Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Blaðsíða 1
r
86611 • AUGLYSINGAROG AFGREIt
Prjalst, onaö aagblaö
DAGBLAÐIЗVISIR
153. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — FÖ5TUDAGUR 8. JÚLÍ1983,
Ákvæðisvinna á öllum deildum
Ríkisspítalanna?
BYLTING
— efafverður,segirDavíðÁ. Gunnarsson
forstjóri
„Við höfum verið að athuga og
erum að athuga margt af því sem
minnst er á í bréfi ráðuneytisins. En
ég fagna því, það er eins og vítamín-
sprauta í þessu starfi. Tilmælin um
að athuga ákvæðisvinnukerfi á
sjúkradeildum og stoðdeildum er til
að mynda nokkuð sem er ókannað en
afar áhugavert. Gæti þýtt byltingu í
rekstri sjúkrahúsanna,” sagði Davíð
Á. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítal-
anna.
DV bar undir hann bréf heil-
brigðis- og tryggingaráðuneytisins
til Ríkisspítalanna og Trygginga-
stofnunar um athugun á hagræðingu
og lækkun reksturskostnaðar í
nánast öllum rekstrarliðum. Þessar
stofnanir eru þyngstar á ríkisjöt-
unni.
Davíð sagði að breytingar á
ýmsum rekstrarþáttum yfir í útboð
væru mjög flóknar. Að sumu leyti
væri ekki unnt að finna aðila sem
gætu boðið þjónustu i jafn stórum stil
og um væri að ræða á spítölunum.
Þar yrði að gera ráð fyrir ákveð-
inni uppbyggingu ef útboð ættu að
koma að gagni. Þá væri nær óhugs-
andi að bjóða út rekstur sjúkraeld-
húsa sem framleiða yrðu meira og
minna sérfæöi á staðnum. Hins
vegar gætu samningar við veitinga-
hús leyst mötuneyti af hólmi þar sem
þau væru nærri. Ákvæðisvinna, svo
sem í þvottahúsi og við ræstingu,
væri á hinn bóginn mjög athugandi
og hefði þegar verið könnuð ræki-
lega.
„En hugmyndin um ákvæðisvinnu
eða bónusvinnu lækna og sérhæfös
starfsliðs er það nýja í málinu. Ef
hún reynist raunhæf gæti orðið bylt-
ing í öÚu rekstrarkerfi spítalanna og
þá með verulegan spamað í kjöl-
farinu,” sagði forstjóri Ríkisspítal-
anna.
-HERB.
Þótt Hawai og ísland sóu bœði eyjur eru staðir þess-
ir fjarska ólíkir. Eitt eiga þeir þó sameiginlegt,
seglbrettaiþróttin er stunduð á báðum stöðunum.
Að vísu er ekki sólinni tH að dreifa i Nauthóisvikinni
en þá er bara að klæða sig i þurrbúning. Af
vindinum eigum við hins vegar nóg og sláum við
vafalaust Hawaibua út / þeim efnum.
-sa/DV-mynd: Þó. G.
jm ___
Isal afturkallar uppsagnir
-sjábls.3
.
■
Akureyrarfjölskylda borin út
með valdi?
— sjá bls. 2
Skóli fyrir framkvæmdastjórana
— sjá bls. 5
Vinsælda-
listar
vikunnar
— sjábls.37
Fjörutfu tonn
afsaltfiski
tilGhana
— sjábls.2
Teygði mig í hárið á honum
— segir tíu ára gamall drengur á Akureyri sem bjargadi 4 ára dreng frá drukknun
„Við Börkur vorum að leika okkur á
fleka úti á vatninu þegar tvær stelpur
kölluðu til okkar: Kristinn er í vatninu.
Viö fórum síðan að landi og ég sá þá
I hvar hann var í vatninu. Eg gat teygt
mig í hárið á honum og dró hann
já þannig að landi. Síöan sló ég í bakið á
honum og þá kom örh'tið vatn út úr
honum.”
Þannig sagði tíu ára gamall drengur
á Akureyri, Jóhann Konráð Birgisson,
frá í samtali við DV í morgun. Hann
bjargaði seinni partinn í gærdag f jög-
urra ára dreng, Kristni Þóri Ingi-
björnssyni frá drukknun í skurði
fullum af vatni við húsgrunn við norð-
anverða Fjölnisgötuna á Akureyri.
Skurðurinn er til hliðar við hús-
grunninn. Þar sem hann er dýpstur er
hann 1,70 metrar á dýpt. Mikið hefur
borið á því að krakkar smíði sér fleka
og séu úti á vatninu þar sem skurður-
inn er einnig nokkuð breiður.
Kristinn Þór var á sjúkrahúsinu á
Akureyri í morgun og er talið að
honum verði ekki meint af volkinu.
„Við erum Jóhanni óendanlega
þakklát og getum seint þakkað honum
nóg. Það er ekkert vafamál að hann
sýndi óhemju mikið snarræði og bjarg-
aði lífi Kristins,” sagði María Stefáns-
dóttir, móðir Kristins, i samtali við DV
ímorgun.
>JGH.