grein eftir Sigurð Halldórsson frá Skarðs- hlið. Siðan kom önnur eftir Sigurð Líndal þar sem hann gagnrýnir mjög fyrri greinina, sérstaklega það sem blaðamaðurínn skrifarmeö greininni. Þetta eru mjög réttmætar athuga- semdir. Þá telur hann ýmislegt mis- hermi i frásögn Sigurðar Halldórs- sonar og er það sjálfsagt rétt hjá honum líka. En mér finnst ekki rétt þar sem hann segir. „Hitt ber þó öðru fremur aö hafa í huga að þjófnaöaröld var í sveitinni, margir við slíkan verknað riðnir og visast viljað geyma þau mál í þagnar- gildi. Þetta er nærtækust skýring á viðbrögðum Sigurðar Halidórssonar ogannarra bænda.” Lftill þjófnaður Þegar haft er í huga hvað lítill þjófnaður kom fram í öllum þessum víðtæku réttarhöldum þá held ég varla sé hægt að segja að þjófnaöaröld hafi verið í sveitinni. Og þó þeir seku hafi viljað geyma þau mál í þagnargildi þá finnst mér það engin skýring á við- brögðum Sigurðar Halldórssonar og annarra bænda. Þar sem þessi þjófnaður átti sér aöal- lega stað á f jörunum er það líklegast að Sigurður Halldórsson og aðrir sem bjuggu fjær sjó hafi ekkert um þær gripdeildir vitað. Enda kemur þaö skýrt fram að hann telur þá sem fyrir sökum voru haföir flesta vera saklausa og þaö heföi hann varla gert hefði hann vitað að þeir væru þ jófar. Sjálfsagt hefur Sigurði Halldórssyni verið ljóst að hann mátti ekki fara með hina sakfelldu til Vestmannaeyja en hann hefur metið það meira að þeir gætu náð sér í einhverja björg. Svo hefur honum sjálfsagt ekki þótt sökin svo stór, þar sem hann kom með þá aftur eftir fáa daga. Sigurður Líndal segir aö sýslumanni hafi borist kærur um þjófnað. Fróðlegt væri að vita hverjir báru fram kærur og hvaðan þær komu. Undarlegt er að þar sem kærur liggja fyrir sé réttar- hald byrjað útaf orðrómi um þjófnaöi á tveimur gömlum brekánum sem tekin voru í öðru héraði. Fleiri skrifað en Sigurður En það hafa fleiri skrifað um Fjalla- málin en Siguröur Halldórsson einn. Sigurður frá Syöstu-Mörk minnist á þau í endurminningum sínum og senni- lega er þar að finna rétta skýringu á upphafi F jallamálanna. Gunnar Olafsson, kaup- og útgerðar- maður í Vestmannaeyjum, minnist líka á þau í sínum endurminningum. Hann segir ,,... eftir að hin illræmdu sakamál hófust gegn Austur-Eyja- fjallamönnum, er gamalt fólk þar í sveit minnist enn meö viðbjóöi. ” Gunnar talar einnig um séra Jes Á. segir Gislason sem var sóknarprestur undir Austur-Eyjafjöllum. ,JVlan ég vel að honum ofbauö hvemig sum sóknar- böm hans voru útleikin í þessum aö- gangi á umræddutímabili.” Anna Jónsdóttir frá Moldnúpi skrifar meðal annars i bókinni um fööur sinn: ,Jíú verður að víkja sögunni til illra og stórra tíöinda, sem gerðust í Austur-Eyjafjallahreppi um og eftir 1890. Var flestum tamt sem í þann styr komust, að kenna Þorvaldi Björnssyni á Þorvaldseyri um allan þann ljóta og ómerkilega mála- rekstur; þótt vandi sé að finna nokkra skynsamlega undirrót að því flestu, mætti helst skoöast sem sjúklegt of- sóknaræði. Eg verð að gera lauslega grein fyrir þessu eftir því sem ég hef heyrt af þeim, sem sjálfir fengu að reyna. Líka mun ég að sjálfsögðu styðjast mest viö dómabækur Rangár- þings. Þar er þó víst ekki farið lengra en mögulegt er í því aö sýna óréttlæti og yfirgang þeirra sem með valdið fóru. Páll ginningarf ífl ómenntaðs yfirgangsseggs ...Af ofangreindu sést að hann (þ.e. Páll Briem) hefur verið búinn að starfa í landsyfirdómi full 3 ár, svo það mætti sýnast að hann heföi haft þá reynslu að hann þyrfti ekki að láta ómenntaðan yfirgangssegg hafa sig að ginningarfífli. En það var Þorvaldur á Eyri í raun og sannleika, sú virðist þó Sigurður Halldórsson frá Skarðshlíð. hafaorðiðrauniná. ...Það sýnist varla þurfa aö taka það fram, að föður mínum hafi liðið sæmi- lega í varðhaldinu hjá höfðingjanum Þorvaldi á Eyri, frænda sínum. Gunn- vör amma og Þorvaldur voru þremenningar. En sannleikurinn er sá að hann fékk þar á ýmsu aö kenna. Þann 15. maí var honum stungið inn í hesthús, eins og hundi, með sterkum slagbröndum fyrir, meðan hann beið yfirheyrslu. Amma og börnin sultu Hefur þessi aöbúnaður eflaust átt að skjóta honum skelk í bringu, sem þó ekki varð, eins og sjá má af vitnisburði hans við réttarhöldin. Líka var hann látinn vinna eins og þræll. Meira að segja varð hann að róa, en það var Þorvaldur sem tók hlutinn hans og át, meðan amma beit sveltandi með börn- in heima. Allt sitt líf gat amma ekki tára bundist þegar hún minntist þess að Þorvaldur hefði étið hlutinn hennar meöan hún svalt með börnin. ” Ef haft er í huga það sem skrifað hefur verið um Fjallamálin, sögusagnir sem um þau gengu og vísur sem um þessa atburði voru gerðar ber ailt að sama brunni, að réttarhöldin hafi mjög verið í anda þess sem Sigurður Halldórsson í Skarðshh'ö segir frá í grein sinni. Kaupum ekki egg af einokunarsölu Olga Benediktsdóttir skrifar: Við erum hér nokkrar konur, ”bara húsmæður”, sem erum satt að segja alveg hissa. Við trúum því ekki fyrr en við megum til að það eigi að fara að stofna „eggjaeinokunarsölu”. Sé það satt kaupum við ekki hjá því fyrirtæki. Það er augsýnilega verið að mynda embætti fyrir einhvern stórlax. Ekki minnimáttar öryrkja eða manneskju illa á vegi stadda fjárhagslega. Þetta er einhver sem kann aö ota sínum tota. Undan svoleiðis rifjum virðist þetta runniðupphaflega. Þeir eggjaframleiðendur sem ekki þora aö hafa nafii og heimilisfang á kassanum eru ekki of öruggir um sitt. Ég lenti í því að senda ungling í búð eftir eggjum. Hannkom með ómerktan gulbrúnan kassa með 10 eggjum. Þar af var eitt egg fúlt og hvíturnar gular í tveimur öörum. Hinn kassinn var grænn. I honum voru eggin ekki skemmd en skumin var hrufótt og næfurþunn. I framhaldi af þessari reynslu ákváðum við vinkonumar að kaupa framvegis aðeins egg frá Holtabúinu Asmundarstöðum en þar eru eggin stór, falleg og góð. Við ætlum að sækja eggin sjálfar þó um langan veg sé aö fara. Munum við skiptast á að sækja góö egg um langan veg. Lélegt kaup i unglingavinnu Olga Benediktsdóttir hefur mjög ákveðnar hugmyndir um hvar eggin sáu best. ,,Kaupið er hryllilega ióiegt i unglingavinnunni, "segir bréfritari. Aslaug Amardóttir hringdi: Margur kvartar á þessum síöustu og verstutímumyfirlágukaupi. Enhvað skyldu almennir launþegar segja ef kaup þeirra hefði lækkað en ekki hækkað um 8% 1. j úní síðasthðinn? Ofanrituð starfar í sumar I unglinga- vinnunni. Þegar ég og samstarfsmenn mínir vorum ráðnir var okkur sagt á Ráðnineaskrifstofu Revkiavíkur að kaupið væri 39 krónur á tímann. Eg hóf störf 2. júní og skammusíðar fréttum við að kaupiö væri bara 35,40 á timann! Sumir hættu hreinlega á staðnum þegar fréttist hvað þetta væri lágt, enda er þetta vægast sagt hryliilega lé- legt. Flestir þeirra sem starfa í ungl- ingavinnunni eru í 8. bekk. Sumar- kaupiö mun vart duga fyrir bókum í 9. bekkaöhausti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.