Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1983, Blaðsíða 10
10
DV. FIMMTUDAGUR 21. JUli 1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Ameríska
karlmennskan
fæti
Alexander Haig hvessti sjónirnar
út yfir salinn og þaö brá fyrir
snöggvast þessum ískalda víga-
glampa, en þaö var engin hætta á
ferðum. Þetta var bara hún Sara Mc-
Landon frá Texas sem hafði kallað
og spurt hann kurteislega hvort ein-
hverjar konur yrðu með í förinni þeg-
ar sendinefndin legði af stað til
Egyptalands að vera viðstödd útför
Anwars Sadats, þann 10. október
1981.
.JConur?” sagöi Alexander Haig.
„Það veit ég ekkert um. Það fer allt
eftir því hvort við höfum pláss fyrir
þær í flugvélinni og hvort við gerum
einhverja undantekningu.”
En Sara McLandon kunni þessu
svari hálfilla og lái henni hver sem
vill. „Undantekningu?” sagði hún
og var dálítið snúin. „Þið hljótið nú
aðhafa pláss fyrir konur.”
„I mínu hjarta er ævinlega pláss
fyrir konur,” sagði Alexander Haig
og þar með sneri haukurinn bjarti
sér að málefnum sem honum hefur
vafaiaust þótt skipta heimsbyggðinaj
meiru en flandur kvenna út fyrir
landsteinana.
En þó var engu líkara en einhver
innri varðengill hefði hvíslað í eyru
hans: svona, svona, Alexander,
svona talar maður ekki við konur nú
tildags.
Og varðengill þessi talaði orð að
sönnu. Svona talar maður ekki við
konur nú á dögum — ekki með þess-
um yfiriætislega raddhreim, sem
tekur af öll tvímæli um hver þaö er
sem valdið hefur — allra síst ef
maður er utanríkisráðherra í ríkis-
stjórn Ronalds Reagans og veit sem
er að f jandmennimir eru margir og
nota þau vopn sem beittast bita
hverju sinni.
Svo að nokkru síðar á blaðamanna-
fundinum beindi hann aftur máli
sínutilSöru.
„Kæra Sara. Fyrirgefðu hvað ég
svaraði spurningu þinni áðan fávís-
lega. Mér er það vel kunnugt að eig-
inkona mín er ágætis vinkona frú
Sadats og sama má segja um eigin-
konu Percys öldungadeildarmanns,
svo að ég mun vissulega gera það
sem í mínu valdi stendur.”
Kappinn Haig hafOi pláss fyrir konur i hjartanu an akki fíugvóiinni sinni. '■
Úr öskunni f eldinn
En þarna fór Haig blessaður úr
öskunni i eldinn. Hann hafði bersýni-
lega hugsað sér að láta í ljósi ein-
hverskonar virðingarverða samúð
með tilfinningasemi kvenkynsins, en
í leiðinni varð honum á að afhjúpa
sig heldur illa — hann gæti svo sem
hugsaö sér að hafa konur meðferðis,
væru þær manni gefnar í sendinefnd-
inni.enannarsekki.
Það gaus upp handapat og fum
meðal aðstoðarmannanna og einn
þeirra laumaðist upp að ræðupúltinu
með dálítinn bréfmiða.
Haig roðnaði upp í hársrætur.
Hann svaraði fyrst fáeinum spurn-
ingum utan úr salnum en svo veik
hann enn á tal við hana Söru frá Tex-
as.
„Sara. Eg verð endilega að leggja
Hinn bringuloðni Hamingway var eftt af skótdum amarisku kari-
mannskunnar.
á það áherslu í hvílfku uppnámi ég er
yfir því að fyrirspurn þín skyldi
koma mér svo gersamlega úr jafn-'
vægi. Mér var auðvitað í lófa lagiö að
upplýsa þegar í stað að vitaskuld fer
hún með okkur, sendiherra okkar hjá
Sameinuðu þjóðunum, hún Jeane
Kirkpatrick.”
Amariski karimaOurinn, ainmana og starkur. Cary Coopar í kvlkmynd-
Inni High Noon.
er upphafiO aO disamiegri vinittu." Humphray Bogart og
Claude Rains i Casabianca.
Umsjón:
Baldur Hermannsson
AO vera karlmaður
Þannig spunnust nú þessar sam-
ræður og þættu kannski ekki í frásög-
ur færandi ef ekki væru þær dálítiö
dæmigerðar fyrir hin snöggu um-
skipti á högum kvenna í Bandaríkj-
unum.
En hver er svo harðlyndur að hann
hafi ekki samúö meö Alexander
Haig? Hann hafði ávallt í mörg horn
að líta og þaö var kannski ekki nema
von að honum skyldi yfirsjást sú
staðreynd, að vegur kvenna jókst
hröðum skrefum og staða þeirra í
bandaríska þjóðfélaginu var nú allt
önnurenþegarhann varaðvaxa upp
og temja sér vissa háttu gagnvart
fagra kyninu (ef manni leyfist að
taka þannig til orða nú á
dögum).
En Haig er ekki einn á reki á hin-
um áralausa báti karlmennskunnarí
Ameriku, þvi fer víðs f jarri. Hann er
aðeins einn af tugmilljónum banda-
rískra karlmanna sem vita ekki
lengur sitt rjúkandi ráö og skilja
hvorki upp né niður í hinni sviplegu
Nútknakonan bandariska ar
hvorkl bijúg né undirgafín, elns og
hln foma hlutvarkasklpdng garir
ráO fyrir.
umbyltingu kynjanna.
Karlmennskan í Ameríku — hvern-
ig var hún þá eiginlega? Hvað var
svo merkilegt við það aö vera karl-
maður í Ameríku? KARLMAÐUR —
það var að vera frakkur frumherji,
karskur kúreki, harðsoöinn her-
maður, fifldjarfur flugmaður, frá-
bær fótboltamaður, beinskeyttur
byssumaður eða kannski eitthvað
ennþá tilkomumeira eins og sjálfur
Wyatt Earp sem ríður sínu hrossi inn
í Tombstone, hlammar niður óþjóða-
er á fallanda