Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Blaðsíða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 8. JOLl 1983.’ Færeyjar: Tílraunaveiðar á gulllaxi gefa göða raun Fró Eðvarð T. Jónssyni, fréttaritara DVíFæreyjum: Tilraunaveiðar Færeyinga á gulllaxi hafa gefið ágæta raun og stefnt er að áframhaldandi tilraunum á þessu sviði, að sögn fiskifræðinga hér í Þórs- höfn. Tilraunimar stóðu yfir nú í júnímán- uði og fékk skipið sem stundaöi veiðamar Magnús H. Einarsson rúm- lega 100 tonn á þessum tíma. Forstjóri Fisks hf. í Hvalbæ á Suður- ey segir aö ljóst sé nú aö gulllaxinn sem veiöist við Færeyjar sé ágætlega vinnsluhæfur en hins vegar hafi komið í ljós gallar á vinnslubúnaði í frystihús- inu þar sem gulllaxinn var unninn. Fiskurinn var eingöngu unninn í blokk og marning. Færeyingar hafa góðar vonir um aö geta hafið vinnslu á gulllaxi til mann- eldis áður en langt um líður en eins og stendur eru það nær einvörðungu Rússar og Norðmenn sem veiða þessa fisktegund. Selja Norðmenn mestalla framleiðslu sína til Austur-Þýska- lands. ETJ/ás Hjálparstofnun kirkjunar: FJÖRUTÍU TONN AF SALTFISKI SEND TIL GHANA Hjálparstobnun kirkjunnar sendi ný- lega 40 tonn af þurrkuðum saltfiski til hjálparstarfs í Ghana. Samstarf tókst meðal nokkurra aðila til að gera fram- kvæmdina mögulega. Upphaf málsins var að Hjálparstofn- unin og Rauöi kross Islands stóðu sameiginlega að skyndisöfnun síðla vetrar vegna neyðarástands er upp kom í Ghana vegna flóttamanna fró Nígeríu. Um þrjú hundruð þúsund krónur söfnuöust. Hjálparstofnunin hafði síðan frumkvæði að því að virkja fleiri aðila til samstarfs svo hjálpin gæti orðið órangursríkari. Niöurstaðan varð sú að ríkissjóður lagði 1 milljón krónur til hjálparstarfs- ins og Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda bauö hagstætt verð og 10 tonn í gjafaformi. Hafskip flutti fiskinn endurgjaldslaust til Hamborgar og Reykvisk endurtrygging gaf allar tryggingar. Alkirkjuráðið sér síðan um frekari flutning og dreifingu í Ghana í sam- vinnuviökirkjunaíGhana. -JGH ÞÝSKIR ÞING- MENN HEIMSÆKJA ALÞINGISMENN Fimm þingmenn frá vestur-þýska þinginu hafa verið hér á landi undan- fama viku í boði Alþingis. Að sögn Friðjóns Sigurðssonar, skrifstofustjóra Alþingis, eru þýsku þingmennirnir í nefnd sem annast er- lend samskipti Bundestag. Nefndar- menn hafa sótt Islendinga heim nær- fellt árlega um nokkurt skeiö og ís- lenskir þingmenn endurgoldið heim- sóknimar. Þingmennimir eru úr þremur af fjórum flokkum Bundestag, jafnaðar- menn, kristilegir demókratar og frjálsir demókratar. Græningjarnir eiga ekki f ulltrúa í nefndinni. Þýska þingið greiðir ferðakostnað þeirra en Alþingi greiðir uppihald. Þjóðverjamir komu um síðustu helgi og f ara þeir síöustu þeirra utan í dag. ás Glæsilegur námsárangur Hannes Heimisson er Islendingur sem stundar nám í alþjóðastjóm- málum og -viðskiptamálum við Alþjóð- lega bandariska háskólan i San Diego í Kalifomiu. Hannes lauk nú ný- veriö við fyrsta árið með gl.ssilegum árangri, varð einn af þeim þremur prósentum sem efst urði’ i öllum þeim greinum sem hann tók próf í. Fyrir námsárangur þennan hlotnaöist honum það, einum Evrópubúa sem námið stunda, að fara í kynnisferð í haust til Kina og Japan til þess að kynna sér, auk 27 annarra nemenda, Hannes Heimisson. ORION hagkerfi, stjórnmál og þjóðfélag við- komandi landa. Leiðbeinandi i förinni verður einn kunnasti Asíusérfræðingur Bandaríkjanna, prófessor Young H. Kim. -SLS. ■: DV-mynd: G. Svansson. Þingvallastræti 22 á Akureyri. Hæstiréttur hefur dæmt fólkið á miðhæðinni til að flytja út. Akureyrarfjölskylda sennilega borin úr íbúð sinni með valdi — Mannréttindadómstóll Evrópu fær málið til athugunar Allt bendir til þess að hjón á Akur- eyri ásamt fimm bömum, 2 til 11 ára, verði borin út með valdi úr ibúð sinni að Þingvallastræti 22 á næstu dögum. Samkvæmt dómi hæstaréttar er þeim skylt aö rýma íbúð sína í síðasta lagi um helgina. Þau virðast ekki ætla að hlíta þeim úrskurði. „Við munum hiklaust bíða eftir að- gerðum mótaðila og sitja áfram í íbúð- inni. Það fer eftir aðgerðum mótaðila hvað gerist. Þetta er þeirra bolti,” sagði Olafur Rafn Jónsson, sem ásamt eiginkonu sinni, Danielle Somers, hefur verið dæmdur til að flytja úr íbúð sinni á miðhæð hússins á Akureyri. Brynjólfur Kjartansson, lögmaður mótaðila, Grímu Guðmundsdóttur, sem býr á efstu hæðinni, sagði að út- burðar yrði eflaust krafist innan tíðar færu hjónin ekki út. „Til þess er dómurinn að fullnægja honum,” sagði Brynjólfur. Olafur Rafn Jónsson sagði að hæsta- réttardómurinn stangaðist gróflega á við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu, sem Island væri aðili að. Auk þess væri dómurinn rangur. Hann sagði dóminn rangan sökum þess að hann byggöi á lögum um fjöl- býlishús. Þau lög væru fáránleg. Hús- eignin sem um ræddi væri nánast sem einbýlishús þar sem henni hefði aldrei verið lögskipt. Mótaðili hefði aldrei sótt um né fengið leyfi byggingar- nefndar til að skipta húseigninni. Fógetaembættiö á Akureyri hefði gerst sekt um ólöglega þinglýsingu á sínum tíma þegar miðhæðin var seld sem sér- íbúð. Hjónin hafa fengið lögmann í Belgíu til að reka mál þetta fyrir Mannrétt- indadómstól Evrópu. Greinargerð þeirra verður send dómstólnum, sennilega í næstu viku, að sögn Olafs Rafns. Hann sagði að þeim hjónum hefði ekki tekist að skýra málstað sinn nægi- lega vel fyrir íslenskum dómstólum sökum þess að lögmenn hefðu ein- hverra hluta vegna gersamlega brugð- ist. „Nú loksins eru komnir góðir menn í starfið og við gerum okkur vonir um að hnika okkar málstað áleiðis,” sagöi Olafur Rafn. Að sögn Danielle Somers hafa tvö blöð í Belgíu sagt frá málinu sem mun einstakt í íslenskri réttarsögu. Það hefur aldrei áður gerst að hæstiréttur hafi dæmt fólk til að flytja úr eigin íbúð sökum samskiptaörðugleika við ná- granna. -KMU. Veist þú hvar blómakerið er? — f innandi blómakersins fær 1000 kr. , ,Við erum tilbúnir til aö borga þús- und krónur til þess sem finnur kerið eða getur gefið einhverja vísbend- ingu um hvar það er niður komlö.” Þetta sagði Arthur Farestveit í sam- taliviðDV. Blómakeri af sömu tegund og þau sem eru á myndinni var stolið frá verslun Einars Farestveit að Berg- staðastræti lOa, um helgina. Undanfarin 4 ár hefur blómakerj- um verið stillt upp fyrir utan verslunina, vegfarendum til ánægju og yndisauka. „Við höfum oft lent I því aö blómum hefur verið stoliö og kerjum verið velt og þau skemmd. En steininn tekur úr þegar kerinu er hreinlega stolið,” sagði Arthur. Ker- ið er 40—50 kíló að þyngd og var eng- in moldarslóði sjáanlegur þannig aö ljóst er að einhver hefur tekið það upp í bifreið. „Nýtt ker kostar um 1000 krónur. Okkur finnst kjörið að bjóða þó upphæð í verðlaun hverjum þeim sem finnur kerið. Það verður fólki vonandi hvatning að haf a augun opin gagnvart þeim sem eyðileggja tilraunir til þess að lífga upp á um- hverfiö.” Sá sem finnur keriö getur vitjað þúsund krónanna á ritstjórnarskrif- stofuDV. ás ■> Svona lítur blómakerið út. DV-mynd: Bj.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.