Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Blaðsíða 28
36 DV. FÖSTUDAGUR 8. JULl 1983. IMotaðir lyftarar Sýnum og seljum næstu daga rafmagns- og dísil- lyftara á gamla genginu. Lyftararnir eru til sýnis hjá okkur að Vitastíg 3. Símar 91-26455 Opið nk. laugardag. 91-12452. u K. JONSSON & CO HF DV óskar eftir umboðsmönnum á eftirtalda staði frá og með 01.08.1983. GRENIVÍK Upplýsingar hjá Guðjóni H. Haukssyni, sími 33202 og hjá afgreiðslunni. NESKAUPSTAÐ Upplýsingar hjá Elínu Olafsdóttur, sími 7159, og hjá ' af- greiöslunni í síma 27022. TIL SÖLU MA TVÖRUVERSL UN í vesturbæ — örugg og vaxandi velta. Lysthafendur sendi nöfn og heimilisfang og sima tU DV, Þverhoiti 11, merkt „Matvöruverslun 1234” fyrir 12. júlí. VANTAR ÞIG VARAHLUTI. Gleðifréttir fyrir eigendur japanskra bíla. Höfum opnað varahlutaverslun i Armúla 22, Reykjavík. Höfum á boðstólum í Honda, Mazda og Mitsubitsi, í kúplingar, kveikjukerfi, startara, altinatora, vatns- dælur, tímareimar, viftureimar, olíusíur, loftsíur, bensínsíur. Hvergi hagstæðara verð. VARAHIUT1R ALLA JAPANSKA BILA NP VARAHLUTIR. Ármúla 22-105 Reykjavík. Sími 31919 =" HVAMMSTANGI "= ST GREIDASALAN sími 1521. Almennar veitingar og gisting. Tök- ■ um að okkur stærri og smærri hópa. Opið frá kl. 9—23.30. r SPARISJÓOUR VESTUR-HÚNAVATNSSÝSLU, simi 1310 og 1410. Opið 11-12 og 13-16.30. SUNDLAUG HVAMMSTANGA, simi 1532. Gufa, Ijós og nudd- pottur. Opið virka daga 7—10 og 15—21 nema mánudaga. Laugardaga 9—15, sunnudaga 9—12. Hópar geta pantað tíma fyr- ir utan opnunartima. SÖLUSKÁLINN, simi 1465. Bensin, oliuro.fl. VÉLAMIÐSTÖÐIN hf., simi 1593 og 1622. Vélaverkstæði, smur- stöð, hjólbarðaviðgerðir, hjólbarðasala. Opið 8—19. Kvöld- og k helgarsimi 1461. VELKOMIN TIL HVAMMSTANGA. Þjóðleikhúsið veturinn 1982-1983: Þrjú íslensk leik- rit voru f rumflutt — tvö í viðbót verða frumflutt með haustinu Þriðji hver gestur Þjóðleikhússins í vetur kom til að sjá Línu langsokk, eða 29.178 af alls 91.375 gestum. Heildarað- sóknin var heldur minni en oft áður. Veturinn á undan komst gestafjöldinn yfir 100 þúsund. Dlviöri og veikindi urðu til þess að draga nokkuð úr sýningarfjölda. Alls uröu þó sýningar 285 á 21 viðfangse&ii. Þrjú íslensk verk voru frumflutt á leikárinu, Garöveisla eftir Guömund Steinsson, Grasmaðkur eftir Birgi Sigurðsson og Súkkulaði handa Silju eftir Nínu Björk Ámadóttur. Síðast- nefnda verkið var frumflutt á Litla sviðinu um áramót og var aðsókn að því enn í fuilum gangi þegar leikárinu lauk. Fjórða íslenska verkiö var Skálholt Kambans í leikgerö Bríetar Héðins- dóttur. Hlaut sú sýning menningar- verðlaun DV á sviði leiklistar fyrir árið 1982. Óperur og ballettar Af sígildum erlendum leikritum má nefna verk Eugene O’Neills, Dagleiðin langa inn í nótt, og Oresteiu Æskylosar. Það er eini forngríski þrí- leikurinn sem varðveist hefur og var sýndur í leikgerð Sveins Einarssonar. Nýrri erlend verk, sýnd á leikárinu, voru Hjálparkokkamir eftir George Furth og Tvíleikur eftir Kempinski. Undir vorið var sýnd óperan Cavalleria Rusticana og ballettinn Fröken Júlía. Islenski dansflokkurinn lét að sér kveða og hafði meðal annars eitt kvöld með nýjum verkum eftir ís- lenska dansahöfunda. Gestaleikir urðu sex. Leikfélag Akureyrar kom með Atómstöðina, Jón Laxdal með verk sitt, Veraldar- söngvari, og meðal erlendra gesta voru Victor Borge og Folketeatret frá Kaupmannahöfn. Þá var Þjóöleikhúsinu boöið á leik- listarhátíð í Caracas í Venezuela og hafði þar fjórar sýningar á Silki- trommu Atla Heimis. Leikrit Svövu sýrit í Fœreyjum Langt er komið æfingum á þrem leik- ritum sem sýnd verða næsta haust. Eitt þeirra er gamanleikurinn Skvaldur (Noises off) eftir Michael Frayn, vinsælt víða um heimsbyggð- ina um þessar mundir. Hin tvö eru íslensk og alveg ný. Annað þeirra hefur vinnuheitið Eftir konsertinn og er eftir Odd Björnsson sem jafnframt er leikstjóri. Hitt er Lokaæfing eftir Svövu Jakobsdóttur. Leikstjóri þess er Bríet Héðinsdóttir. Það verður fyrst sýnt í Færeyjum í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn 31. ágúst, en síðan á Litla sviðinu hér heima. Þetta var ellefti og síðasti þjóðleik- hússtjóravetur Sveins Einarssonar. Hann hefur lagt sig fram um að efla innlenda leikritun og mörg íslensk leik- rit verið frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á stjómarárum hans. Nýr leikhússtjóri, Gísli Alfreðsson, tekur við embætti sínu þann 1. septem- ber næstkomandi. Ihh Sigrún Edda Björnsdóttir sem Una langsokkur. Þessi sýning stefnir í að verða iangvinsœiasta barnasýning Þjóðleikhússins og veróur tekin upp að nýju ihaust. DV-mynd: Bj. Bj. Póstráðstefna Norður landa í Stykkishólmi Frá Róbert Jörgensen, frétta- ritara DV í Stykklshólmi: Póstráöstefna Norðurlanda var haldin hér í Stykkishólmi dagana 27. til 30. júní síðastliðinn. Er hér um árlega ráðstefnu að ræða sem haldin er til skiptis á Norður- löndum. Að sögn Braga Kristjánssonar, forstjóra viðskiptadeildar Pósts og síma, var rætt um rekstrarmál, hagræðingarmál og samvinnu Norðurlandanna vegna póstflutn- inga, póstgjalda og fleira. Síðast var sams konar ráðstefna haldin hér á landi fyrir fimm árum og þá á Húsavík. Næsta ráð- stefna verður haldin í Danmörku að ári liðnu. Frá Póstráðstefnu Norðurianda f Hótei Stykkishólmi. Fyrir miðju sitja full- trúar Pósts og sima. Talið frá vinstri: Rafn Júlíusson póstmáiafuiitrúi, Bragi Kristjánsson, for- stjóri viðskiptadeiidar Pósts og sima, Jón Skúlason, póst og simamála- stjóri og Guðmundur Björnsson, forstjóri fjármáiadeiidar Pósts og síma. Tii hliðar viö þá sitja fuiitrúar hinna Noröuriandanna. -JGH. DV-mynd: Róbert Jörgensen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.