Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1983, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR 21. JOLl 1983. 3 Lánskjaravísitalan: Lánin í takt við bólguna? Tillaga um örari og nýrri útreikn- inga á lánskjaravisitölu er nú í loka- smíði i Seðlabankanum. Hugmyndin er að mæla hana mánaðarlega í takt við verðbólguna. Nú er hún mæld eftir kerfi, sem er að jafnaði tveggja mán- aða gamalt við hvern útreikning vísi- tölunnar. Tilgangurinn með þessari breytingu er að lánskjör fylgi sem næst verðbólg- unni á hverjum tíma. Nú situr vísital- an eftir í um tvo mánuði, hvort sem verðbólgan fer vaxandi eða minnk- andi, sem veldur misræmi og misskiln- ingi. Ekki er augljóst að unnt sé að gera þessa breytingu. Tillagan fer fyrir sér- staka úrskuröarnefnd, samkvæmt lög- um um lánskjaravísitölu. Formaður hennar er Klemens Tryggvason hag- stofustjóri og með honum þeir Guðmundur Hjartarson seðlabanka- stjóri og Helgi V. Jónsson hæstaréttar- lögmaður og endurskoðandi. Þeir fá málið til meðferðar á næstu dögum. Ætlunin er ekki að hrófla við láns- kjaravísitölunni sem slikri, enda er hún bundin í lögum og þegar fyrir hendi fjölmargir bindandi samningar samkvæmt henni, sem lögmenn Seðla- bankans telja að ekki verði breytt. Hugmyndin að endurskoðun á láns- kjaravísitölunni er aðallega sprottin af þvi, að undanfariö hefur hún hækkað mun meira en almenn laun. „Þegar menn horfa eingöngu á þessa þróun, hafa þeir gleymt þvi, að hið gagnstæða hefur gerst á timum mikilla launa- hækkana. Þá hefur lánskjaravisitalan ekki mælt þær fyrr en tveim mánuðum síðar eða enn síðar. Þá hafa lánskjörin verið lántakendum mjög hagstæð um skeið, en lánveitendum óhagstæð. Þessu er öfugt farið nú um skeið.” Þetta sagði einn heimildarmanna DV í bankakerf inu um eðli málsins. Um leið og lánskjaravisitalan er til athugunar eru uppi hugmyndir um aö taka upp sérstaka húsnæðislánavisi- tölu til þess að mæla lánakjör þeirra sem byggja í fyrsta sinn, einkum á opinberum lánum. Sú vísitala myndi miðast að einhverju leyti við kaupmátt launa í þeim tilgangi að taka þyngstu höggin af þessum hópi fólks, þegar kaupmáttur rýmar verulega. Að sjálf- sögðu myndu slík lán þyngjast meira en önnur við aukinn kaupmátt launa. Að áliti heimildarmanna DV er það taliö óraunhæft í kerfinu að ætla hús- byggjendum annað en aö greiða á endanum fullt verð fyrir lánsfé. Fjár- festing þeirra breytist að verðmæti i samræmi við almennt verðlag. Málið snýst um að hagræða greiðslubyrðinni og gera hana almennt viöráðanlega. HERB Innanlandsmet í langflugi á Svifflugu: Uppstreymið yfir Hengli kom Garðari í sex kílómetra hæð Svifflugnefnd Flugmálafélags Is- lands hefur staöfest innanlandsmet Garðars Gíslasonar í langflugi á svif- flugu. Garðar flaug svifflugu sinni síð- astliðinn sunnudag frá Sandskeiði að Kvískerjum í Austur-Skaftafellssýslu, alls 250,2 kilómetra, og sló þar með rúmlega mánaðargamalt met Sig- mundar Andréssonar, sem var 184,1 kílómetri. Garðar var dreginn á loft við Sand- skeið um klukkan 12.30 og sleppti dráttartauginni í 600 metra flughæð. 1 hvassri norðanátt þennan dag mynd- aðist bylgjuuppstreymi og tókst Garðari að ná sex kílómetra hæð yfir Henglinum. Hann flaug siöan i beinu renniflugi að Tindaf jöllum og þaöan að Torfajökli þar sem flugiö var aftur hækkað. Siðan hélt hann beint að Kirkjubæjarklaustri og Oræfajökli. Eftir það lækkaði Garðar flugiö og lentiáKvískerjumklukkan 16.40. Flugmálafélagið skráir tvenns kon- ar svifflugsmet, „Islandsmet” og „innanlandsmet”. Islandsmetin eru besti árangur íslensks rikisborgara i tilteknum greinum svifflugs og geta verið flogin hvar sem er í heiminum. Innanlandsmetin eru hins vegar besti árangur í svifflugi sem floginn er á Is- Jandi, segir í frétt frá svifflugsnefnd Flugmálafélagsins. -KMU. Sjóður til minningar um Eðvarð Sigurðsson Akveðið hefur verið að stofna sjóð til minningar um Eðvarð Sigurðsson. Er það miðstjórn Alþýðusambands Is- lands sem gengst fyrir stofnun sjóðs- ins. Honum er ætlað það hlutverk að styrkja verkafólk til að afla sér f ræðslu um málefni og starf verkalýðshreyf- ingarinnar. Eðvarö Sigurðsson lést 9. júh' sl. og verður j arðsettur föstudaginn 22. júh. Þeir sem viija minnast hans með f ramlögum í sjóðinn geta komið þeim á framfæri á skrifstofum Alþýðusam- bandsins, Verkamannasambandsins og Dagsbrúnar. -JSS. Skotveiðifélagíslands: Varar við að drepa gæsir sem eru í sárum Skotveiðifélag Islands hefur sent frá sér viðvörun til sýslumanna, lögreglu- stjóra og fógeta um ólöglegt dráp gæsa í sárum. Þar segir meðal annars aö i hönd fari sá timi að gæsir eru i sárum eða fara í felli. Fuglinn geti þá ekki flogið og eigi því fáa griöastaði nema ár, vötn og sjó. A undanförnum árum hafi hias vegar borist fréttir um að menn drepi í verulegum mæh gæsir í sárum og séu meðal annars notaðir léttir hraðbátar og ífærur. Skotveiðifélagið bendir á að gæsa- veiðar eru bannaöar með lögum á þessum tíma. Auk þess skorar félagiö á menn að vera vel á verði gegn þess- ari aðferð við fugladráp. Verslanir, kaupmenn og veitingahúsaeigendur eru líka varaöir viö að kaupa þessa ólöglega fengnu bráð. Er sagt að félag- ar í Skotveiðifélaginu muni umsvifa- laust kæra alla þá sem staðnir verða aðdrápigæsaífelh. ,,Stj6rn SKOTVIS skorar á hvem þann sem kann að verða var við eða gruna aðila um ólöglegt athæfi af þessu tagi aö koma upplýsingum um það áleiðis til stjómar SKOTVlS eða til næsta löggæsluyfirvalds,” segir í frétt Skotveiðifélags Islands. -JBH. MARIO’S Cement Factory Rafhlööur endast í 6-12 mán. Klukka og vekjari. Kr. 1550,- A Á ÐONKEY KONG DONKEY KONGII r r Rafhlöður endast í 6-12 mán. Klukka og vekjari. Kr. 1795,- MARIO’S" Cement Factory Spil í fullkomnum litum. Rafhlöður endast í 3 ár. Klukka og vekjari. Hljómlist: Nýtt lag eftir því sem hærra er komist. Kr. 2595,- ÚTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Magni, Laugavegi 5. Liverpool, Laugavegi 18. Gilbert úrsmiöur, Laugavegi 62. Guöm. Hermannsson, Laekjargötu 2. Penninn, Hallarmúia 2. Rafsýn, Síöumúla 8. Hermann Jónss. úrsm. veltusundi 3. Frímerkjamiðst., Skólavörðustíg 2la. Leikfangahúsiö, Skólavöröustíg 10. Leikfangaver, Klappastíg 40. Garðabær: Bókaverslunin Gríma, Garöaflöt 18. Hafnarfjörður: Búsáhöld og ieikföng, Strandg. 11. Leikbær, Reykjavíkurvegi 50. Keflavfk: Stúdíó, Hafnargötu 38. Sandgeröi: verslunin Aldan, Strandgötu. Gríndavík: Verslunin Báran, Hafnargötu 6. Gilbert úrsmiður, víkurbraut 20. Selfoss: Verslun Á.Á., Austurvegi 11. Hella: verslunin Mosfell. vestmannaeyjar: Verslunin Kjarni, Skólavegi 1. verslunin Oddurinn, Strandvegi 45. Höfn í Hornafirði: Radíóþjónustan sf. Fáskrúðsfjöröur: Verslunin Hljómur. Reyðarfjörður: Myndbandaleigan, Bólstööum. Eskifjöröur: Trausti Reykdal. vopnafjöröur: Ólafur Antonsson. Húsavík: Hljóö og sport, K.Þ. Akureyri: Klæöav. Sigurðar Guömundssonar. Skrifstofuval, Sunnuhlíð 12. Siglufjöröur: verslunin Álfhóll, Aðalgötu 32. Sauðárkrókur: Skagfiröingabúö, K.S. v/Ártorg. Blönduós: verslunin ósbaér, pverbraut 1. ísafjöröur: Bókaverslun Jónasar Tómassonar. Bolungarvík: verslun Einars Gufinnssonar. Patreksfjörður: Verslunin Stekkur. ' Ólafsvík: verslunin Kassinn. Borgarnes: K.B. Akranes: verslunin Óöinn, Kirkjubraut 5. verslunin Stúdíoval, Skólabraut 12. Umbodsmemi vantar á fleirí stadi. 1 ÁRS ÁBYRGÐ Einka umboð á ísianúi fyrir Nintendo TÖLVUSPIL Hf. LÁGMÚLA 7 - REYKJAVÍK - SÍMI 84744 varahluta og viðgerðaþjónusta: Gilbert úrsmiður, Laugavegi 62.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.