Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Blaðsíða 32
„Ekkert
athugavert”
— segir varaflugmála-
stjóri um lendingarnar
„Þaö hefur ekkert komið fram sem
bendir til aö um brot á sjónflugs-
reglum hafi verið aö ræða og flugmála-
stjórn hefur engin kæra boríst vegna
lendinganna,” sagði Haukur Hauksson
varaflugmálastjóri í samtali við DV.
DV skýrði frá því á miðvikudag að
flugumferðarstjóri hygöist kæra lend-
ingar sex flugvéla á Reykjavíkurflug-
velli síðastliðinn föstudag þar eð sjón-
flugsskilyrði hefðu ekki verið nægileg.
Haukur Hauksson sagði að flugmála-
stjóm hefði látið fara fram sérstaka
athugun á máli þessu með fyrrgreindri
niðurstöðu en beiðni um athugun hefði
komið frá Hallgrími Sigurðssyni,
flugumferðarstjóra. -óm.
"" - Æ
1
hverri
viku
Verkefna
leitaö fyrír
togara
— Landhelgisgæsla
og Hafrannsókn
koma til greina
Siglingamálastofnun kannar nú
hvort unnt sé að breyta tveimur togur-
um sem eru í smíöum innanlands
þannig að Landhelgisgæslan og Haf-
rannsóknarstofnun gætu tekið þá í sína
þjónustu.
Togaramir era í smiöum hjá skipa-
smíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akra-
nesi og í Stálvík í Garðabæ. Þeir eru
smíðaðir samkvæmt svonefndu raö-
smíðaverkefni en ríkisábyrgðasjóöur
ábyrgðist 80% af smíðaverði þeirra
þar sem enginn kaupandi var að
skipunum. Kaupendur hafa enn ekki
fundist enda fyrirséð að þau muni ekki
standa undir sér ef þau verða gerð út
til fiskveiða. Kaupverð er í dag áætlað
á bilinu 80 til 100 milljónir án fjár-
magnskostnaðar fram til loka smíöa-
tíma.
„Eg tel að þessi skip geti ekki staðið
undir nema helmingi af f járfestingar-
kostnaði og þau munu draga úr mögu-
leikum annarra skipa,” segir Halldór
Asgrímsson sjávarútvegsráðherra.
Hann hefur óskað eftir því að
þjóðhagsstofnun kanni rekstrarmögu-
leika skipanna.
Ef tekst að finna önnur verkefni fyrir.
togarana en fiskveiðar losnar rfltis- ,
ábyrgðasjóður undan að greiða þær
fjárhæðir sem hann hefur ábyrgst.
Helst er talið aö Landhelgisgæslan
gæti notað annað skipiö til vitavörslu.
Hafrannsóknarstofnun gæti ef til vill
tekið hitt skipið til að endumýja
rannsóknarskip sín. En ef af þessu
verður þarf að gera verulegar
breytingar á togurunum.
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33
SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA
SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTI 11
86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14
Frjálst, óháð daqblað
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ1983.
Alþýðublaðið og
Helgarpósturinn
slíta samstarfi:
„BEGGJA HAGUR”
segir Bjarni P. Magnússon stjórnarformaður Helgarpóstsins
Samstarfssamningi Helgarpóstsins
og Alþýöublaösins, sem gerður var á
sínum tíma, hefur verið sagt upp.
Kemur Helgarpósturinn því ekki til
áskrifenda Alþýðublaðsins í dag eins
og hann hefur gert undanfarin ár.
Að sögn Jóhannesar Guömundsson-
ar, framkvæmdastjóra Alþýðublaös-
ins, var tekin ákvörðun um það í febrú-
ar sl. að samningum blaðanna tveggja
yrði sagt upp og blöðin aðskilin. „Þetta
var gert að ósk stjórnar Helgarpósts-
ins en það hefur lengi verið álit Alþýðu-
flokksins aö skilja ætti blöðin að. Hér
var ekki um nein illindi að ræöa, síður
en svo,” sagði Jóhannes.
Bjami P. Magnússon, stjómarfor-
maður Helgarpóstsins, sagði í samtali
við DV í morgun að það hafi verið álit
beggja aðila, stjómar Helgarpóstsins
og Alþýðuflokksins, að engin ástæða
væri lengur til samstarfs þessara
blaða. Það væri beggja hagur að slíta
samstarfinu.
, ,Það er ekki rétt að Helgarpósturinn
sé illa staddur,” sagði Bjarni, „og
blaðið mun koma út áfram. Nú mun
það koma út á fimmtudagskvöldum og
einungis selt í lausasölu.”
-ELA
Gjörbreyttar forsendur
— segir Sigurjón Valdimarsson, f ramkvæmdast jóri
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
„Viö höfum rætt við menntamála-
ráöherra og fjármálaráðherra um
þann vanda sem við eigum við að
glima. Málið er í athugun eins og
er,” sagði Sigurjón Valdimarsson,
framkvæmdastjóri Lánasjóös ís-
lenskra námsmanna, í samtali við
DVímorgun.
Fram hefur komið í fréttum að þessum
sjóðinn vantar rúmar 182 milljónir til þess að
greiöslu haustlána námsmanna en lögum
gengisbreytingar og hækkun náms- Þessar
kostnaðar erlendis hafa sett mikið breyst,
strik í reikninginn. fjölgun
„Við teljum að sjálfsögöu að var við.
vanda eigi aö mæta vegna
við fáum afgreiðslu á fjár-
á ákveðnum forsendum.
forsendur hafa nú gjör-
verðlag þróast öðruvisi og
umsókna er meiri en búist
Þetta teljum við eðlilegt að
verði bætt meö aukafjárveitingu.
Forsendur okkar vora reyndar hærri
en á fjárlögum þó þær væru ekki
jafnháar og raunveruleikinn er í
dag,” sagöi Sigurjón. Hann kvaðst
vona að þetta vandamál sjóðsins
leystist,a.m.k.aðmestuleyti. -PA.
LOKI
Tilboð merkt „Beggja hag-
ur" óskast sent Helgar-
póstinum. (Reglusemi hert-
ið).
F,a nauuararsags og noKagotu i gæraag. uimjono noit áfram ettir ákoyrsluna, þeyttíst yfír Hmgerði og staðnæmdlst ekki fvrr t
nm naénamXéintfMm ”
um fjörutíu metra frá gatnamótunum.
Bifhjóli ekið
á strengdan
kaðal:
HJÓUÐ HENTIST
FJÖRUTÍU METRA
DV-mynd: S.
Ungur maður á bifhjóli slasaðist er
hann ók á kaðal sem lá strengdur aftan
úr dráttarvél á gatnamótum
Rauðarárstígs og Flókagötu um klukk-
an hálftvö í gærdag.
Maðurinn kastaðist i götuna en bif-
hjólið hélt áfram um f jörutíu metra og
staðnæmdist inni í garði hússins
númer 17 við Flókagötu.
Bifhjólinu var ekið norður eftir
Rauðarárstígnum. Samtímis var verið
að leggja rafmagnskapal meöfram
Flókagötunni í vesturátt. 1 kapalinn
var festur kaðall sem aftur var
tengdur í dráttarvélina.
Dráttarvélin var komin þvert yfir
Rauðarárstiginn og var strekkt á kaðl-
inum, þegar bifhjólið lenti á honum.
Lítil umferð var og hafði ökumaður
dráttarvélarinnar því farið yfir
götuna.
Okumaður bifhjólsins var fluttur á
Borgarspítalann þar sem hann liggur
nú á g jörgæsludeild. -JGH.