Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Blaðsíða 35
GRADVÖL „Þetta er ánægju DV.ÞRIÐJUDAGUR21. JONI1983. Orsvalir vorvindar koma æðandi utan af Atlantshafi og mennirnir f jórir sem eru að spila golf á Hvaleyrarvelli við Hafnarfjörð reima aö sér yfirhafn- imar til þess að halda á sér hita. Klukkustundum saman hafa þeir ark- aö um völiinn og sveiflað kylfum sín- um og þeir eru dáUtið famir að lýjast. Þeir eru komnir á eUeftu braut og sá sem síðastur slær gefur sér góöan tíma til undirbúnings. Hann miðar út bog- ann sem hann ætlar kúlunni að fylgja, leggur kylfuna upp að vanganum á henni, reiðir tU höggs og slær með þróttugri bolvindu. Golfkúlan hvíta þýtur eins og kólfur hátt í loft upp og hverfur mönnunum úr sýn. Þeir arka af stað í humátt eftir henni. Sá sem höggið greiddi svipast um en sér ekkert. Hinir koma honum til aöstoðar en þeir sjá hana ekki heldur. Það er svosem engin furða, því að íslenskir golfveUir eru ekki jéifn íðil- sléttir og veUir erlendis, en fyrr má nú rota en dauðrota. Einn þeirra bregður á það ráð að hoppa upp í loftiö til þess að öölast meiri yfirsýn og hinir fara að dæmi hans. Þannig hoppa þeir um stund eins og úlpuklæddar kengúrur í sunnanvindinum en aUt kemur fyrir ekki. Þá setur allt í einu óljósan grun að einum þeirra. Hann læðist að hvíta flagginu sem blaktir ótt og títt og svo fórnar hann höndum og æpir á hina aUt hvað af tekur. Þeir taka á rás tU hans og mikil er gleðin á HvaleyrarvelU klukkan 10 mínútur yfir þrjú 31. mars 1974, þegar kúlan hvíta er dregin upp úr felustað sínum — hún fór holu í höggi, eins og kaUaö er, og nú á hún í vændum náöuga daga, því að slíkri kúlu er vaUnn heiöursstaður á heimil- inu og þarf ekki að endasendast um græna golfvelU framar. Gæfudísin þekkir sína Kjartan L. Pálsson heitir hann, kylf- ingurinn lánsami, og honum hefur rétt í þessu tekist það sem alla samherja hans dreymir rnn að gera einn góöan veðurdag, og veröur þó ekki öllum að ósk sinni. Félagamir taka græskulaus- an þátt í gleöi hans og minnast nú hýrir á svip þeirrar alþjóðlegu reglu varð- andi svona merkisviðburð, sem að vísu er hvergi skráð en þó alls staðar í fullu gildi, að sá lánsami veröur að gera Uð- inu góða veislu og spara hvergi drykkjarföngin. ,JÉg verð líklega að spUa við ein- tóma bindindismenn eftirleiðis,” hugsar Kjartan þegar hann raknar við daginn efth- og sér að stórum hefur grynnkað í seðla veskinu. Tuttugu dögum síðar brosir gæfu- dísin við honum í annað sinn á sama veUi, því þannig er hennar eðli háttaö aö sumum hlotnast það í tvigang sem aðrú- fá aldrei að njóta þrátt fyrir ástund og eldheitar bænir. „Hola í höggi” er kannski engin sönnun fyrir nemni afburða leikni í golfi, því að margir sögufrægU- snUl- rngar græna vaharins hafa aldrei lifaö þá Uidælu óskastund að sjá þá hvítu skoppa í jörð niður eftir fyrsta högg, en viöburður sem þessi er samt sem áður vísbending um, aö gæfudísinni hefur fundist það ómaksins vert að brosa við þessum lánsama kylfmgi, þótt engum hfana hafi auðnast að vinna hylli hennar. K jartan hefur nú farið fUnm sinnum holu í höggi og hefur enginn íslenskur kylfingur leikið það eftir honum. Hann hefur þó æma ástæöu til þess að vera var um sig í efsta sætinu, því að þrír koma fast á hæla honum með fjögur skipti hver. Einn Islendingur, Olafur Skúlason á Laxalóni, mun hafa leikiö þetta frægöarbragö tvisvar sinnum í sama hringnum og eru litlar líkur til að þaö verði endurtekið alveg í bráðrna. Æfrngin skapar meistarann, en til þess að ná holu í höggi dugar snilldin skammt — þar ræður heppnin úrslit- um. Fimmta skipti sem Kjartan sló nú vil ég ekki fara hérna megin í hann. Eg slæ heldur aðeins héma megUi við holuna. .. en svo missti ég kylfuna út, aðeins kylfuna út, og kúlan sveif i áttina að bönkernum, lenti á brúninni og rúllaði niður af honum. Ég stjarfur — kúlan ofan í — strákur stökk upp á mig — ég sé allt í móðu — allt á hundraði. ” — Hefurðu fengiö tilsögn kunn- áttumanna í golfi? „Eg hef mest fengið tilsögn hjá vinum og svo honum Frans sem lærði hjáNolan.” — Spilarðu eitthvað við pabba þinn? — Nú orðið, já. Við emm orðnir nokkuö svipaðir. Annars vinn ég sennilega oftar nú orðið.” — Hvemig tekur sá gamli því að lúta fyrir stráknum? „Hann tekur því frekar betur en ver,” sagði Björgvin Elvar Björg- vUisson og arkaði út á teiginn með kylfuna í hendi og kúluna í vasa. holu i höggi var í hittifyrra og aðdrag- andinn ætti að taka af öll tvUnæli um þá tUviljun og heppni sem einatt þarf til að ríða baggamuninn. Hann var þá fararstjóri fyrir hópi islenskra kylfUiga sem brugöu sér bæjarleið til Irlands og spreyttu sig á iðgrænum golfvöllum nokkra daga. Svo bar til þegar hópurinn var að leik í Almgerði í DýfUnni, að spiUð dróst eitt- hvað á langinn og voru aðrir keppend- ur orðnU- óþreyjufuUU- að komast að á velUnum. Fararstjórinn sló síöastur og hugðist nota númer 9, sem slær hátt og stutt, því að þarna vora stór tré skammt undan. Hann hljóp með kylf- una upp á teiginn og fullseint áttaði hann sig á því að hann hafði lesið tölu- stafinn öfugt og gripiö með sér númer 6 í staðinn. Ekki nennti hann að snúa við og tefja tímann frekar en orðið var en hélt um kylfuna neðanverða og daml- aöi þannig í kúluna. En það skipti engum togum að áhorfendur alUr, bæði Islendingar og heimamenn, ráku þegar upp skað- ræðisöskur, því kúlan sú rataði skemmstu leið heUn í holu sína og fór þar niður. Skemmtilegt atvik en harla kostnaðarsamt, því að þátttakendur vom margir og írska viskuð rann Ijúflega niðurkverkar landans. Fjársjóður í minningunni „Eg er alls ekki mjög nákvæmur spUari á velUnum,” sagði Kjartan L. Pálsson. „Þetta er hrein heppni og annað ekki, en það breytir auðvitaö ekki því að draumur allra golfleikara er að ná holu í höggi og ég held að flest- um finnist þeir eiga eitthvað ógert á golfvelUnum þangaö til sú stund renn- ur upp í lífi þeirra. En það eru margir afburðasnjalUr spilarar sem aldrei hafa öðlast þessa reynslu. 'Þaðerekki svo gott aö lýsa þeirri tUfinnUigu sem Kjartan L. Pálsson er formaður Einherja. Honum var um helgina afhent dýrindis stytta undir kúlurnar fimm sem hann hefur slegið holu í höggi. Mynd Friðþjófur. Sumar íþróttir era þannig vaxnar að menn verða helst að nema þær ungir að áram til þess að ná góðum árangri. Golf er ein af þeUn. Það háði lengi golfinu hér á Islandi að menn voru að taka upp á þessu á f ullorðins- árum, orðnU- stU-ðir og fastmótaðir, en nú er að vaxa fram ný kynslóð ungra og efnUegra manna sem lærir réttusveifluna þegar í bernsku. Björgvin Elvar Björgvmsson heitir einn þessara mannvænlegu golfsveina. Hann er aöeins þrettán ára, fór fyrst að spila á fuUu í fyrra en er nú kominn í fremstu röð í sínum aldursflokki. Föstudaginn 10. júní auðnaöist honum það sem mörgum gamalreyndum kylfingum hlotnast aöeins í fögram draumi. Hann var að leik ásamt nokkram félögum uppi í Grafarholti þegar undrið skeði. „Það var bönker til hliðar — sand- gryfja,” segir Björgvm. „Eghugsaði meö mér: ég er lélegur í bönker og — og f jársjóður í minningunni, segir Kjartan L. Pálsson, sem hefurslegið holu íhöggi oftaren nokkurannar íslendingur grípur mann þegar kúlan fer í holu við fyrsta högg, en ánægjuleg er hún og hreinasti fjársjóöur í mmningunni eins og nærri má geta,” sagði Kjartan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.