Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1983, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 21. JOLl 1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjórí og Otgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritsfjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 84óll. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiósla, áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. P rentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI1». Áskriftarverð á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr. Helgarblað22 kr. Verö endurspegli gæði Þegar íslenzk fiskiskip sigla með afla, fer fiskurinn yfirleitt á heildsölumarkað, sem endurspeglar framboð og eftirspurn. Bezti fiskurinn er seldur á svimandi háu verði, en lítið sem ekkert fæst fyrir hinn lakasta. Á fiskmörkuðum erlendra löndunarhafna eru samt ekki sveitir opinberra eftirlitsmanna til að meta fisk til gæða og verðs. Aðhaldið felst í sveiflum markaðsverðsins, sem framkalla bæði mestu gæði og nákvæmar tímasetningar í löndun. Við búum hins vegar hér heima við einkar flókið kerfi, — verðjöfnunarkerfi með þátttöku ríkisvaldsins. Svo virðist sem þetta kerfi hafi rofið hin nauðsynlegu tengsli milli kaupenda og seljenda á ýmsum stigum málsins. 1 hæstu verðflokkum getur farið gegnum kerfið fiskur, sem neytandinn í Bandaríkjunum fúlsar svo við, þegar ætlazt er til, að hann kaupi dýrum dómum og vilji síðan frekari viðskipti. Skilaboð um svörun hans ganga treg- lega til upprunans. Hér ákveður sérstök yfirnefnd verð og verðflokka með atkvæðum oddamanns ríkisstjórnarinnar og einhvers málsaðilans. Síðan raða opinberir matsmenn hinum land- aða fiski í þessa verðflokka án þess að hafa stuðning af skýrum mælikvörðum. Málið verður flóknara fyrir þá sök, að víða eru seljandi og kaupandi í raun sami aðilinn, sem gæti haft hag af því að reyna að fleka sölusamtökin til að taka við vöru, sem ekki er eins góð og matið fullyrðir. Ástæða er til að ætla, að allt þetta kerfi sé verulega gallað. Það sýna umræður í kjölfar birtingar Fiskifélags Islands á umdeildum prósentutölum um gæðaflokkun afla úr einstökum skipum og eftir einstökum veiðiað- ferðum. Fyrst er að nefna, að verðmunur á gæðaflokkum er áreiðanlega allt, allt of lítill. Hann endurspeglar ekki að- eins gæði, heldur einnig pólitíska tillitssemi við ákveðin sjávarpláss, ákveðnar veiðiaðferðir og ákveðna fjárfest- ingu. Of lítill verðmunur gæðaflokka er óbeinn stuðningur við netaútgerð, sem nær aðeins 70% aflans í efsta gæðaflokk, og við togaraútgerð, sem nær aðeins 90% aflans í þennan flokk, meðan línu- og handfæraútgerð ná 100%. Dæmi togaranna er raunar heldur verra en prósentu- talan segir. Afli þeirra er svo mikill, að hann er lengi í vinnslu í landi. Er hann þá oft orðinn mun síðri að gæðum á síðasta vinnsludegi en hann var á löndunardegi. Settar hafa verið fram óskir um, að bannaður verði allur tveggja og þriggja nátta netafiskur, svo og neta- fiskur af of miklu sjávardýpi. Ennfremur, að bannaður verði eldri togarafiskur en einnar viku gamall. Til viðbótar hafa verið settar fram óskir um, að löndun- um togara sé hagað svo, að vinnslu afla sé lokið fyrir helgi, svo og að helgarvinna verði heimiluð, ef þetta tekst ekki. Fyrirstaða er gegn öllum slíkum óskum. Lög um slík atriði og hreinar lögregluaðgerðir í kjölfar þeirra geta verið nauðsynleg forsenda betri söluvöru í sjávarútvegi. Enn betra væri þó, að hin opinbera verð- flokkun endurspeglaði átakalaust raunverulegan gæða- mun, ekki bara hluta hans. Bezt væri þó, ef hægt væri að koma hér á beinu sam- hengi milli verðs og gæða, sem menn þekkja frá er- lendum fiskmörkuðum, svo að veiði- og vinnsluaðilar fái þann verðmun, sem markaðurinn vill borga fyrir gæða- mun þessarar sömu vöru. Jónas Kristjánsson. Umræðu þörf Á þessu sumri minnumst við þess að tvö hundruö ár eru liðin frá eld- gosinu í Lakagígum og móöuharð- indunum sem kennd eru við móðuna miklu er frá eldgosinu lagði yfir lönd og álfur. Þegar lesnar eru heimildir um þetta ægilega eldgos og þær af- leiðingar sem þaö hafði veröur manni ljóst að Islendingar nútímans þekkja ekki náttúruhamfarir af þeirri stærð sem forfeður okkar hafa oft þurft að glíma viö. öll eldgos sem orðiö hafa hérlendis síðan 1918 eru i raun og veru lítil gos þótt þau hafi valdið um- talsverðu eignatjóni sum hver. Hvað ef.. .7 Eldgosið sjálft var ógurlegt en til viðbótar komu mikil harðindi og jarðskjálftar. Náttúruöflin virtust ákveðin í því að útrýma þeirri hungr- uðu þjóð sem hírðist hér norður við heimskautsbaug, mergsogin af er- lendu valdi og innlendu sundurlyndi. Aldrei hefur íslensk þjóð verið nær því að þurrkast út en á þessum hörm- ungarárum fyrir tveim öldum. stæður nú saman við aðstæður í móðuharðindunum. Við ráðum yfir margháttaðri tækni sem myndi nýt- ast okkur í viðbrögðum okkar viö slikum hamförum og við þekkjum margar félagslegar aðgerðir, sem forfeður okkar þekktu ekki og máttu ekki nota. Engu að síður er okkur hollt að staldra við í nútima þegar við minnumst móðuharöindanna. Hvenær sem er Sannleikurinn er nefnilega sá að hamfarir eins og móðuharðindin geta hvenær sem er duniö yfir okkur og þær geta átt upptök sín víða um landiö, höfuðborgarsvæðið þá ekki undanskilið. Hvenær sem er geta orðið stórgos í Snæfellsjökli eða á Reykjanesskaganum. Þótt nokkuð sé umliðið frá eldgosum á þessum stöðum er sá tími skammur á mæli- kvarða jarðsögunnar. Þeim gleymist seint sem horfðu á húsin á Heimaey molna og hrynja undir hraunjaðar- inn. Enda þótt það tjón verði aldrei bætt aö fullu, sem þar varð, var það Vitað er að yfir vofir mikill jarð- skjálfti á Suðurlandi sem verður því meiri þeim mun lengur sem það dregst á langinn að hann komi. I honum mun verða mikið eignatjón og gæti orðið verra en það. Hér á höfuð- borgarsvæðinu getur einnig hvenær sem er orðið mikill jarðskjálfti. Þá verður margra spurninga spurt I raun þarf ekki að rökræða það hvort miklar náttúruhamfarir verði hérlendis í náinni framtíð. Spum- ingin er hins vegar hvar og hvenær. I okkar stóra og strjálbýla landi geta vissulega orðið ægilegar náttúru- hamfarir sem valda tiltölulega litlu eignatjóni og engu manntjóni. En verði manntjón í náttúruhamförum er margra spuminga spurt sem hefði þurft að svara áður en ósköpin dundu yfir. Þá villmörgum vefjast tunga um tönn og margir þykjast vafalítið mjög hissa, rétt eins og þeir hafi aldrei giuggað í Islandssögu. Það er því ekki óeðlilegt að þeirri spumingu skjóti upp hvemig ís- lenska þjóðin myndi bregðast við í dag ef áh'ka náttúruhamfarir dyndu yfir hana. Hvemig myndi sú kynslóð, sem emjar og æpir í hvert skipti sem hún verður að hægja á sér í lífsgæða- kapphlaupi sínu, bregðast við því, ef gróður jarðar sölnaöi, búpeningur félli, ár og vötn eitruðust, loftið for- pestaöist, heilu landsvæðin legðust í auðn um tíma og byggingar á stórum hluta landsins skemmdust eða lösk- uðust i jaröskjálfta, allt á einu og sama árinu? Vissulega er ekki unnt að bera að- vel viðráðanlegt fyrir þjóðina aö létta undir með þeim sem um sárt áttuaðbinda. En hvað myndi gerast ef hraun rynni á Reykjavík? Eða stóru kaup- staöina í nágrenni hennar? Þó yrði eignatjón, sem yrði svo mikið að þjóðin gæti á engan hátt risið undii að bæta það. Allt getur þetta gerst hvenær sem er. Það eru ekki aðeins eldgos sem á okkur geta dunið hvenær sem er. Jarðskjálftar em jafnvel enn ægi- legri ógnir en eldgosin. Langt er nú umliðið síðan jarðskjálfti hefur valdið umtalsverðu tjóni hér á landi. Fyrsta spumingin verður vafa- laust hvernig á því stendur að sú opinber stofnun sem á að gera fyrir- byggjandi ráðstafanir og' stjórna að- gerðum á neyðarstundum hefur allt- af verið svelt um fjármagn á meðan fé hefur gegndarlaust verið ausið ó bóða bóga í margskyns munað. önnur spurniningin verður vafalitiö um það hvort mannvirki hafi verið hönnuö og reist i samræmi við þá vitneskju sem ölium ætti að vera kunn, að hamfarir þurfa ekki að koma okkur að óvörum. Verði til dæmis mikill jaröskjálfti á höfuö- borgarsvæðinu á skólatíma er hætt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.