Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNI1983.
13
'/m
*y»»Wlfto,
fflf
Seyðisfjörður vill fá ferðamenn með færeysku ferjunum, en væri ekki rétt að reyna að halda /þá ieina nótt eða tvær?
Kostur ferðamanna á
Nordaustur- og Austurlandi
IVorðaustur/and
Viö erum komin í Norðausturland
og margir munu ætla aö við séum
þar meö komin út úr ferðamanna-
svæðunum, en það er mikill misskiln-
ingur. Axarfjörður er gróðursæl og
falleg sveit og á norðurmörkum
hennar er öxarnúpur með einu
Grettisbælinu enn, sem merkja ber
og hafa í heiðri. Melrakkaslétta get-
ur orðiö mikilvægt ferðamanna-
svæði, þar eru mörg vötn og ár með
veiði, gisting er fáanleg á Raufar-
höfn og veröur trúlega betri meö
aukinni eftirspum, og þar erum við
norður við heimskautsbaug, þar sem
sumamætur eru bjartari en annars
staðar á landinu. Sögur um hungruð
bjarndýr, sem gengiö hafa þar á
land, ættu líka að vera í heiðri hafð-
ar. Bjamdýr át nýlega Austurríkis-
mann á Svalbarða, sem fréttir
herma, en enginn var étinn af bjarn-
dýri á Melrakkasléttu.
Þistilfjörður þar fyrir sunnan hef-
ur ekki ýkjamörg atriði til að draga
að ferðamenn nema veiði í ám og
vötnum, en það er líka þó nokkuð. En
röðin kemur að Þórshöfn og Langa-
nesi. Það er mjög fáförult um Langa-
nes, en þar er stórbrotin náttúra þótt
ekki séu þar fjöll að skreyta náttúr-
una og þar em fuglabjörg og eyði-
by ggð á Skálum að skoöa.
Eitthvað svipað verður um Bakka-
fjörð sagt, að þar er ekki stórbrotin
náttúra að skoða, miklu fremur ával-
ir ásar og hæðir, ljúft land á sumrum
en hart á vetrum, og alls staðar er
einhverveiðivon.
Allskyns veiðiáhugi er mikill i
heiminum, og því er það ekki óhugs-
andi að Norðausturlandiö geti sér-
hæft sig í aö þjóna þeim ferðamönn-
um, sem þann áhuga hafa.
Þá kemur Vopnaf jörður og við vit-
um það úr veðurfregnum að oft er
hlýtt og gott á Vopnafirði, jafnvel
heitast á landinu. Þar veiðir líka
Karl Bretaprins gjarna og fær að
vera í friði fyrir fréttamönnum. Eitt
sumar var ég í sveit hjá Methúsalem
á Burstarfelli og það var ljúft og gott
sumar, þótt eigi væri ég aldinn aö
ámm, 10 ára. Síðan þá er Vopna-
fjörður mér ætíð hugstæður og ljúft
land.
Leiðir frá Vopnafirði em annað-
hvort yfir stutta en erfiða Hellisheiði
á Héraö eöa um Möömdalsöræfi,
sem er snöggtum lengri leið.
Hvora leiöina sem við förum lend-
um við á Fljótsdalshéraði eða í
styttra máli Héraði, og þar emm við
komin í mikilvægt ferðamannasvæði
á norðanveröu Austurlandi.
Austurland
Egilsstaðir em miðpunktur þess
svæðis. Þar er komin ferðamannaað-
staða af öllum tegundum og þaðan er
hægt að sækja lengri eða skemmri
leiðir. Fyrst kemur í hugann Ut-Hér-
aöið og Borgarfjörður eystri, sem er
alveg frábært ferðamannaland. Bezt
er aö geta gist í Borgarfirði, en þar
verður svefnpoki eða tjald að nægja
enn sem komið er. Ef Borgfirðingar
vilja laða til sín ferðamenn til að
drýgja tekjur sínar verða þeir einnig
að búa svo í haginn að þeir geti gist
sæmilega. I Borgarfirði er litríkt
land og margt að sýna ferðamönn-
um, en heimamenn veröa örlítið að
auglýsa sjálfa sig og sitt land.
Ekki er langt frá Seyðisfirði til
Egilsstaða, en á Seyðisfirði koma í
land margir ferðamenn og fara
þaðan einnig. Samt fara flestir ferða-
mennimir frá Seyðisfirði eða koma
þangað rétt til að kveðja. Gististaðir
á Seyðisfirði eru því sem næst engir
og því er ekki von, að ferðamenn
dvelji þar nema sem stytzt. Seyðis-
fjörður vill fá ferðamenn með fær-
eysku ferjunum en væri ekki rétt að
reyna að halda í þá í eina nótt eða
tvær? Mundi þetta ekki breyta ein-
hverju fýrir Seyðisfjörð til batnað-
ar?
Fljótsdalshérað hefur Egilsstaði
sem miðpunkt en þó einnig Hall-
ormsstað. Á báðum stööum er gott að
dveljast og fara þaöan skoðunar-
ferðir um nágrennið. Inni í Fljótsdal
er eitt mesta meginlandsloftslag á
Islandi og er veðurblíða þar meiri en
segir í veðurfréttum sem miðast við
Egilsstaði og nágrenni. Þar mættu
gjarna vera sumarbúðir einhverra
samtaka innlendra fremur en að
senda fólk sitt langt suður í lönd til
Spánar eða annað.
Virkjanir eru nú fyrirhugaðar inni
á fjöllum og í því sambandi hafa
komið nýir vegir, svo sem nýr vegur
að Bessastaðavötnum og áfram inn
aö Snæfelli. Snæfell er stórkostlegt
f jall að ganga á og þar í nágrenninu
eru alltaf einhver hreindýr að skoöa í
návígi eða úr fjarlægð. Skammt
noröaustan við Snæfell eru heitar
lindir, sem gera líf til fjalla unaðs-
legra. Stundum þarf svo lítið til að
gera lífið og tilveruna svolítið betri.
Frá Snæfelli eru ökuleiðir suður
undir austurenda Vatnajökuls, eða
inn á víðáttur f jalianna. Siíkar stað-
reyndir gera góða hluti betri. öku-
leiö er einnig niður í Hrafnkelsdal og
þaðan norður á Hólsfjöll eða aftur
inn á fjöll, um Laugarvalladal inn aö
Brúarjökli. Þama viröist enginn
endir á ævintýrunum. Fljótsdalshér-
að er land mikilla möguleika.
Verz/un með steina
Fleiri en ein leið eru til suðurs frá
Egilsstöðum, en við skulum líta fyrst
á leiðina um Fagradal. Fyrst komum
við þar niður í Reyðarf jörð, við botn
þess mikla fjarðar. Við förum ekki
svo suður frá Reyðarfirði að viö
lítum ekki til Eskifjarðar og áfram
til Norðfjarðar. Þama er margt aö
skoöa, og ekki sízt að komast alveg
austur á Gerpi, austasta odda Is-
lands. Fyrir innlenda verður þetta
kannski eitthvert atriði, en trúlega
minna fyrir útlendinga. Á öllu þessu
svæði er sérstakt steinaríki, Helgu-
staðanáman þar sem silfurbergið
var unnið og fleiri staðir. Steinataka
EinarÞ. Guðjohnsen
er að veröa mikið mál þarna austur-
frá, en það er tvennt ólíkt hvort túr-
istar taka stein og stein á leið sinni
eða hvort menn koma með stórvirk
tæki til steinavinnslu og selji síðan i
atvinnuskyni. Verzlun með fagra
steina getur víða orðið tekjulind
austur þar og sjálfsögð þjónusta við
feröamenn. Steinasöfnun og verzlun
meö steina hefur stóraukizt víða um
lönd.
Árið 1976 hóf UlA útgáfu leiðarlýs-
inga með kortum um austf irzku f jöll-
in. Þetta var mjög þarft og gott verk
og urðu þeir þarna á undan ýmsum
öðmm á landinu. Slíkar leiðarlýsing-
ar eru t.d. engar til um fjöllin á
höfuðborgarsvæðinu, þó aö ýmsir
hafi velt því verkefni fýrir sér. Von-
andi hafa þessar leiðarlýsingar
aukið ferðir manna um þessi svæði
og gert þær öruggari. Lýsingar sem
þessar ættu að vera til sem víðast á
landinu. Það er aðeins spurning um
það hvernig kostnaðurinn fáist
greiddur.
önnur aðalleið til suðurs frá Egils-
stöðum er um Skriðdal, sem klofnar
um Breiðdalsheiði,til Breiðdals eða
um öxi til Berufjarðar. Allar leiðir
til eða frá Egilsstööum erumikilvæg-
ar, sumar sem vetur svo og flugsam-
göngur við höfuðborgarsvæðið. Um
tíma var talað um að flytja flugvöll-
inn utar á Héraðið eða út í þokuna.
Vonandi veröur aldrei af því, auðvit-
að á flugvöllurinn að vera þar sem
hann er, það er mikilvægt að hafa
flugvelli nærri byggðinni.
Við vorum eiginlega komin niður á
firði en erum nú komin aftur til
Egilsstaða, sem sýnir hve mikil
miðstöð þar er, og fyrst viö erum
komin þangaö aftur skulum við líta á
enn einn skoðunar- eða ferðamögu-
leika þar. Lögurinn er mikið vatn og
gæti því orðið vettvangur bátsferða.
I slíkum bátsferðum má koma við á
Hallormsstað og sömuleiöis við
Brekku og ganga upp að Hengifossi,
þriöja hæsta fossi landsins. Þama
gæti orðið einn viöbótarþáttur í
ferðamálum Héraösins, þáttur sem
losar fólk um stund við að feröast um
rykugaogauri drifnavegi.
Víða á f jörðum Austurlands er hót-
elgisting fáanleg, sem er mjög mikil-
vægt, eða svefnpokagisting og tjald-
stæði. Þessi gistimál verða að þróast
stig af stigi, en hafa verður í huga að
fyrsta skilyrði til þess að fólk vilji
gista er að gistiaðstaða sé fyrir
hendi. Með öðrmn orðum að aðstað-
an kemur fyrst og þá koma við-
skiptavinimir á eftir ef rétt er egnt
fýrir þá með auglýsingum og kynn-
ingu.
Stórbrotið landslag er í Stöðvar-
firði og Breiðdalsvík, sem er heppi-
legt til að draga að ferðamenn. Sama
má segja um Bemfjörð og Hamars-
fjörð þar fyrir sunnan. Djúpivogur
er vel í sveit settur sem miðstöð
ferðamanna á þessu svæði, og sömu-
leiðis er Eddu-hótelið á Staðarborg í
Breiðdal. Umhverfi Bemfjarðar og
reyndar fleiri svæði þar nálægt eru
þekkt geislasteinasvæði. Skólesítið á
Teigarhorni telja sumir það fegursta
í heimi, en hér skulum við fara var-
lega og fullyrða ekki of mikið. Ég hef
séð miklu stærri skólesítkristalla en
nokkm sinni hafa fundist á Teigar-
homi, og þeir vora ættaðir frá Madr-
as í Indlandi. Við getum haldið okkar
hlutum á lofti án þcss að segja að
okkar sé það bezta í heimi.
Hér má endurtaka það, sem áður
var sagt um steinaríki Austfjarða, aö
verzlun með fagra steina getur drýgt
tekjur heimamanna og á að gera
það. Við eigum sjálfir að safna
saman steinunum og selja þá þeim
sem eiga vilja, en ekki láta menn
safna í stóram stíl til að fara með út
og selja. En eins og áður segir verður
að gera greinarmun á einstakling-
um, sem tína stein og stein á leið
sinni, og hinum stórtæku.
Finna nýja leið
Frá Djúpavogi sem ferðamanna-
miðstöö má sækja lengra suður á
bóginn til Álftaf jarðar til dæmis. Þar
er Geithellnadalur fagurt land og
fjölskrúðugt. Báöum megin árinnar
era vegaslóðar, sem mættu gjama
batna og verða færir lengra inn til
landsins, og þá fer að styttast leiðin
inn í Víðidal. Þessi leið er miklu
meiri framtíðarleið þangað en leiðin
úr Lóni inn yfir Ulakamb og Kollu-
múla. Þegar kemur inn úr Geit-
hellnadal, norðan Hofsjökuls, eru
alltaf miklar líkur á því að rekast á
hreindýr. Þaö gætu því orðið veru-
legir möguleikar á því að fara þessa
leið inn í Víðidal og á hreindýra-
slóðir, og þá frá Djúpavogi sem
miðstöð.
Næsta miðstöð sunnan Djúpavogs
verður eðlilega Höhi i Hornafirði.
Þaðan er hægt að sækja um ótrúlega
stórt svæði og þar er frábær gistiað-
staða. Lítum fyrst á Lónssveit, sem
er frábærlega ljúft land til skoöunar.
Landið inn frá Stafafelli er vel gróiö
enda þegar orðið sumarbústaðaland.
Upp af sveitinni eru stórbrotin f jalla-
svæði, sem á síðustu árum hafa verið
nefnd Lónsöræfi. Núverandi leið
þangað inn yfir Skyndidalsá og upp
Tæputungur á Kjarrdalsheiði er erf-
ið og oft mjög vafasöm. Ekki verður
lengra komist á bílum en á Illakamb
og síðan taka tveir jafnfljótir við, og
það er langt frá því að allir hafi
þessa nauðsynlegu tvo jafnfljótu.
Þess vegna tel ég æskilegt að finna
nýja leið, nýja stórbrotna ferða-
mannaleið fyrir alla, leið sem liggur
inn á þetta litríka og stórbrotna
svæði. Þessi leið á að vera inn frá
Stafafelli og inn með sjálfri Jökulsá
og inn í Nes, þar á endastööin að
vera. Með stórvirkum vélum nútím-
ans er þetta ekki meira en hægt er að
gera, en þó getur þurft að brúa hér
og þar. Þessi aðgerð mundi beina
auknum ferðamannastraumi inn á
þetta stórbrotna svæði og gera öllum
fært að komast þangað. Hvers vegna
eiga aöeins göngumenn að fá að
njóta unaðssemda náttúrannar? Inni
í Nesi gæti komið greiöasala og jafn-
vel svefnpokapláss og síðar hótel
f yrir þá sem lengur vildu dvelja.
Við erum komin á Hornafjörð, en
látum staðar numið að sinni og
tökum aftur upp þráðinn í næstu
grein.
Einar Þ. Guðjohnsen.