Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1983, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 21. JULI1983. §purningin . Þegar harðnar á dalnum, hvað spararðu við þig helst ? Rafn Olafsson sjómaður: Helst bara mat, svo og allan lúzus. Stefén Hjartarson sagnfrcðlngur: Ætli þaö séu ekki bíóferðir sem ég hef helst lagt niður. Hvað matinn varðar I þá skaltu spyrja foreldra mina, þeir gefamérmatinn. i Anna G. ölafsdóttir nemi: Eg held ég geti ekki sparað. OU Skór skóframleiðandl: Afborganir! lóna. 'f Sif Jónsdóttir framleiðandi: Eg spara . matinn fyrst af öUu en lct aUt hitt eftir mér sem maður ætti frekar að spara. Þórdis Þórisdóttir kennari: Skemmt- anir held ég og einnig fatakaup og þar með held ég að það sé upptaUð. „Er það virkilega ökumannlnum að kenna að bóndi getur ekki girt af sinn búfénað?” spyr Valdimar Þór Friðriksson í bréfi sínu. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Búfénaður víð þjóðvegi landsins: Vegfarendur eru að missa þolinmæðina Valdlmar Þór Friðriksson skrifar: Með þessu bréfi vil ég vekja máls á því sem hinum akandi ferðamanni á Islandi leiðist hvað mest: Búfénaður ó þjóðvegum landsins. Mér f innst alveg óþolandi að maður skuU þurfa að haga akstri sínum eftir því, þar sem það er látið ganga laust við þjóðveginn. Auk þess er það hin mesta óprýði, uUin rifin, tætt og haug- druUug. Hvers eiga ferðamenn að gjalda? Slá af, flauta, stoppa, fyrsti gír, annar, þriðji, kúpla, bremsa, kúpia. „Varaöu þig á lambinu, elskan. 0, þaö er annað hinum megin. — Þú ert nú meiri glann- inn, strákur.” Fyrsti gír, annar, þriðji, kúpla, bremsa, bensín o.s.frv. Auka- bensineyðsla og sUt á bU. Ekki er þessi umgangur fénaðarins (auk hesta) tU að auka ferðaáhugann og svo er talað um að við þekkjum ekki iandið okkar. Þó menn þegi kannski og sætti sig við þetta þá er hitt fáránlegt að ökumaður sé gerður ábyrgur fyrir ákeyrslu á fé. Eg er svo aldeUis yfir mig bit. Er það virkUega ökumannin- um að kenna að bóndi getur ekki girt af sinn búfénaö? Dæmi eru tU þess í út- löndum aö þessu sé öfugt farið og ber bóndi þar aUan skaða, auk sektar. Heyrst hefur að bóndi fái meiri pen- ing fyrir það fé sem ekið er niður en það sem slátrað er i sláturhúsi. Er þetta skýring? Eitt er víst að hér verður að gera breytingu á lögum áður en vegfar- endur missa þoUnmæðina. Fleiri tónlistarþætti í sjónvarp Ragnarskrlfar: Þann 24. júní sl. var sýndur í breska sjónvarpinu (channel 4) 5 klst. útgáfa af tónUstarþættinum the Tube. I þess- um þætti komu m.a. fram David Bowie, Culture Club, U2, Duran Dur- an, Malcolm McLaren, Robert Plant o.fl. Auk þess var f jölbreytt umfjöUun um tónUst. Og nú spyr ég: Veit ís- lenska sjónvarpið af þessum þætti og stendur til að sýna hann? Hvaö meö fjöldann aUan af góðiun Bréfritara fínnst Jákvmtt að sko&anaskip ti um máiafni homma og les- bia fari fram. Myndin er fré mátmælum homma vlð Alþingishúsið í vetur. Góður símatími útvarps 7910—7352 skrifar (19. júlí): Eg var mjög ánægöur meö síma- tíma útvarpsins í gærkvöldi (mánu- dag) sem Stefán Jón Hafstein stýrði að venju. Þar sátu tveir hommar fyr- ir svörum og fólki úti í bæ gafst kostur á að spyrja þá eða hella úr skálum reiöi sinnar. Mér finnst mjög jákvætt að svona skoöanaskipti fari fram opinberlega. Tii er úti í bæ hópur manna sem vUdu setja „samkynhneigt” fólk í girðingu og skjóta það eða ala það á vatni og brauði og það er vitanlega æskUegt að gefa hommum og lesbí- um færi á að ræða máUn við þessa menn og hugsanlega eyöa fordóm-: um. Að lokum væri ágætt að fá skárra orð en hómósexúelt fólk, mér finnst þaðljótt. tónUstarþáttum i Bretlandi, eins og t.d. Switch, Old Grey Whistle Test o.fl., eða þýska þáttinn Formel Eins og hinn 3 klst. langa Rockpalast sem sendur er beint út um alla Evrópu tvisvar á ári? Nú síðast í apríl og þá meö Joe Jackson, Dexy’s Midnight Runners og King Sunny Ade. Hafa verið gerðar einhverjar tUraunir tU að nálgast þessa þætti? Núna er ekki einn einasti tónUstarþáttur í sjónvarpinu, á ekkiaðbætaúr því? Sjónvarpsmenn, sýnið Ufsmark! Robert Plant er einn þeirra tónlistarmanna sem komu frem / tóniistarþætt- inum The Tube.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.