Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 8. JULl 1983. 3 (SAL: Afturkallar uppsagnir — bíður þess að menn hætti afeigin ástæðum ,,Stefna fyrirtækisins um fækkun í starfsliði hefur ekki breyst, en fallist var á að ná þeim markmiðum á lengri tíma með starfslokum þeirra, sem hætta af eigin ástæðum,” segir í til- kynningu Islenska álfélagsins hf. og trúnaðarráðs verkalýðsfélaganna um starfsmannamál í álverinu. Isal hefur afturkallað uppsagnir 45 starfsmanna. Uppsagnimar áttu að koma til frá lokum febrúar til 15. september, sem liður í að auka framleiðni fyrirtækis- ins. Verkalýðsfélögin mótmæltu og töldu vegið að atvinnuöryggi starfs- manna. Eftir viðræður hafa aðilar sæst á þá tilhögun sem aö framan getur. A næstu dögum veröur gerð nánari grein fyrir því innan fyrirtækisins, hvemig endur- skipulagning á starfseminni verður framkvæmd. HERB löntæknistofnun og sveitarfélögin áSuöurlandi: Kanna fram- leiöslu hita- þolinna efna Þróunardeild Iöntæknistofinunar kannar nú möguleika á framleiðslu efna sem þola mikinn hita, 1.500 til 2.000 gráður á celcius. Könnunin er gerð fyrir Samtök sveitarfélaga í Suðurlandskjördæmi. Slík hitaþolin efni era notuð mjög víða í iönaöi. Þau eru notuð í öllum málmiðnaði og ýmsum greinum efiia- iðnaðar til að fóðra ofna eða tæki. Þau eru notuð í áliðnaði, olíuiðnaði, gler-, keramik- og sementsframleiöslu, svo að eitthvað sé nefnt. Gylfi Einarsson hjá Iðntæknistofnun sagði í samtali við DV að hleðslu- steinar heföu hingað til oftast nær verið í þessu hlutverki. Laus efni væru aö koma í staöinn og einnig hitaþolin ull. Gylfi nefndi sérstaklega þann möguleika aö framleiöa hitaþolin efni úrsúráli. Talsverða orku þarf til slíkrar fram- leiöslu; tvær til sex kilóvattstundir á hvert kíló af fullunninni vöra. Hráefni þyrfti líklega öll að flytja inn. Ekki verður annaö sagt en að Sunn- lendingar láti hendur standa fram úr ermum við athugun á iðnaðarmögu- leikum. Þeir eru einnig að láta kanna fyrir sig álsteypu, kísilkarbiðverk- smiðju og c-vítamínverksmiðju. -KMU. Lést eftir umferðarslys Tuttugu og tveggja ára stúlka, sem lenti i árekstri aðfaranótt laugardags- ins 25. j úní við Hafnargötuna í Keflavík lést í Borgarspitalanum síðastliðinn þriðjudag. Stúlkan ók bifreið af gerðinni Dai- hatsu Charade eftir Hafnargötunni á fimmta tímanum fyrrnefnda nótt. Hún var ein í bílnum. Bílll hennar lenti á bárujárnsklæddu húsi við Hafnargöt- una. Hún var flutt fyrst á sjúkrahús í Keflavík og síðan á Borgarspítalann. Stúlkan hét Kristín Vilborg Áma- dóttir, til heimilis að Hrauntúni 12, Keflavík. Hún var fædd 22. febrúar 1961. -JGH. 1. ágústal- mennur frídagur Frídagur verslunarmanna er nú í ágúst skuli vera frídagur og skuli fyrsta sinn lögskipaður frídagur fyrir greiða laun fýrir hann samkvæmt alla launþega. Er það samkvæmt lög- sömu reglum og gilda í kjarasamning- um nr. 94 frá 31. desember 1982, en þau. um umaðra almenna frídaga. kveöa svo á um að fyrsti mánudagur í Málverkasýning í Hótel Stykkishólmi Frá Róbert Jörgensen, fréttaritara son opnuöu málverkasýningu í Hótel DVíStykkishólmi: Stykkishólmi á mánudag og mun hún Myndlistarmennirnir Kristinn Guð- standa út þennan mánuð. Samtals brandur Harðarson og Helgi Friðjóns- sýna þeir 35 myndir. -JGH. „Svona góurinn, þetta skaltu ekki gera aftur.” Hesturinn tekinn í örugga vörslu úti á Seltjarnarnesi í gærmorgun. DV-mynd: S. SPRETT ÚR SPORI YFIR FLUGVÖLLINN i Svona góurinn, þetta skaltu ekki gera aftur, gætú yfirvöld verið að segja við hestinn sem við sjáum hér á myndinni. Hann tók sig nefnilega til og spretti úr spori yfir flugbrautir á Reykja- víkurflugvelli á níunda tímanum í gærmorgun. Athæfið vakti enga sér- staka kátínu hjá flugumferðarstjór- um og höfðu þeir samband við lög- regluna. Sá ferfætti lét þaö ekki á sig fá, heldur þeysti áfram áleiðis í vestrið og lét ekki staðar numið fyrr en úti á Seltjamarnesi. Þar komu vörslu- maður borgarlandsins og lögreglu- yfirvöld til sögunnar og var hann tekinn í öragga vörslu hið skjótasta. Eins og fram hefur komið í DV hafa hross og kindur valdið miklu tjóni í ófá skipti í göröum fólks í vor og sumar. Telja margir þetta vera dýrkeypt kæruleysi hjá eigendum skepnanna. -JGH NOTAÐI ■BÍLAR VOLVO 245 GL '82, ekinn 14 þús., sjálfskiptur. Verð 475.000. VOLVO 244 GL'82, ekinn 5000, sjálfskiptur. Verð kr. 425.000. VOLVO 244 GL '82, ekinn 13000, beinskiptur. Verð 410.000. VOLVO 244 DL '82, ekinn 7000, beinskiptur. Verð kr. 380.000. VOLVO 244 GL '81, ekinn 28.000, sjálfskiptur. Verð kr. 375.000. VOLVO 343 DL '82, ekinn 8000, sjálfskiptur. Verð kr. 280.000. VOLVO 345 GLS '82, ekinn 11.000, beinskiptur. Verð kr. 320.000. VOLVO 244 GL '80, ekinn 50.000, sjálfskiptur. Verðkr. 305.000. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 10 til 16. VOLVOSALURINN Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.