Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Page 5
DV. FÖSTUDAGUR 8. JULÍ1983. 5 Þær dafna vel rósirnar f gróðurhúsinu þeirra Guðrúnar Magnúsdóttur og Sæmundar Valdimarssonar. DV-myndir: Bjarnleifur. Enginn veit hvernig hamingjan erí laginu — Starfsmaður í Áburðarverksmiðjunni sýnir höggmyndir í nýja matsalnum „Fyrstu myndirnar sem ég gerði voru andlit úr grjótmylsnu sem ég límdi á sléttan flöt. En nú eru það mest höggmyndir.” Ýsuroð og þarablöð Hann bendir á „abstrakt” högg- mynd. „Þessi heitir Hamingjan. Eng- inn veit hvemig hún lítur út og hún hef- ur engan ákveðinn flöt.” Flestar af höggmyndum hans eru þó í mannslíki: og heita nöfnum eins og Höfðinginn hugsar, Fegurðardís, Full- trúi æskunnar og Gamla drottningin. Um þá síðastnefndu segir hann: „Hún fer illa í margt kvenfólk, enda farin að láta á sjá. Eg setti reyniblöð úr garðinum okkar yfir brjóstin, eða það sem eftir er af þeim, og notaði sjó- rekinn börk í skýluna hennar.” Hann notar líka ýsuroð og þarablöð til að klæða líkneskjumar sínar og morknaðir hryggjarliðir úr smáhval urðu að ágætis gleraugum. Hárið á höfðinu er venjulega endinn á rekaviðarbútnum, tættur eins og hann er eftir barninginn í fjömgrjót- inu. ,,Stundum brenni ég hann svartan með gasi,” segir Sæmundur. Þorsteinn Jónsson, forstöðumaður Listasafns ASI, og kona hans, Hrefna, völdu verkin og aðstoðuðu Sæmund við að setja upp sýninguna en hann hefur áöur sýnt með alþýðulistamönnum hjá SUM 1974 og á listasýningu á ári aldr- aðra á Kjarvalsstöðum 1982. Rósarækt í Smáíbúðahverfi Sæmundur er algjörlega sjálfmennt- aður í listinni, nema hvaö hann lærði að beita tréskurðarverkfærum á nám- skeiði hjá Hannesi Flosasyni fyrir mörgumárum. Hann býr að Tunguvegi 22 í Smáíbúðahverfi og það er auðvelt að finna húsið hans. Maður sér hand- bragðið strax á girðingunni kringum vel hirtan garðinn. Þverspýturnar eru skreyttar með skemmtilegu munstri. Garðurinn er einstaklega snyrtileg- ur og skjólsæl kaffidrykkjuskot bera vott um hugkvæmni. I dálitlu gróður- húsi vaxa angandi rósir og önnur skrautblóm. „Konan min fékk gróðurhúsið í af- mælisgjöf og hún stjórnar öllu hér í garðinum,” segir Sæmundur. Húsfreyjan heitir Guðrún Magnús- dóttir og eru þau hjónin bæði aö vest- an. Sæmundur er af Barðaströndinni en Guðrún fædd og uppalin á bæ Gísla Súrssonar og Auðar, Langabotni í Geirþjófsfirði. Bærinn er nú í eyði en enn má sjá leifar af fylgsni Gísla í landareigninni. -ihh ,,Framundir fimmtugt trúði ég því sem sannur Islendingur að maður ætti að nota alian sinn tíma í að vinna fyrir kaupi. Eg varð alveg hissa þegar ég heyrði einhvem segja að hagvöxturinn væri ekki fyrir öllu,” segir Sæmundur Valdimarsson. Sæmundur hefur verið starfsmaður Áburðarverksmiðjunnar frá upphafi, í þrjátíu ár en upp úr 1970 fór hann að nota frístundimar tU listsköpunar. Þessa dagana sýnir hann höggmyndir sínar í matsal fyrirtækisins. Salurinn er í nýrri viðbyggingu, mjög glæsileg- ur, og var opnaöur 16. júní síðastUðinn. Sæmundur vinnur eingöngu úr efni sem hann finnur i náttúrunni, gjarnan á gönguferðum við ströndina. Myndir hans em höggnar í rekaviðardrumba eða límdar saman úr maðksmognu tré sem legið hefur í sjó. Fegurðardís, höggvin í rekaviðar- drumb. „Þessi hefur á tilfiuningunni' að hún geti lagt heiminn að fótum sér,” segir Sæmundur. Nýjung í stjómun fiskvinnslunnar: Skóli fyrir framkvæmda stjórana „Fram að þessu hafa nýir menn í stjórnun fiskvinnslunnar orðið að læra ýmislegt á mistökum vegna ókunnug- leika, jafnvel þótt þeir séu háskóla- menntaðir í viðskiptafræðum. Þessi skóli okkar getur oröiö upphafiö að þvi að nýir framkvæmdastjórar í fisk- vinnslugreinum nái fljótar og betur tökum á störfum sínum.” Þetta sagði Ámi Benediktsson, framkvæmdastjóri Framleiðni sf. Það fyrirtæki, sem er í eigu Sambands- frystihúsanna og sjávarafurðadeildar SIS, býður nú í vetur um þaö bil tíu við- skipta- eða verkfræðimenntuðum mönnum í skóla fyrir verðandi fram- kvæmdastjóra í fiskvinnslufyrirtækj- um. Þetta er gert í samvinnu við Sam- vinnuskólann sem mun leggja til hús- næði og gefa út námsviöurkenningar. ,,I þessum skóla er ætlunin að bæta ofan á grundvallarþekkingu, í við- skiptafræðum fyrst og fremst, því sem lýtur að fiskvinnslunni hér á landi. Skólinn mun standa mánuðina október til apríl og aðallega utan venjulegs vinnutíma. Alls verða fluttir 80—90 fyr- irlestrar, þrír á viku, en heimsóknir í fiskvinnslufyrirtæki og til aðila sem tengjast greinunum bætast síðan við. Skólagjaldið er 7.500 krónur. Og ég vil taka það fram að enda þótt þessi skóli sé tengdur samvinnuhreyfingunni setj- um við engin skilyrði um það hvar menn ráða sig síðan í vinnu,” sagði Arni. ,,Eg er ekki í vafa um að nám í þess- um skóla getur stytt mönnum leiöina að árangri í störfum, fyrirbyggt marg- víslega mistök og kennt mönnum að nýta rétt alls konar sérfræðiaðstoð semnúbýðst. Við erum að reyna að brjóta ísinn í þessu efni og ég vona að þetta verði skref í þá átt að kennsla fyrir stjórn- endur í fiskvinnslu bjóðist innan tíðar á háskólastigi.” HERB Ný og alþýðleg hand bók um villtar jurtir — íslensk flóra prýdd mörgum litmyndum Bókaforlagið Iöunn hefur sent frá sér afar fallega bók um íslenskar plöntur og nefnist hún Islensk flóra. Höfundurinn er Ágúst H. Bjamason grasafræðingur og hefur hann unnið árum saman að bókinni. Eggert Pétursson myndlistarmaður hefur gert 270 litmyndir af öllum helstu tegundum sem vaxa hér á landi. Alls er i bókinni fjallað um 330 af þeim 470 tegundum sem taldar eru vaxa villt- ar hérálandi. öll uppsetning bókarinnar er mið- uö við að sem léttast sé fyrir almenn- ing að greina plöntumar. Til að þekkja jurtir eftir eldri bókum eins og hinni vinsælu Stefáns-flóru þurfti að rekja flókna — og vísindalega — greiningarlykla. En eftir þessari nýju bók byrjar lesandinn á að gá hvemig plantan sé á litinn, síðan eru krónublöðin talin og er þá stutt í að finna rétta nafnið. Einfaldara getur það varla verið! Verð bókarinnar er aöeins 880 krónur sem virðist mjög lágt miðað við alla þá vinnu sem í hana er lögð. „Eg þorði heldur ekki að líta á kostn- aðartölurnar áður en ég ákvaö þetta verð,” sagði útgefandinn, Jóhann Páll., J5g ætla að geyma mér tauga- áfallið.” Jurtir eru til margra hluta nytsamlegar Auk stuttra lýsinga á hverri jurt fylgja margir skemmtilegir fróð- leiksmolar um ísienska og erlenda þjóðtrú, tengda jurtunum. Þannig stendur um blómið stúfu: „I Dan- mörku var konum ráðlagt að setja stúfu undir kodda eiginmanna ef þær héldu þá ótrúa sér og áttu þeir þá að láta af þessum óvana," og um tága- muru: „I gamalli lækningabók segir að við slæmsku í maga sé ráð að baða sitjandann í seyði af urtinni eða troða henni í skóinn sinn.” Agúst H. Bjarnason sagðí á blaða- mannafundi, í tilefni af útgáfu bókar- innar, aö elsta rit um íslenskar jurtir mundi vera Grasnytjar eftir séra Bjöm Halidórsson í Sauðlauksdal. Er það frá seinni hluta 18. aldar. Næstelst er Islensk grasafræði, eftir Odd Hjaltah’n lækni, sem út kom í Kaupmannahöfn árið 1830. En á þessari öld hafa bækur Stefáns Stef- ánssonar og Askels Löve veitt mest- an fróðleik um íslenska grasafræði. -ihh Eggert Pétursson myndlistarmaður (t.v.) og Agúst H. Bjarnason grasa- fræðingur með nýju bóklna sína. Á milll þeirra eru ýmsar eldri bækur um fslenskar jurtir en fyrir framan þá ýmsar jurtir sem auðvelt er að þekkja eftir leiðbelningum bókarinn- ar. DV-mynd: Bjaraleifer. HaDbjöm Hjartarson skemmtir gestum og kynnir plötu sína, Kántrí II, á Skálafelli í kvöld. mm1111111 -1 |l!=Ll IH55U1 [Dl D) 1 nlll fl a n [ni U Bj llríli (Sj Munið: - sjálfsafgreiðsla þjónað til borðs. Þið spáið í verðið — við gerum það líka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.