Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Side 7
DV. FÖSTUDAGUR 8. JULÍ1983. 7 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd © Umsjón: Guðmundur Pétursson Ólafur B. Guðnason VERK- ■ ■ A FOLLI BRASILÍU Tugir þúsunda málmiðnaðarmanna lögðu niður vinnu í Sao Bemardo, út- hverfi Sao Paulo, í gær til þess að mótmæla efnahagsstefnu brasilisku stjórnarinnar. Lömuðust meðal annars verksmiðjur bílaframleiðend- anna, Ford, Mercedes Bens, Volks- Wagen og Saab-Scania. Um 70 þúsund úr samtökum málm- iðnaðarmanna lögöu niður vinnu og með þeim fjöldi verksmiðjufólks úr öðrum iðngreinum. I siöasta mánuði hóf stjórnin nýjar sparnaðarráðstafanir til þess að draga úr opinberum útgjöldum og almennri neyslu. I gær kom til landsins sendi- nefnd frá alþjóða gjaldeyrissjóðnum til samninga um ný lán vegna erlendra skulda BrasiUu sem nema orðið um 90 milljöröum dollara. Dauðarefsingin á dagskrá breska þings- ins í næstu viku Gengið verður til atkvæða í næstu viku í breska þinginu um hvort dauða- refsingin verði innleidd að nýju í Bret- landi. Thatcher forsætisráðherra sagði þingmönnum að stjómin mundi leggja fram á þessu þingi stjórnarfrumvarp tU breytinga á hegningarlögunum ef þingmenn samþykktu að gálginn yrði tekinn í notkrni á nýjan leik. — Ef þannig verður staðiö að málum kann dauöarefsingin að verða komin í lög á næsta ári. Andstæðingar dauðarefsingarínnar spá því samt að með naumum meiri- hluta verði tillagan felld. — Dauðarefs- ing hefur ekki verið í gUdi í Bretlandi síðan 1965 nema þá fyrir vissa glæpi á ófriðartímum. Þingið hefur á síðustu fjórum árum tvívegis fellt tUraunir til þess að inn- leiða dauðarefsinguna aftur en þing- menn úr Ihaldsflokknum ýttu málinu enn á flot að nýju eftir stórsigur flokks- ins í kosningunum í júni. A miðvikudaginn verður gengiö til atkvæða um nokkrar ályktunartUlögur bomar upp af fylgismönnum dauða- refsingar. Aðalályktunin felur í sér að morð og hryðjuverk varði dauðarefs- ingu. Dómarar, lögmenn, læknar og jafn- vel einn fyrrverandi böðull hafa lagt orð í belg gegn dauðarefsingunni en lögreglumannafélagið hefur eindregið mælt með henni. Thatcher forsætisráðherra er í hópi þeirra, sem í fyrri afgreiðslum þingsins um hengingar hefur greitt at- kvæði með dauöarefsingunni. Talið er, að meirihluti þingmanna Ihaldsflokks- ins sé henni meðmæltur. Manndrápum hefur fjölgað á Bret- landisíðustu árin. TENGSL FÆREYJA OG NATO ENDURSKODUÐ? Frá Eðvarð T. Jónssyni, fréttarltara DV í Færeyjum. Allt útlit er fyrir að færeyska lög- þingiö taki að nýju til meðferðar form- leg tengsl Færeyja við NATO. For- maður Folkaflokksins, Jógvan Sund- stein, hefur krafist þess að lögþingið taki þetta mál til endurskoðunar þar sem samþykktir lögþingsins um NATO stööina á Som-felli í grennd við Þórshöfn hafi verið brotnar. I samþykktinni, sem er frá 1970, er lagt bann við því að hermenn séu stað- settir á færeysku landsvæði. Hermenn hafa verið við stöðina undanfarin ár og um þessar mundir er verið að hefjast handa um verulega stækkun stöðvarinnar. Tveir flokkar, Þjóðveldisflokkurinn og Framfara- og fiskvinnuflokkurinn, hafa þegar mót- mælt formlega fyrirhugaðri stækkun á „Early waming” stöðinni á Straumey og nú hefur Fólkaflokkurinn lýst því yfir að hann taki undir þessi mótmæli. Fólkaflokkurinn hefur hingað til stutt aðild Færeyja að NATO og mál- gang flokksins, Dagblaðið, er eindregn- asta stuðningsafl NATO í Færeyjum. Jógvan Sundstein segir aö lögþingiö geti ekki lengur unað því að samþykkt- ir þess varðandi NATO stöðina séu þverbrotnar og því verði að taka málið upp að ný ju og annaðhvort ítreka sam- þykktina frá 1970 eða endurmeta aðild Færeyinga að NATO. -ETJ/ás Súdanforseti hvetur til arabísks leiðtogafundar Jaafar Nimeiri, forseti Súdan, sem er í óopinberri heimsókn í Egypta- landi, sagöi við fréttamenn í gær að hann hefði skoraö á Yasser Arafat, leiðtoga Palestínuaraba, að kalla saman fund þjóðarleiðtoga Saudi-Ara- bíu Egyptalands, Marokkó og Irak. Þetta kom fram i egypska dagblaðinu al-Akhbar. Nimeiri sagði að Arafat sjálfur ætti aö stjórna þessum leiðtogafundi og leita leiða til þess aö „bjarga palest- ínsku byltingunni og sjálfum sér sem tákni hennar frá þeim sem gera til- raunir til að þess að eyðileggja hana.” Nimeiri sagði einnig að tilraunir til- þess að kljúfa hreyfingu Palestinu- araba væri ríkisstjórnum Vesturlanda og Israel, ásamt ríkisstjórnum sumra Arabarík ja, mjög að skapi. Nimeiri sagði að leiðtogafundurinn ætti aðeins að fjalla um eitt atriði, hvernig ná mætti friðsamlegri lausn á vanda Palestinuaraba og stiga þau skref sem þyrfti til þess. Nimeiri sagöist einnig skora á hófsamari Arabaríki að nýta sér heimsókn Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna til þessa heimshluta og ræða hugmyndir um lausn vandans. íshkw Urval FÁSTNÚÁ BENSINSTÖÐVUM SKELJUNGS Á STÖR-REYKJA- VÍKURSV ÆÐINU Shell Shell

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.