Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1983, Blaðsíða 14
DV. FIMMTUDAGUR 21. JtJLl 1983. 14 'VIDEO' OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 23 Kvikmyndamarkaðurinn Skólavörðustig 19. Videoklúbburinn Stórhofti 1. Simi 35450. .VIDEO. *H DÖMU-OG HERRA- PERMANENT Strípur í öllum litum. Litanir, lagningar, klippingar, blðstur, djúpnæring og glansskol. Erum aðeins með fyrsta flokks vörur. Vinnum aðeins úr fyrsta flokks efni. Ath. Opið fimmtu- daga til kl. 20.00. Vandlötra val er Hárgreiðslustofa EDDU & DOLLÝ Æsufelli 6 - Sími 72910. r Allar vörur fyrirtækisins með 50% afslætti Við breytum rekstrinum og seljum því allar vörur verslunarinnar í dag og næstu daga' með helmingsafslætti. Missið ekki af útsölu ársins. fAae/m Auðbrekku 44—46, Kópavogi. Sími 45300. VHAN. er ekki sérrit heldur fjölbreytt og víðlesið heimilisblað býður ódýrasta auglýsingaverð allra íslenskra tímarita. — Nú býður VIKAN nýja þjónustu fyrir auglýsendur: samn- inga um birtingu heil- eða hálfsíðu í lit eða svarthvítu, — i hverri VIKU eða annarri hverri VIKU. Hér eru rökin fyrir birtingu auglýsinga í VIKUNNI. nær til allra stétta og allra aldursstiga. Auglýsing í Vikunni nær því til fjöldans en ekki aðeins takmarkaðra starfs- eða úhugahópa. ks mttv hefur komið út í hverri viku í meira en 40 ár og jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bœði hvað snertir efni og útlit. Þess vegna er VIKAN svona fjölbreytt og þess vegna er lesendahópurinn svona stór og fjölbreyttur. selst jafnt og þétt, bœði í þéttbýli og dreifbýli. Þess vegna geta auglýsendur treyst því, að auglýsing í VIKUNNI skilar sér. er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óvið- komandi. Þess vegna er VIKAN svo vinsæl og víðlesin sem raun ber vitni. veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsamlegu verði og hver auglýsing nær til allra lesenda VIKUNNAR. [ hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar. Upplýsingar um auglýsingaverð VIKUNNAR eiga við hana eina og þær fást hjá A UGL ÝSINGA DEILD VIKUNNAR í síma 85320 (beinn sími) eða 27022 Bandaríkin og Mið-Ameríka: MIÐ-AMERÍKA, NATÓ 0G VIÐ Bandariska stjómmálamenn greinir ekki á um aö uppreisnir og byltingar, í þaö minnsta utan verkalýðsríkja, séu óæskilegar, þær geti leitt til óæskilegr- ar samfélagsskipunar, sósialisma, og þær ógni hagsmunum Bandaríkjanna, það er aö segja bandariskrar yfirstétt- ar. En þegar bandarískir stjómmála- menn líta til þeirra landa í Mið- Ameríku þar sem uppreisnarástand ríkir og horfast í augu viö staöreynd- irnar greinir þá á um hverjar vega þyngst þegar bregöast þarf við þeirri ógnun sem af þeim stafar. Annars vegar: Núverandi ástand í Miö- Ameríku leiðir óhjákvæmilega til upp- reisnar. Hins vegar: Breyting á núver- andi ástandi er hættuleg og getur leitt til „byltingarsinnaöra alræöisstjórna” og þá veröur aö viðhalda núverandi ástandi hvaö sem þaö kostar. Síöamefnda niöurstaðan er niður- staöa Reagans forseta, sem er and- vígur sérhverri málamiölun viö stjómarandstæðinga og uppreisnar- menn í Mið-Ameríku eða byltingar- stjórnimar á Kúbu, Grenada og Nicaragua. Eina leiöin er hemaöar- legur sigur yfir uppreisnarmönnum og til þess þarf öflugan stuöning Banda- ríkjanna, bæði efnahagslegan og hernaðarlegan. Mannréttindi, ógnar- verk, og blóöbaö eru fyrirbæri sem ekki dugar að láta vefjast fyrir sér. Mannréttindastefna Carters átti sér rætur í hinni fyrrnefndu niður- stööu, og hún mótar afstööu andmæl- enda Reagans um málefni Miö- Ameríku. Alit þeirra er aö þaö þurfi að stöðva mannréttindabrot valdhafa í Miö-Ameríku og leiðrétta eitthvaö hinn gífuriega ójöfnuð og misskiptingu Iífs- gæða sem sé undirrót átaka og upp- reisna á þessu svæði. Bandaríkin eigi að hvetja til samninga við frelsishreyf- inguna í E1 Salvdor og reyna þannig aö koma i veg fyrir að átökin endi með sósíalískri byltingu, enda gæti frekarí hemaöarleg íhlutun leitt Bandaríkin út í stríð sem mætti líkja við Víetnam- • „Og sá óvinur sem ógnar hinum „frjálsa” heimi er ekki einungis Sovétríkin, heldur einnig sú kúgaða alþýða sem einlægt er að reyna að brjóta af sér hlekkina víða um heim striðið. Ekki af þvi aö Víetnam-stríðiö hafi endilega veriö óafsakanlegt, en Bandaríkin töpuðu því stríði, það varö óvinsælt og það gerir viðlíka ævintýri óæskilegt aðsinni. Því þrátt fyrir þennan ágreining ber Carter-stjórninni eöa núverandi stjómarandstööu í Bandarikjunum og Reagan-stjóminni ekkert á milli um þaö að fyrst og fremst ber að' verja hagsmuni Bandaríkjanna, þaö er bandaríska auövaldsins, og þeim hags- munum er alltaf ógnaö af alþýðuupp- reisnum. Þess vegna hafði Carter- stjórnin uppi áform um aö blanda sér í innanlandsmál i Nicaragua meö þvi aö styrkja frjálslyndari öfl þegar upp- reisnarmenn voru farnir aö ógna völdum Somoza. En þaö dugöi ekki til að aftra valdatöku sandínista i júlí áríð 1979. Og á siöasta rikisári Carters, eftir þann skelk sem fall Somoza olli, fékk stjóm E1 Salvador margháttaöa aðstoö frá Bandaríkjunum þrátt fyrir yfirgengileg ógnarverk af hálfu stjómarinnar eða meö vitund hennar og vilja. Þessi aöstoð fólst bæði i vopnasölu, f járveitingum og hemaöar- ráðgjöf. Hún hefur síöan aukist mjög í tíö Reagans. Kennisetningin Það er engin nýlunda að Bandaríkja- menn telji sig hafa rétt til íhlutunar í öðmm löndum Ameríku. Þennan rétt áskiidu Bandaríkjamenn sér þegar áriö 1823 meö Monroe-kenningunni svonefndu sem kennd er við James Monroe, þáverandi foreta Bandaríkj- anna. Megininntak kenningarinnar er að stjórnskipun Evrópuríkja sé í grund- vallaratriðum önnur en rikja Ameríku, Evrópuríki hafi engan rétt til íhlutunar um málefni ríkja Ameriku og Banda- rikin muni líta á sérhverja slika ihlutun sem fjandskap viö sig. Það má því segja aö afstaða Bandaríkjanna i Falklandseyjastríðinu hafi veríö i mót- sögn viö Monroe-kenninguna, en það er sjálfsagt túlkunaratriði. I raun hefur Monroe-kenningunni veriö á síðustu áratugum beitt gegn Sovétrík junum — eöa öllu heldur gegn alþýðu Rómönsku Ameriku þótt Sovétríkin hafi gjaman verið höfö að blóraböggli. Athyglisverð er sú túikun sem kemur fram í Santa Fe-skýrslunni svokölluöu, sem var samin sem stefiiu- skrá Reagans um Rómönsku Ameríku fyrír forsetakosningamar: „Monroe-kenningin er mjög næmt pólitískt tæki til að greina ógnun viö öryggi lands okkar. Með þessarí kenn- ingu er því slegið föstu aö ákveöna starfsemi i hinum ameríska heims- hluta sé; ekki hægt að líta á sem „nokkuð annað en yfirlýsingu um óvin- veitt áform gegn Bandaríkjunum”. Samkvæmt kenningunni er öllum utan Ameríku bannaö að verða sér úti um landsvæði, taka þátt í bandalögum eða að blanda sér á annan hátt í stjómmál amerískra ríkja. Kenningin varð fjölþjóðleg þegar Samtök Ameríkuríkja (OAS) geröu ATVINNUMÁL FATLAÐRA Staðaní dag 1 dag er staða þessa máls i stuttu máli þessi. Þeir sem bera einhverja fötlun, þeir sem eru hreyfihamlaðir, þeir sem hafa skerta greind, skerta sjón, skerta heym o.s.frv., eiga undir högg að sækja á almennum vinnu- markaði. Þessar staðreyndir liggja alltaf fyrir, en þá fyrst verða þær aÞ varlegar þegar um samdrátt er að ræða á vúmumarkaöi. Slikur samdrátt- ur virðist nú orðinn að vemleika hjá okkur. Jafnvel i þeim mánuöi ársina sem bestur er hafa um 1% manna ó vinnualdri ekki atvinnu. Margt bendir til þess að samdrátturinn verði varan- legur og nái til þjónustugreina í vax- andi mæli. Atvinnumál fatlaðra verður nú að taka fastari tökum en gert hefur verið. Það verður að vinna markvisst aö þessum þætti í atvinnulífinu. Það verður að skipuleggja atvinnulífiö meö hliðsjón af atvinnumálum fatlaðra. Það verður að tengja þau mörgum öðrum þáttum en beinni þátttöku fatlaðra á vinnumarkaði. Hefðbundnar aflgerðir Hefðbundnar aðgeröir í atvinnu- málum fatiaðra er vinnumiðlun. A þessum þætti málsins hefur orðið mis- brestur. Þeir sem starfa að vinnumiðl- un fatlaðra haf a ekki haft aðstöðu til að sinna þessu verki sem skyldi. Þeir hafa ekki haft aðstöðu til að vinna skipulega að málinu. Þeir hafa ekki getaö fylgt eftir þeim könnunum og notfært sér þær upplýsingar sem fyrir liggja. Þeir hafa ekki getað fylgt fötluðum einstaklingum eftir á vinnu- markaöi eins og nauðsynlegt er. Vinnumiðlun fyrir fatlaða hefur ekki verið virk þrótt fyrir gott starf margra sem að málinu vinna. Vinnumiðlun Vinnumiðlun fatlaðra verður að tengja við fleiri þætti en vinnustaðinn sjálfan. Það verður að tengja endur- hæfingu og skóla beint við atvinnu- málin. Það verður að vinna markvisst aö atvinnumálum fatlaðra frá grunni. Þegar endurhæfingu er lokið og hún hefur borið árangur, hvort sem hún hefur farið fram á vemduðum vinnu- stað, i skólum eða á stofnun, verður atvinnulífið strax að taka við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.