Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1983, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 8. JULI1983. OPINBERRIHEIMSÓKN GEORGE BUSH LOKIÐ Opinberri heimsókn George Bush varaforseta hingaö til lands lauk um hádegisbil í gær. Héldu varaforseta- hjónin til Bandaríkjanna. Um níuleytiö í gærmorgun var haldiö í stohiun Arna Magnússonar við Suöurgötu þar sem George og Barböru Bush voru sýnd handritin. Sú heimsókn var stutt því að klukkan hálftíu hélt varaforsetinn fund meö fréttamönnum í Lækjarhvammi á Hótel Sögu. Hálftíma síöar var hald- iö til Keflavíkurflugvallar. Varaforsetinn kynnti sér starfsemi vamarliösins en Barbara Bush heimsótti bamaheimili og eiginkon- ur vamarUðsmanna. Síöan var safn- ast saman í einu stærsta flugskýli vaUarins þar sem lokaathöfn fór fram að viöstöddu fjölmenni. Lúðra- sveit lék, Ronald F. Marryott, flota- foringi flutti stutt ávarp og síðan tök Bush tU máls. Lýsti hann mikUU ánægju sinni meö heimsóknina ð Keflavíkurflugvöll og lagöi áherslu á mikilvægi starfseminnar þar. Að ræðu sinni lokinni gekk Bush um meðal vamarUðsmanna og tók i hendur þeirra. Fjöldi óbreyttra her- manna flykkti sér um varaforseta- hjónin, tók myndir og spjallaði við þau. Stutt kveðjuathöfn var síöan á véll- inum við hliö einkaþotunnar «n að henni lokinni, um klukkan eitt, héldu gestimir erlendu af stað. -pa George Bush flutti stutta ræðu í flugskýlinu við mikið lófatak viðstaddra. Að bandarískum sið kepptist Bush við að ná í hendur sem flestra. DV-myndir: Þó.G. Svo mælir Svarthöf ði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Veislan í sendiráðinu og varaforsetinn Þá er lokið heimsókn varaforseta Bandaríkjanna tll tslands og aUrl þeirri viðhöfn, sem henni var sam- fara. Tveir laxar lágu dauðir i Þverá eftir heimsóknina, sver leiðari var skrifaður um almennan skepnuskap Bandaríkjanna í Þjóðviljanum, eftir að höfundur hans og leiðarahöfundur, Ami Bergmann, hafðl skálað í kampavíni fyrir varaforsetanum í boði í bandariska sendiráðinu. Þegar hann kom út úr sendlráðinu eftir góða magafyUl heyrðl hann vöggu- lagið sitt norðar á Laufásveginum, þar sem um hundrað ungllngar sungu tsland úr Nato, herlnn burt. Þar var Sigurður A. Magnússon og stjóraaði söngnum ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni og fleirum. Þelm hefur eflaust verið boðið lika, eins og Arna Bergmann, tU að skála við varaforsetann i sendiráðlnu. Ljóst er að Sigurður A. Magnússon mun hafa ihugað að þiggja boðið, enda upplýst- ist á matartíma á Hótel Holtl, sem endaði með plzzu á einhverjum óvlrðulegrl stað, að Thor VUhjálms- son hafði ráðlagt Sigurðl A. að vera heldur í mótmælunum en velsiunni. Sjálfur skálaði hann við vara- forsetann. Þannig sklpta menn með sér verkum, þegar þjóðhöfðlngjar eru á ferð og þykja raunar engin tíðindl. Hitt hlýtur að vera markvert rann- sóknarefni hveralg hugsuðir Þjóð- vUjans og aUs þess slektls, sem ým- sit liggur utan á eða i blaðlnu, geta skipt sér mUli skoðana og maga- máls, og hveralg fordUdln dregur þá á mannamót, sem tU er stofnað af helstu andstæðingum þcirra, sjálfum holdi klæddum fuUtrúum helms- kapítaUsmans, sem ríkir á Vestur- löndum með öUum sínum skepnu- skap óskertum, eldfiaugum og atóm- sprengjum, sem era orðnar svo titt umræðuefni i rikisfjöimlðlum, að fuUtrúl Almannavarna er dreginn fram í dagsljóslð í tíunda sinn tU að lýsa því hveraig á að steikja tslend- inga og hvað marga. Það er hins vegar aldrei rætt hvaðan kjarnorku- sprengjan á að koma frekar en að rætt er um Afganistan. Segja má að undarlega litUl and- spyraukraftur hafi fylgt í kjölfar helmsóknar varaforsetans. TaUð er að aðeins hundrað tU hundrað og flmmtiu manns hafi safnast saman á Lækjartorgi áður en genglð var upp á Laufásveginn tU að syngja. Hugur virðist ekki fylgja máU lengur og ekkl dregur Ölufur Ragnar Gríms- son að sér mannsafnað tU stórtíð- inda, þótt honum bráðUggl á því tU viðhalds póUtisku lífl sínu. Það er elns og fólk bafi um annað að hugsa en atómsprengjur, þrátt fyrlr hinn mlkla söng, en það væri nú annað hvort að heyrðlst sungið tsland úr Nato, herlnn burt á degi þegar undir- ritaður var samningur um byggingu flugstöðvar tU aðskUnaðar á varaar- Uði og almennri umferð á Kefla- víkurveUl. George Bush, varaforseti, hefur eftir ýmsum umsögnum að dæma gert góða ferð um Vestur-Evrópu að þessu slnnl. Koma hans hingað og undlrritun fyrrgreinds samnlngs markar nokkur tímamót í sam- skiptum okkar vlð varaarUðið. Það hefur verið okkur öllum tU ama að þurfa að afgreiða mUlUandaflug í gegnum flugstöð, sem öðrum þræði er heraaðarlegs eðUs, og aUs ekki i samræmi við hugmyndlr okkar um það nauðsynlega tvíbýU sem er á vellinum. En það er auðheyrt á Þjóð- vUjanum, að á þeim bæ fhmst fólki að það sakni nú vinar í stað. Velslan í sendiráöi Bandarikjanna var fjöimenn, þótt Sigurður A. veldi fremur þann kostlnn að vina ráðl að syngja tsiand úr Nato, herlnn burt en sttja veisluna. Missi hans bættu upp. að nokkru þeir Arai Bergmann og Thor VUhjálmsson. Ólafur Ragnar Grimsson hleypur hins vegar utan túngarðanna, eins og fráfærulamb, og veit ekki lengur hvar hann á að fá sitt kampavín. Honum er auðvitað bót að því að eiga visar tUvitnanlr í áróðurspésum sovéska sendlráðsins, þegar hann er að lofa tslendingum atómsprengju. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 153. tölublað (08.07.1983)
https://timarit.is/issue/189426

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

153. tölublað (08.07.1983)

Aðgerðir: