Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Page 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 8. JULI1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Kohl kom- inn heim Helmut Kohl kanslari sneri heim til V-Þýskalands í gær aö lokinni heimsókn sinni til Moskvu og geröu flokksbræður hans góðan róm aö frammistöðu hans í viöræðum viö sovéska ráðamenn. Talsmenn stjórnarandstæöinga, sósíaldemókrata, gagnrýndu þó túlkun kanslarans á viðhorfum vesturveldanna og töldu að fram- ganga hans hefði latt Sovétmenn í að koma með nýjar tillögur í vopnatakmörkunarviðræðunum. Myndin hér við hliðina var tekin við komu Kohls kanslara til Moskvu þegar hann og Tikhonov forsætis- ráðherra könnuðu heiðursvörð á flugvelllnum. Leikkona myrt vegna deiluum peninga Leikkonan Vicki Morgan, sem í fyrra fór í mál við fjármálaráðgjafa Reag- ans Bandaríkjaforseta og kraf öist þess að hann greiddi henni lífeyri, fannst látin í íbúö sinni í gær. Sambýlismaður hennar, Marvin Pancoast, kom þá inn á lögreglustöö í Los Angeles og sagðist hafa myrt hana. Lík hennar fannst í svefnherbergi hennar og hafði hún verið barin til dauða með baseball- kylfu, eftir aö hún og sambýlismaður hennar rifust um peninga. I fyrra kærði Morgan Alfred Bloom- ingdale, fjármálaráðgjafa Reagans Bandaríkjaforseta, og krafðist fimm milljón dollara, þar sem hann heföi lof- að að sjá fyrir henni alla ævi. Þá kærði Morgan eiginkonu Bloomingdales einnig fyrir að hafa skemmt viðskipta- samband þeirra. Morgan lýsti sjálfri sér fyrir rétti sem „hjúkrunarkonu sem hjálpaöi Bloomingdale að takast á við sadisma sinn”. Kröfu Morgan var vísaðfrá. Skömmu áður en Morgan var myrt höfðu hún og sambýlismaður hennar rifist út af peningamálum en f járhags- staða hennar var mjög slæm eftir að samband þeirra Bloomingdale rofnaðL Vicki Morgan lyntí ekki of vel við ást- menn sina. i Samkomulag í Madrid eftir þriggja ára þjark Fulltrúar 35 ríkja hafa loks eftir þriggja ára langt karp náð samkomu- lagi um lokayfirlýsingu öryggismáia- ráöstefnunnar í Madrid. Eftir er þó að ákveða, hvenær lokafundur ráðstefn- unnar verði haldinn. Samkomulagsdrögin eiga þó eftir að fara fyrir ríkisstjómir þessara 35 landa til samþykktar eða synjunar, en Spánverjar og fulltrúar hlutlausra ríkja, sem hafa haft milligöngu um málamiðlun á ráðstefnunni, voru vongóðir um að tekist hefði að ryðja síðustu hindruninni úr vegi. Madrid-ráðstefnan er framhaldsum- ræða um Heisinki-sáttmálann og viðleitni vesturveldanna til þess að fylgja eftir kröfum um mannréttindi fóiks austantjalds, eins og verkfalls- réttinn, prentfreisið, frjálst upplýsingastreymi yfir jámtjaldið og ferðafrelsi. Viðræðurnar í Madrid hafa marg- sinnis strandað á þessum þrem árum en spænsk málamiðlunartillaga leysti lokshnútinn. Flugræningjar gafust strax upp í París Iranirnir sex, sem rændu risaþotu frá Iran Air í fyrradag og gáfust upp á Parísarflugvelli í gær, verða kærðir fýrir flugrán að sögn franskra yfir- valda. Flugráninu lauk þegar Iranimir sex, sem sögöust vera andstæðingar stjómar Ayatoilah Khomeini, gáfust upp fyrir lögreglu á Orly-flugveili og létu hina síðustu af 350 gislum sínum lausa. Flugvélinni var rænt í innanlands- flugi á miðvikudag og flogið fyrst til Kuwait áður en stefnan var tekin til Parísar. Nænri helmingur farþega var látinn laus í Kuwait og þeir sem eftir vom hjá flugræningjunum vom látnir lausir eftir að iranski stjórnarand- stöðuieiötoginn Massoud Rajavi samdi um það við flugræning jana. I fýrstu sögðust ræningjamir vera meðlimir Mujahedin-samtakanna en seinna sögðust þeir aöeins vera stuðningsmenn þeirra. Embættismenn i París sögðu að ólík- legt væri aö frönsk yfirvöld sinntu kröfum iranskra yfirvalda um framsal flugræningjanna heldur yrðu þeir dregnir fyrir dóm í Frakklandi. Sam- band Iran og Frakklands er þegar erfitt vegna stjórnarandstöðuhópa frá Iran sem hafa aöstöðu í Frakklandi og vegna stuðnings Mitterrands við Irak í Persaflóastríðinu. Gyðingar gengu berserksgang í Hebron Israelskir landnemar, ólmir af bræöi, réðust í flokkum inn í aöal „baz- ar”-hverfið í bænum Hebron í gær, eftir að þrír arabar höfðu stungið til bana nítján ára gyöingastúdent og foröað sér með vélbyssu hans. Landnemarnir bratu verslana- glugga og veltu um koll söluborðum. Sumir bára eld að húsum. — Slökkvi- liðið kom strax á vettvang og kæfði allar íkveikjutilraunir en herflokkar vora sendir á vettvang til þess að halda aftur af óeiröasegg junum. Hebron er næststærsti bærinn á veoturbakka Jórdanár og hefur þar oft komið til átaka milli landnema gyð- inga og Palestinuaraba. Þessi mynd vdr tekin af sovéska fiöluleikaranum, Viktoríu Mullova, í Finnlandi skömmu áður en hún leitaði hœlis vestantjalds með unnusta sínum og undir- leikara. — Mullova sagði ástœðuna fyrir flóttanum vera einfaldlega þá að frama hennar á tónlistarbrautinni vœru skorður settar austantjalds.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.