Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1983, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNI1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur afgrænmeti hversu mikiö kaupmenn leggja á þetta verö. Meö leyfilegri fullri álagningu er veröiö 62 krónur. I litla grænmetis- kverinu sem Iðunn gaf út um gúrkur er bent á góöa aöferð til aö geyma þær. Vatn er sett í könnu og þeim enda gúrkunnar sem skoriö hefur veriö á stungið ofan í. Kannan er síöan látin standa á eldhúsborðinu. Ég hef reynt þessa aðferð og tekist að geyma gúrku þannig ótrúlega lengi. Kínakálið er tiltölulega nýtt á mark- aði. Þaö var fy»st selt í fyrra og þá að- eins lítiö af því. Nú er hins vegar nóg til. Kilóiö kostar 65 krónur i heildsölu. Þaö þýöir 112 krónur í smásölu. Kína- káliö er nær eingöngu notaö í hrásalat. Þaö er gott meö tómötum og gúrkum og ööru nýmeti. Issalatið er á sama veröi og kína- káliö. Það er víöa erlendis eitt vinsæl- asta efni í hrásalöt. Afar bragögott og ferskt. Rabarbarinn er auðvitað helst notaö- ur í grauta og sultur. Hann er ennþá nokkuö dýr, kostar 16 krónur kílóið í heildsölu eöa um 23 krónur í smásölu. Búast má við því aö verðið eigi eftir aö lækka eitthvaö. Islenska paprikan er svo góö aö hægt er aö snæða hana úr lófa sér, líkt og epli. Auk þess er hún sérlega góö meö öllum mat. Hún er rándýr ennþá, kostar 108 krónur kílóiö í heildsölu, eða tæplega 150 krónur kílóiö í smásölu, sé full álagning notuö. Vonandi á þaö verö eftir aö lækka eitthvaö. DS Sumt afþessu grænmeti er er/ent, annað is/enskt. Það islenska er auðvit- að miklu betra'. Talsvert úrval er orðið á markaðnum af íslensku grænmeti. Auk tómatanna, sem fjallaö var um hér á síðunni í gær, er hægt að fá kínakál, íssalat (iceberg), agúrkur, rabarbara og agúrkur. Gúrkumar hafa hækkaö ögn í veröi síöan síöast var ritað um þær hér á síö- unni. Nú kosta þær í heildsölu 45 krónur, kostuðu áður 35. Misjafnt er Allt að fyllast Síminn kostaöi meira en vonast var til Maður í Kópavogi hringdi: Hann sagöist hafa pantað sér símtæki í marsbyrjun. Þá fékk hann uppgefið í síma veröiö 2500 krónur. Þegar síminn kom um miöjan mánuöinn var honum hins vegar gert aö borga 3104 krónur fýrir hann. Þótti honum þetta ósann- gjamt og kvartaöi en var sagt aö þaö eina sem hægt væri aö gera væri aö láta hann hafa ódýrara og einfaldara tæki, vildi hann ekki fara fram úr fjár- hæöinni 2500 krónum. Þaö var sölu- deild Pósts og síma sem seldi Gísla tækiö. Haft var samband viö þá Þorgeir Jónsson, yfirmann söludeildarinnar, og Hafstein Þorsteinsson, yfirmann bæjarsímans. Þeir sögöu báöir aö þaö verö sem væri í gildi á þeim tíma sem síminn væri tengdur gilti algerlega. Þó að í þessu tilfelli heföu ef til vill verið veittar rangar upplýsingar skipti þaö engu, fyrirtækið væri ekki ábyrgt fyrir þeim. Sama gilti ef verð hefði hækkaö frá því að pantaö væri og þangaö til tenging færi fram. Ekki væri hægt aö selja fólki vömna á því verði sem í gildi væri þegar pöntun væri gerö ef annað væri komið þegar afhending færi fram. Ef menn greiddu hins vegar t.d. helming verösins viö pöntun hækk- aöi aðeins verðiö á þeim hlutanum sem ekki heföi veriö greitt fy rir. Guösteinn V. Guömundsson, starfs- maöur Neytendasamtakanna, var spurður aö því hvort honum þættu þessar reglur eölilegar. Sagöi hann aö í þessu verðbólguþjóðfélagi væri ekki hægt að binda verö á hlutum lengi. Eftir siöustu gengisfellingu og verö- hækkanir í kjölfar hennar heföi rignt kvörtunum yfir samtökin vegna þess aö allir virtust hafa hækkað verö á birgðum. En hver verslun gæti ekki tekið á sig þá hækkun sem yröi á veröi til hennar án þess aö velta henni að ein- hverju eöa öllu leyti yfir á neytendur. Ef hins vegar skriflegir samningar lægju fyrir um fast verö ættu neyt- endur kröfur á því að viö þá væri staöið. Um munnlegar upplýsingar í síma væri þaö eitt að segja aö ef verslunin ætti aö standa viö þaö verö sem gefiö væri upp í síma, þó rangt væri, yrði fljótlega tekið fyrir allar slikar upplýsingar. DS Svínakjöt hækkaði minna í verði en annaðkjöt: Hagstæðast aðkaupa heila skrokka Svínakjöt hækkaði ekki eins mikiö í veröi um mánaðamótin síðustu og annað kjöt. Eru þetta gleðifréttir þar sem það besta sem menn viröast geta vonað er aö eitthvað hækki ekki eins mikið og allt annað. Um verö- lækkun eru menn löngu hættir aö gera sér nokkrar vonir. Tómatar eru liklega þar eina undantekningin. Á meöan annað kjöt hækkaði í veröi um 20—30% hækkaöi verð á svínakjöti um 12%. Töldu svína- bændur þá veröhækkun nægilega að sinni. Þó svinakjötið hafi hækkað minna í veröi en annaö kjöt er þaö ennþá nokkuð dýrt. Verðið er misjafnt eftir verslunum því álagning er frjáls. En til aó gefa mönnum nokkur dæmi um hvað kjötiö kostar fer hér á eftir lítill listi. 8 þunnar sneiðar af reyktu svínslæri, um 80—100 g hver 450 g nýjar piómur, skornar í tvennt og kjarninn f jarlægður 3 dl þurrt hvítvín eða kjötseyði 2 msk. maizenamjöl 2 msk. hunang, glært Meðiæti: agúrkusneiðar sellerilauf eða steinselja Skeriö pöruna af kjötinu og ristið fituna inn aö kjöti. Glóöarsteikið sneiöarnar viö vægan hita í 8—12 mínútur og snúiö oft til þess að komast hjá ofhitun. Á meöan eru plómurnar soðnar við vægan hita í víninu í um þaö bil 10 mínútur eöa þar til þær eru orðnar meyrar. Hræriö maizenamjölið út í örlitlu af köidu vatni og þykkið meö því soðið af plómunum. Hrærið stöö- l/2-l/l skrokkar Kostakaup 140,20 Hagkaup Kjötmiðstoðin Kótelettur 296,50 292,- 245,- Reykt læri 188,80 - 175,- Nýr bógur 154,50 136,50 135,- Eins og sjá má er aðeins ein verslun af þessum þrem sem selur svínakjötið í heilum og hálfum skrokkum. í veröinu er innifalin öll meðferð á kjötinu, svo og reyking á því sem fólk vill fá reykt. Víöar í bænum mun vera hægt aö fá kjötiö í heilum og hálfum skrokkum. Er mikiii sparnaöur að því. Svínakjöt mun einkum vera notaö til hátíðabrigöa hér á landi. Islenskt svínakjöt er mjög gott ef það er af svínum sem ræktuð eru af skynsemi. Því miöur vill hins vegar stundum bregöa viö aö kjötiö er allt of feitt eöa þá of magurt. En hér fylgir aö síöustu uppskrift aö svínasneiöum í plómusósu, sannköiluöum hátíðar- mat. Hún er úr bókinni Aöalréttum sem Iöunn gaf út fyrir siðustu jól. ugt í á meðan. Blandiö síöan hunanginu vandlega saman viö. Berið sósuna fram heita ásamt kjötinu og skreytiö meö agúrku- sneiðum og sellerílaufinu eöa stein- seljunni. Ath. Þessa aðferö má einnig nota viö þunnar sneiöar úr hamborgar- hrygg. Til tiibreytingar: Svínasneiðar meö appelsínu- og rifsberjasósu. Blandið saman í pott 3 dl af appelsínusafa ásamt 4 msk. af rifsberjahlaupi, 2 msk. maizena- mjöli og berki af 1 appelsínu. Látiö suöuna koma upp og hrærið stööugt í þar til sósan hefur þykknaö aöeins. Minnkiö hitann og sjóöiö við vægan hita í um 10 mínútur. Borið fram á sama hátt og hér aö ofan. -DS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.