Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Qupperneq 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 8. JULl 1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Sinn Fein, hinn pólitiski annur IRA, hyggst auka hlut slnn i kosningum í trska iýðveldinu í suðri. SimFeinætiar að aukíf ítök sín á S-lríandi Eftir velgengni í bresku þingkosn- ingunum á Noröur-Irlandi hefur Sinn Fein, hinn pólitíski armur Irska lýðveldishersins (IRA), snúið athygli sinni að Irska lýöveldinu í suðri. Sinn Fein, sem opinskátt styður hryðjuverk og baráttu IRA fyrir sambandsslitum við Bretland, jók atkvæðahlut sinn um 60% í kosning- unum í síðasta mánuði. Fór það jafn- vel fram úr björtustu vonum þeirra sjálfra, um 90 þúsund atkvæði. — Þar með komst Sinn Fein upp að hlið kaþólska jafnaðar- og verkamanna- flokksins (SDLP) sem ávallt hefur talið sig fulltrúa kaþólska minnihlut- ans (um 1/2 milljón manna) á Norður-lrlandi. Meirihluti íbúa N-Iriands er mót- mælendatrúar (um ein milljón) og vill að N-Irland verði áfram hluti af Bretlandi. Vandræðin eru þau að mótmælendur hafa kúgað minnihlut- ann í gegnum aldirnar. Tilraunir til þess að sætta þessi stríðandi öfl hafa strandað á því að mótmælendur unna kaþólikkum ekki hlutdeildar í stjórn landsins. Sameining Norður- og Suður-Irlands, þar sem íbúar eru í yfirgnæfandi meirihluta kaþólikkar, eru mótmælendum óhugsandi þvi aö þá yrðu þeir í minnihiuta. Nokkrum dögum eftir kosning- amar í júní sagði Gerry Adams, varaforseti Sinn Fein, að sókn flokksins á N-Irlandi yrði að fylgja samsvarandi sókn hans í lýðveldinu í suörí. Sinn Fein er meðal þeírra fáu stjómmálasamtaka sem starfar í báðum hlutum landsins er flokkurinn villsameina. I ræðu, sem Gerry Adams flutti í Bodenstown, vestur af Dublin, til minningar um írska þjóðernissinn- ann, Theobold Wolf Tone, sem uppi var á 18. öld, sagði Adams áheyr- endum að Bretar mundu aldrei þola við á N-Irlandi nema fyrir „colla- boration” stjómarinnar í Dublin. Það er orð sem notað var yfir sam- starf Vichy-stjórnarinnar, quislinga og aöra, sem gengu til samstarfs við Þjóðverja í hernumdu löndunum í síöarí heimsstyrjöldinni. Samtímis viöurkenndi Sinn Fein aö íbúar N-Irlands gætu ekki öðlast sjálfstæði í nýju írsku lýðveldi öðruvísi en með hjálp Dublin- stjómarinnar. — „örugg fótfesta og atkvæðamikil samtök í stjórnmála- lifi suöurhlutans getur skipt öllu og við verðum að stefna að þvi,” sagði Adams. — Gerry Adams náði kjöri í bresku kosningunum i síðasta mánuði en neitar að taka sæti sitt á breska þinginu. I ræðu sinni tók Adams þaö skýrt fram að með hlutdeild Sinn Fein í stjómmálalífi Suður-Irlands ætti hann ekki viö baráttu IRA. Hún ætti ekkert erindi og hefði engan tilgang í lýðveldinu. Hann sagði augljóst að almenningi i Irska lýðveldinu líkaði vel við sitt ríkisskipulag og aö þaö væri út í hött að loka augunum fýrir því í írskum stjómmálum. Daithi O’Conaill, annar varafor- seti Sinn Fein og fyrir þeirri deild- inni sem er í suðurhlutanum, sagöi að flokkurinn stefndi að því að tvö- falda eða þrefalda fulltrúatölu sína í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári. I viðtali við blaðamenn sagði hann að flokkurinn hefði engar áætlanir á prjónunum um aö bjóða fram í kosningum til irska þingsins. Enda er almennt taliö að Sinn Fein mundi ekki fá neinn maiin kjörínn. I irsku þingkosningunum 1981 sigraði Sinn Fein í tveim kjör- dæmum. Það var í fyrsta sinn síöan á seinni hluta sjotta áratugarins. Þá, var umræðan út af hungurverkfalli IRA-fanganna í algleymi. Annar framb jóðendanna var einn þeirra tíu fanga sem sveltu sig til bana. Hinn var fangi í Long Kesh-fangelsinu á N-Iriandi. — I næstu þingkosningum, sem voru strax ári síöar, tapaöi Sinn Fein báðum þessum þingsætum. Hungurverkfallið var ekki lengur á dagskrá. NU MA SÆNSKI FLOTINN VEITA KAFBÁTUM VARMAR MÓTTÖKUR Ný reglugerð, sem veitir sænska flotanum meira svigrúm til þess að mæta auknum átroðningi útlendra kafbáta inn í sænska landhelgi, hefur sett hlutleysi Svíþjóðar í brennidepil- inn. Forystumenn sænsku þjóöarinnar hafa mátt hafa sig alla viö að sannfæra kjósendur og nágranna um aö Svíþjóö geti vel variö hlutleysi sitt, þrátt fyrir að útlendir kafbátar hafi rápað inn og út um landhelgi þeirra — að minnsta kosti fjörutíu sinnum í fyrra (svo vitað sé). Allir þessir kafbátar eru taldir hafa verið frá Varsjárbandalagsríkjunum og þá fyrst og f remstSovétrík junum. staddir innan skerjagarðsins sænska. Hinir sem staddir eru utan skerjagarðsins, þótt þeir séu innan Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson Sænskir vamamáiasérfræðingar telja að Sovétmenn hafi með kaf- bátasendingunum viljað prófa þol- rifin í Svíum. Fyrst ganga úr skugga um hvers þeir væru megnugir gagn- vart kafbátunum og hve langt Svíar munduviljaganga. Ýmsar raddir hafa heyrst sem vilja meina að kafbátaferðimar kasti rýrð á hlutleysi Svía og að hætta sé að því að Svíþjóð verði „finnlandíseruð”. Þar er vikið að hinni varkáru utanríkisstefnu hins hlutlausa Finnlands, sem mörgum finnst ógnarfeimið við Kremlar- valdið í ákvörðunum. Mörgum kom þaö á óvart hversu Sex sinnum í fyrra taldi sænski flotinn sig hafa króað af sovéska kaf- báta, en það reyndist aðeins sýnd veiði og ekki gefin. Með nýju reglugerðinni hefur flotinn fengið leyfi til þess að ráöast á siíka óboðna gesti fyrirvaralaust til þess að knýja þá upp á yflrborðið. Áður þurfti flot- inn að gefa kafbátnum viðvörun, og hafði raunar ekki leyfi til þess að ráöast á hann, nema ef kafbátsfor- inginn hundsaöi fyrirmæli um að hafasigábrott. Það líður vart orðið nokkurt þaö sumar að ekki komi upp kvittur um ferðir útlendra kafbáta uppi við land- steinana hjá Norðmönnum og Svíum. Siöast var það hjá Norö- mönnum í síðustu viku, á meðan George Bush, varaforseti Bandaríkj- anna, var þár í heimsókn. Norski flotinn, sem hefur um hríð notið sama svigrúms og nýja reglugerðin veitir sænska flotanum núna, gafst þó upp við leitina eftir aðeins einn sóiarhríng. Þaö var önnur misheppn- aða tilraunin þeirra á tveim mánuð- um. Nýja reglugerðin, sem tók gildi 1. júlí, gefur sem sé flotanum lausan tauminn til þess að varpa djúp- sprengjum á hina útlendu læðupúka, strax og þeirra verður vart. En þó með þeim fyrirvara, að þeir séu 12 mílna landhelgi Svía, fá viðvörun fyrst eins og alltaf hingað til. Talsmenn varnarmálaráöuneytis- ins segja að tilgangurinn með þessu sé að neyða kafbátana upp á yfir- borðið svo að unnt veröi aö bera á þá kennsl. „En auðvitað getum við ekki tryggt með þessum aöferðum að við ekki hreinlega sökkvum þeim.” Utanaðkomandi kann að þykja þessi reglugerð ekki spegla neina sérstaka grimmd. En þegar haft er í hug aö Svíþjóö hefur ávallt kappkost- að aö komast hjá átökum sjá menn betur hvað þarna kemur fram gjör- breytt afstaða. Flotinn mun birgja sig upp af nýjum tegundum af djúpsprengjum og tundurskeytum á komandi. mánuðum og stjómin hefur heitið að veita 250 milljónum sænskra króna i viöbót til kafbátavarna á næstu fimmárum. Auðvitað tryggir þetta ekki að flot- inn muni fanga næsta kafbát sem laumast inn í landhelgi Svía eða gerist of nærgöngull. En þetta eykur möguleikaSvíanna. Þegar Bush varaforseti Banda- ríkjanna var I Stokkhólmi á dögun- um áréttaði hann að Washington- stjórnin virti hlutleysi Svíþjóðar, sem Olof Palme forsætisráðherra fullyrðir að Svíar geti sjálfir varið. feginsamlega Palme tók tillögu Yuri Andropovs, forseta Sovétríkjanna, í síðasta mánuði um að Eystrasaltið yrði líka tekið með ef Norðurlönd yrðu lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. Þá voru ekki nema sex vikur frá því að Svíþjóð hafði mótmælt harðlega við Sovétríkin yfirgangi kafbáta þeirra. — Hugmyndin um kjarnorkuvopnafriðuðNorðurlönd er gömul og komin frá Kekkonen fyrrum Finnlandsforaeta, en hefur aldrei fengið mikinn hljómgrunn. Ekkert Norðurlandanna hefur kjarnorkuvopn á sínu yflrráðasvæði. Að minnsta kosti ekki á landi. En Danmörk og Noregur áskilja sér fúllan rétt til þess aö þiggja slflc vOpn frá bandamönnum sínum í NATO, ef til ófriðar komi. — Washington- stjómin hefur verið tortryggin á hug- mynd Kekkonens, bæði vegna hinna nánu tengsla hans og Sovétstjórnar- innar og eins vegna kvíða f yrir því að slíkt kynni aö leiða til þess aö Noregur og Danmörk fjarlægðust NATO: Sömuleiöis kvíðir hún því að Eystrasalt yrði einkahaf Eystra- saltsflota Sovétmanna ef það yrði lýst friðað svæði, því að enginn hefði tök á að fylgjast með því hvort sovésk herskip eða kafbátar þar væru útbúin kjarnorkuvopnum í blóra við allar samþykktir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.