Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1983, Blaðsíða 30
30 DV. FIMMTUDAGUR 21. JULl 1983. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti ólafur Geirsson og Gissur Sigurðsson. GunnarGröndal deildarstjóri hjá Sjávarafurðadeild sfs Gunnar Gröndal tók nýverið viö starfi deildarstjóra í umbúða- og veiðarfæradeild Sjávarafurðadeildar SlS. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1968. Starfaöi í Innflutnings-' deild Sambandsins frá 1971, fyrst í vefnaðarvörudeild og síðan frá 1976 til 1980 i bús- áhalda- og smávörudeild. Síöastliöin þrjú ár hefur Gunnar, sem er 35 ára, starfað á skrifstofu Sambandsins i Hamborg. Hagnar Sigurjóns- son sölustjóri Sjávarafurða- deildarSÍS Ragnar Sigurjónsson tók nýverið við starfi sölustjóra hjá Sjávarafuröadeild SIS. Er svið hans sala á skreiö, mjöli og lýsi. Ragnar lauk prófi frá Verslunarskóla Islands áriö 1960 og hóf þá störf hjá Skipa- deild SlS og var þar til 1964. Næstu tvö árin var hann við nám og störf í Noregi og Bret- 'landi. Árið 1971 hóf hann aftur störf hjá Sambandinu og var hjá Véladeild til 1976 og eftir það fjögur ár á skrifstofu Sam- bandsins í Hamborg. Sl. fjögur ár hefur Ragnar, sem er 41 árs, verið deildarst jóri í umbúöa- og veiöarfæradeild Sjávarafuröa- deildarSlS. Sigrún Vilhjálms- dóttir innheimtu- stjórí hjá Eim- skipafélagi Islands Sigrún Vilhjálmsdóttir tók hinn 1. maí sl. við starfi inn- heimtustjóra hjá Eimskipafé- lagi Islands. Síðastliðin fjögur ár starfaöi hún i fjárreiðudeild fyrirtækisins en þar áður m.a. við verslunarstörf í Hafnarfiröi og hjá Iönaöarbanka Islands hf. Farmf lutningar fyrir stórið juf yrirtækin: Vítamínsprauta í fraktflutningum — mundi bæði lækka farmgjöld á öðrum f lutningum og auka f jölda ferða til og f rá landinu, segir Snorri Pétursson, framkvæmdastjóri Sambands ísl. kaupskipaútgerða Stækkunarmöguleikar og aukin um- svif íslenskra kaupskipaútgerða á komandi árum eru fyrst og fremst tengd væntanlegri stóriðju hér á landi að mati Snorra Péturssonar, nýráðins framkvæmdastjóra Sambands islenskra kaupskipaútgerða. I viötali við DV sagði Snorri jafnframt, að þó við fyrstu sýn gæti virst, að íslensk kaupskip ættu að hafanokkurtforskot í slíkum flutningum, væri það takmark- aö. Flutningar fyrir stóriðjufyrirtæki sem kepptu á alþjóðamarkaði væru A Tölvumar komnar á Þjóðminjasafnið Islendingar eru greinilega komnir vel inn í tölvuöldina. Nýlega tók Þjóðminjasafnið í sína vörslu meira að segja fyrstu spjaldgatarana af IBMgerð, sem Fasteignamat ríkisins hafði þá notaö í sautján ár. Mun ætlunin að gatararnir verði varðveittir í atvinnuminjasafni, þegar og ef því verður einhvern tíma komið upp við Þjóðminjasafn Islands. Þeirselja blöðin á bensínstöðvum áAkureyri Við sögðum frá því hér á viðskiptasíðunni í fyrri viku og töldum til nýjunga að Skeljungur væri farinn aö selja Vikuna og Urval á bensínafgreiðslum sínum. Okkur hefur verið bent á aö Olís á Akureyri hafi í nokkur ár selt DV, Vikuna og Helgar- póstinn og er ekki að spyrja aö þeim noröanmönnum í þessum efnum fremur en öörum. Páll Guðbjörnsson umboðsmaður Eimskips íBorg- arnesi Páll Guðbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Vímets hf., hefur nýverið tekiö að sér að vera um- boðsmaður Eimskipafélags Islands hf. í Borgamesi. Fram- vegis er ætlunin að senda vörur, sem fluttar eru um Reykjavík til Borgamess, beint til afgreiðslu hjáPáliíBorgarnesi. Innflytjendur geta nú fengið vörusendingar tollafgreiddar hjá sýslumanni Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu í Borgamesi og fengiö þær síöan afgreiddar á af- reiðslu Eimskips, sem verður til húsa að Borgarbraut 74. Eimskip innkaUar ogþrefaldar hlutabréfin Eimskipafélag Islands hf. vinnur nú að innköllun hlutabréf a i og útgáfu jöfnunarhlutabréfa: samkvæmt samþykkt síðastai aðalfundar félagsins. ölluml hluthöfum hefur verið sent bréfi um núverandi hlutabréf þeirra.' Þess er óskað að bréfunum sé skilað á skrifstofu fyrirtækisins.: Síðan verða hluthöfum send ný hlutabréf meö þreföldu verögildi nýkrónu. Innköllun bréfanna er nauðsynleg vegna gjaldmiðils- breytingarinnar hinn 1. janúar boðnir út og réðist það af samkeppnis- hæfni einstakra skipafélaga hvort þeim tækist að ná við þau flutnings- samningum. „Ef islenskum skipafélögum tekst aö ná afgerandi hluta af flutningum fyrir þau stóriðjufyrirtæki, sem rekin eru hér og verða rekin í framtiðinni, verður það til mikilia bóta í samgöng- um við landið,” sagði Snorri Péturs- son. Því mætti jafna við þau áhrif, sem áætlunarflug íslensku flugfélaganna hefði haft fyrir flugsamgöngur hingaö til lands. Aukin umsvif íslenskra skipa- félaga vegna stóriöju hér á landi í framtíðinni mundu á sama hátt lækka farmgjöld á öðrum flutningum til landsins og einnig f jölga ferðum farm- skipa til og frá landinu. En flutningar íslenskra skipafélaga á aðföngum og afurðum stóriðjufyrir- tækja væru ekki sjálfgefnir eins og áður sagði. Vel hefði að visu tekist hingað U1 varöandi flutninga fyrir ál- félagið og járnblendiverksmiðjuna, þrátt fyrir erlend tilboð i þá flutninga. „Við þurfum hins vegar ávallt að vera á verði,” sagði Snorri Pétursson ennfremur.” Þrátt fýrir tiltölulega lítil og smá verkefni í farmflutningum að og frá Islandi væri áhugi erlendra aðila á þeim fyrir hendi. Hann mundi ekki minnka við hugsanlega aukningu á flutningum fyrir stóriðjufyrirtæki hér á landi. Þess vegna væri nauösyn- legt fyrir íslensk kaupskipafélög aö vinna að bættri samkeppnisaðstöðu. Meðal annars þyrfti að vinna að lækk- un innlends kostnaðar. Væri þá bæði átt við hlutfallslegan launakostnað, launatengd gjöld og opinberar álögur. Einnig þyrfti að gæta þess að vel væri fylgst með tæknilegri þróun í farm- skipaflutningum. ■ rfí >;.i Þótt íslenskur farmflutntngsmarkaður sé litill á alþjóðlegan mællkvarða hafa erlendis aðDar áhuga á honum og ekki síst eftir að flutningar fyrir stórlðjufyrirtækin komu til. Of gamall grundvöllur undir lánskjaravfsitölu Helsti gallinn við útreikning láns- kjaravísitölunnar er talinn vera sá að upplýsingar sem breytingar á henni er byggðar á eru of gamlar. Til dæmis má nefna að útreikningar nýrrar lánskjaravísitölu sem taka á gildi hinn 1. ágúst næstkomandi munu að óbreyttu byggja á u.þ.b. 50 daga gömlum upplýsingum. Með. þessu lagi þykja aðhaldsaðgeröir? koma seint inn í vísitölumyndina. Breyting á lánskjaravísitölunni 1. ágúst mun því byggjast á verðlags- breytingum, sem uröu i byrjun júní síðastliðins, skömmu eftir að gengi íslensku krónunnar var ákveðiö. Hugmyndir eru uppi um að reikna lánskjaravísitöluna samkvæmt nýrri upplýsingum um verðlagsþróun. Er það ekki talið miklum vandkvæðum háð. Lánskjaravísitalan hefur hing- að til verið miðuð við framfærsluvísi- tölu að 2/3 hlutum og byggingarvísi- tölu aö 1/3 hluta. Ljóst þykir að ekki veröi nein vandkvæði á að ný lán og fjárskuld- bindingar verði samkvæmt kjörum endurskoðaðrar lánskjaravisitölu. Hins vegar er taliö óvíst hvort hægt verður að breyta kjörum á eldri lánum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.