Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 8. JULI1983. 13 þingi situr. Það er því brýnt að gera nefndimar að öflugu tæki i störfum þingsins. I þessu skyni eru fjórar breytingar mikilvægastar: Fyrsta breytingin er að veita nefndunum formlegt vald til að starfa allt árið. Þær geti komið sam- an utan þingtimans. Forsetar þings- ins gegna áfram störfum þótt Alþingi fari heim. Sama á einnig að gilda um nefndirnar. Þingmenn hefðu virkan starfsvettvang utan samkomutíma Alþingis. önnur breytingin væri að veita nefndum lagaheimild til að taka mál til rannsóknar, athugunar og víð- tækrar umfjöllunar að eigin frum- kvæði. Slíkar athuganir gætu beinst að margvíslegum sviðum stjórnkerf- isins og veitt drottnunarg jörnu fram- kvæmdarvaldi mikilvægt aðhald. Þriðja breytingin væri að skylda nefndir til að gefa með reglulegu millibili skýrslur um framkvæmd meiriháttar Iaga. Nefndirnar væru knúnar til að kynna sér reglugerðir sem settar hefðu verið á grundvelli laganna, eiga viðræður við embættis- menn, hagsmunaaðila og einstakl- inga sem lögin snerta. A þann hátt yrði fest í sessi kerfisbundið eftirlit með f ramkvæmdarvaldinu. Fjórða breytingin væri að heimila nefndum að halda fundi fyrir opnum væru kjömir úr röðum stjómarand- stæðinga. I tíð ríkisstjómar Gunnars Thoroddsens knúði hinn sérstaki klofningur í Sjálfstæðisflokknum á um frekari breytingar. Forseti neðri deildar, Sverrir Hermannsson, var yfirlýstur andstæðingur ríkisstjóm- arinnar en gegndi engu að síður for- setastörfum með miklum sóma. Stjórnarandstöðuþingmenn Sjálf- stæðisflokksins og þingmenn Alþýðu- flokksins, sem einnig vom í stjómar- .andstöðu, gegndu formennsku i fjöl- mörgum nefndum. Sú skipan gafst vel, þótt ýmsir eldri þingmenn hefðu kvartað yfir henni í upphafi. Þegar ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins mæta til þings í haust er veruleg hætta á að þeir vilji nú hverfa aftur til gamla góða tímans þegar ríkisstjómirnar réðu öllu í vali á forsetum og for- mönnum í þingnefndum. Þjónustu- hlutverkið verði á ný ríkjandi. Ein- göngu stjómarsinnar verði kjömir til þessara embætta. Slik skipan yrði verulegt skref aft- ur á bak. Skynsamlegra væri að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð var á undanförnum árum. 1 þvi skyni kæmi til greina að festa í sessi þr jár meginreglur: Fyrsta reglan væri að forsetaemb- ættið í annarri hvorri deildinni væri samráð þingOokksformanna og for- seta í sessi með formlegum hætti. A þann hátt fengi Alþingi aukið sjálf- stæði og ríkisstjómin yrði ekki leng- ur drottnunaraðili í störfum þess. Sórfrœði og starfsaðstaða Það er útbreiddur misskilningur að starfskjör þingmanna séu með miklum ágætum, kaupið stórfeng- legt, bitlingarnir fjölmargir og ástæðulaust fyrir þingheim að kvarta yfir aðbúnaði!! Veruleikinn er hins vegar sá að starfsskilyrði al- þingismanna em áratugi á eftir tím- anum. ÞingQokkamir og einstakir alþingismenn hafa mjög takmark- aða möguieika til að leita sjálfstæðr- ar sérfræðiaðstoðar. Minni háttar embættismaður í lítilsigldri ríkis- stofnun hefur að þessu leyti betri að- stöðu til að gera sig gildandi í mála- tilbúnaði. Það er því brýnt að efla mjög starfsaðstöðu alþingismanna og auka möguleika þeirra til að leita sjálfstæðrar sérfræðiaðstoðar við undirbúning mála. Löggjafarstofn- unin getur aldrei veitt ríkisstjómum og ráðuneytum nauðsynlegt aðhald nema starfsskilyrði þingmanna veröi bætt til muna. Meðan hundruð tjöldum um margvísleg mál. Greinargerðir embættismanna og málQutningur hagsmunasamtaka yrði í heyranda hljóði. Athuganir nefndanna á einstökum málaQokk- um væm opnar almenningi og fjöl- miðlum. Afnám rikisstjórnarforrœðis — Sameiginleg stjórn Á Islandi hefur það verið megin- regla að rikisstjórnarmeirihlutinn drottnaði í öllum stjórnunarstörfum á Alþingi. Forsetar Alþingis væru allir fulltrúar ríkisstjómarinnar og formenn í öllum nefndum væru kjömir úr röðum stjómarþing- manna. Þessi skipan hefur gert það að verkum, að embættismenn þings- ins, forsetar og nefndarformenn, hafa haft ríka tilhneigingu til að telja sig fyrst og fremst þjóna ríkisstjórn- armeirihlutans á hverjum tíma. 1 öðrum þingræöislöndum gilda aörar reglur um þessi efni. Þar eru forsetar þjóðþinga oft mun sjálfstæð- ari og stjómarandstaðan á stóran hlut í stjómun nefndarstarfa. Á und- anfömum árum hafa birst hér á landi nokkrir vísar að breytingum. Þegar Eysteinn Jónsson varð forseti Sameinaðs þings 1971, hafði hann forystu um að varaforsetar þingsins ætíð skipað þingmanni úr röðum stjómarandstæöinga. Tveir stjóm- arsinnar og einn stjómarandstæð- ingur yrðu kjömir til forsetaemb- ætta á þinginu. A þann hátt væri sjálfstæði Alþingis ítrekað og heil- brigðari samstarfshættir á Alþingi festir í sessi. önnur breytingin væri að þing- flokkarnir hlyti formennsku í nefnd- um þingsins í hlutfalli við fjölda þingmanna. Stærsti Qokkurinn hefði flesta nefndarformenn, sá næst- stærsti næstflesta og þannig koll af kolli. Flokkamir myndu semja sín á milli um hvernig formennsku í þing- nefndum væri skipt á milli allra þingQokka. Þessi skipan er t.d. ríkj- andi í Vestur-Þýskalandi. Itök allra þingflokka i st jórnun nefndanna væri einnig veigamikið framlag til að festa sjálfstæði nefndanna í sessi. Þriðja breytingin væri að gera samstarfsfundi formanna þing- flokka og forseta þingsins að form- legum ákvarðanavettvangi um skipan þingstarfa. Á undanförnum árum hefur samráð þingQokksfor- manna og forseta aukist jafnt og þétt. Á liðnum vetri gegndi það mik- ilvægu hlutverki til aö styrkja Al- þingi. Framkoma núverandi ríkis- stjórnar gagnvart stjómarandstöð- unni stefnir árangri þessa sam- starfsvettvangs hins vegar í veru- lega hættu. Þess vegna þarf að festa embættismanna þjóna ráöherrun- um, mata þá á gögnum og velja handa þeim hagstæðar röksemdir, verður haria h'tið úr sjálfstæðara hlutverki Alþingis, ef þingmenn eiga að búa við óbreytt starfsskilyrði. Hinn miklu munur á möguleikum tii málatilbúnaðar á vettvangi fram- kvæmdarvaldsins annars vegar og löggjafarvaldsins hins vegar er ein af meginástæðum þeirrar hnignunar íslensks þingræðis sem átt hefur sér stað á undanfömum árum. An betri aðbúnaðar nær Alþingi aldrei sterkari stöðu í glimunni við framkvæmdarvaldið. Þingræðið verður þá áfram aöeins innantómt form. Samstaða um breytingar Á næstu mánuðum er nauðsynlegt að skapa víðtæka samstöðu um þær breytingar sem hér hafa verið reif- aöar. Unnendur lýðræðis og þingræð- is á Islandi þurfa að taka höndum saman og setja fram á haustþingi formlegar tillögur um úrbætur. Drottnunargimi nýrrar ríkisstjórnar má ekki koma í veg fyrir nauðsyn- legar breytingar á stjómkerfi lands- ins. Viljinn til umbóta er raunveru- legur prófsteinn á hollustuna við hugsjón lýðræðisins. Ölafur Ragnar Grimsson. Fer Lána- sjóður fslenskra námsmanna undir hnífinn? Meginhlutverk Lánasjóös ís- lenskra námsmanna er að veita is- lenskum námsmönnum fjárhagsað- stoð til framhaldsnáms við stofnanir er gera sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar nemenda og gerðar era til háskólanáms hér- lendis. Svo segir í 1. gr. laga um námslán og námsstyrki. Um framkvæmd þessa er nánar kveöið á um í út- hlutunarreglum sjóðsins og lög- bundið er hver f járhagsaðstoð náms- manna skal vera. Samkvæmt áætlun um lögbundna úthlutun námslána á þessu ári vantar LlN töluvert mikið ráð- stöfunarfé til aö geta staðiö við skuldbindingar sínar, eða um 180 milljónir. Sjóðurinn er fjármagnaður með: 1. Endurgreiðslum af námslánum Kjallarinn Aðalsteinn Steinþórsson „Samkvæmt áætlun um lögbundna úthlut- un námslána á þessu ári vantar LÍN tölu- vert mikið ráðstöfunarfé til að geta staðið við skuldbindingar sínar, eða um 180 milljónir.” skv. lögum um námslán og náms- styrki. 2. Rikisframlagi. 3. Lánsfé. Skv. lögum um námslán og náms- styrki era námslán verðtryggð lán frá þeim degi sem þau eru tekin og hefjast endurgreiðslur 3 árum eftir að námi lýkur og geta staðið yfir í allt að 40 ár, þ.e. sá sem t.d. lýkur námi um þrítugt er til sjötugs að endurgreiða til LlN. Endurgreiðslur til sjóðsins fara nú ört vaxandi þar sem námsmenn tóku á sig hertar endurgreiðslur af lánum í stað annarra kjarabóta í nýjum lögum um námslán og námsstyrki og útreikningar benda til að eftir 30 ár verði heildarskil lána nálægt 90% af raunvirði. Siöustu ár hefur mikið vantaö upp á það að ríkisframlag og endur- greiðslur hafi mætt fjárþörf sjóðsins og því hefur sjóðurinn nú síðustu ár orðiö aö gripa til þess afleita úrræðis aö taka í síauknum mæli lán og þvi fer sífellt meira af ráðstöfunarfé sjóðsins i greiðslu afborgana og vaxta af lánum sem sjóðurinn hefur tekið. Reyndar er hluti ríkisframlags á fjárlögum í formi lánsfjár- heimildar og t.d. voru á síðustu fjár- lögum 329 milljónir ætlaðar til LlN og þar af var lánsfé 138 milljónir eða um 40%. Vegna óðaverðbólgu hefur fjárlagaupphæðin étist upp og því stendur sjóðurinn nú frammi fyrir umtalsverðum f járskorti. Ef svo fer fram sem horfir þá fer að hrikta all- verulega í undirstöðum LlN sem starfhæfrar lánastofnunar þar sem þessi þróun leiðir til þess að sjóður- inn getur aldrei fjármagnað sig að verulegu leyti sjálfur eins og þó var meiningin þegar ný lög um námslán og námsstyrki voru samþykkt. Þetta er framtíðarmeinsemd sem þarf að lækna. Á þessu ári fara um 34 milljónir af ráðstöfunarfé sjóðsins í greiðslu af- borgana og vaxta af lánum sem sjóðurinn hefur neyðst til að taka. Þessar 34 milljónir samsvara fullri námsaðstoð til tæplega 350 einstakl- inga í námi á Islandi næsta ár. Þær 180 milljónir sem sjóðinn vantar í ár samsvara þá fullri námsaðstoð til tæplega 2000 einstaklinga i námi á Is- landinæstaár. Það er von námsmannasamtak- anna að hægt verði að leysa úr vanda Lánasjóðs íslenskra námsmanna, reyndar er það alveg nauðsynlegt svo tryggður verði jafn réttur til náms. Það er ljóst að það er betra að leysa vandann með lántökuheimild heldur en að leysa hann alls ekki eða að hluta þar sem í raun er af litlu að skera þar sem námslán eru. Svo er að lokum eitt sem ekki má gleymast en það er að námslán eru verðtryggð lán frá þeim degi sem þau era tekin, lán sem eru endurgreidd og því hraðar sem þau veita fólki meira svigrúm til tekjuöQunar eftir að námilýkur. Aðalsteinn Steinþórsson, formaður Stúdentaráðs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 153. tölublað (08.07.1983)
https://timarit.is/issue/189426

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

153. tölublað (08.07.1983)

Aðgerðir: