Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1983, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR 21. JULI1983.
15
hana að sinni með Caracas-yfirlýsing-
unnil954:
„Eftirlit hinnar alþjóðlegu kommún-
istahreyfingar eða vald hennar yfir
pólitískum stofnunum i hvaða ríki
Ameríku sem er í því skyni að yfirfæra
stjómskipun ríkis í annarri heimsálfu
til okkar heimshluta er ógnun við full-
veldi og pólitískt sjálfstæði ríkja
Ameríku, ógnar friði í Norður- og
Suöur-Ameriku og gefur tilefni til
samráðs til að ígrunda heppilega
stefnu í samræmi við gildandi samn-
ing.” ”
Það má því segja að sú stefna sem
kemur fram í Sante Fe-skýrslu
Reagans standi á gömlum merg. Og
bandarískumstjórnvöldumhefur alltaf
verið einkar lagið að færa bæði
Monroe-kenninguna og Caracas-yfir-
lýsinguna upp á jafnt réttláta upp-
reisn alþýðunnar gegn kúgunarstjóm
sem réttmæta kosningu frjálslyndra
stjómmálamanna og sjá þar „óvin-
veitt áform gegn Bandarikjunum” og
„ógnun við fullveldi og pólitiskt sjálf-
stæði ríkja Ameríku”.
Hákarlinn og
sardínurnar
Við skulum aðeins iíta á nokkur
dæmi úr sögunni:
1 lok 19 aldar háöu Kúbanir frelsis-
stríð við Spánverja. Bandaríkjastjóm
tókst að blanda sér í stríðiö þar sem
henni var umhugaö aö ná itökum á
Kúbu. Eftir fríöarsamninga árið 1898
þvingaði Bandaríkjastjóm kúbanska
stjómlagaþingið til að samþykkja svo-
kölluð Platt-lög, en þau kváðu á um að
Bandaríkin hefðu rétt til að hiutast til
um innanrikismál á Kúbu, „til þess að
tryggja sjálfstæði Kúbu og stjórnarfar
sem sé þess megnugt að vemda líf,
eignir og frelsi einstaklingsins”, eins
ogþaðvarorðað.
1905 hlutuðust Bandaríkin til um
málefni Dómínikanska lýðveldisins og
árið 1916 var bandarískt herlið sent
þangað aftur og var landið síðan i átta
ár undir beinni herstjórn Bandaríkj-
anna. A Haiti höfðu þau samsvarandi
hersetu frá 1915 til 1934. Bandariskt
herlið var sent til Nicaragua árið 1911
og hélt frjálslyndri stjómarandstöðu í
skefjum til 1933, en gerði hins vegar
ekkert til að aftra Somoza eldri frá að
taka völdin með blóðbaði árið 1934. Þá
var Roosevelt kominn til valda í
Bandaríkjunum og á hans valdatíma
lét Bandaríkjastjóm íhlutun í málefni
ríkja Rómönsku Ameríku vera.
Árið 1950 var kosinn í Guatemala
frjálslyndur forseti, Jacobo Arbenz
Gúzman, en þá hafði verið þar síöan
1944 frjálslynd stjórn Juan José
Arévalo. Sá skrifaöi siðar fróðlega bók
um yfirgang Bandaríkjamanna i
Rómönsku Ameríku, Hákariinn og
sardínumar, og hefur hún komið út í
islenskrí þýðingu. Ibúar Guatemala
höfðu lengi búið við kúgun og óskap-
lega fátækt. Bandarísk fyrirtæki, þar á
meöal United Fruit Company, áttu þar
mikilla hagsmuna aö gæta. Arbenz
hélt áfram umbótum fyrírrennara síns
og hafði uppi áform um þjóðnýtingu,
meðal annars á eignum United Fruit
Company. Arið 1954 stóð bandaríska
leyniþjónustan fyrir innrás í landið frá
Hondúras og beitti fyrir sig liöi hægri
sinnaðra stjórnarandstæöinga frá
Guatemala sem var búið bandarískum
vopnum. Allar umbætur frá þessum tiu
EinarÓlafsson
árum voru gerðar aö engu og síðan
hafa íbúar þessa lands búiö við kúgun
og örbirgö aö fámennri vellauðugrí
yfirstétt undanskilinni og nú ríkir þar
ógnaröld og stendur stjórnin þar fyrir
morðum og ógnarverkum í engu minni
mæli en stjómin í E1 Salvador. En
Reagan er hæstánægður með þessa
stjóm og hefur aftur tekið upp þá
aðstoð sem ríkisstjórn Carters lagði
niður.
Árið 1961, tæpum tveim árum eftir
sigur uppreisnarmanna á Kúbu yfir
ógnarstjórn Batista, stóð bandaríska
leyniþjónustan fyrir innrás á Kúbu,
Svinaflóainnrásinni. A sama hátt og í
Guatemala árið 1954 var beitt liði
kúbanskra útlaga, en þeir vom búnir
bandariskum vopnum, þjálfaöir í
Bandaríkjunum og nutu aðstoðar
bandarískra orrustuflugmanna. En sú
innrás mistókst.
Arið 1965 urðu hörð átök í Dómínik-
anska lýðveldinu. Bandaríkjastjórn
básúnaöi þegar út hættuna á valdatöku
kommúnista og í lok apríl gekk bánda-
rískt herlið á land.
Hér hafa verið taiin upp nokkur
dæmi þess að bandarísk stjómvöld
hafi staðið fyrir innrásum í lönd
Rómönsku Ameriku, en oft hafa þau
lika haft hönd í bagga með breyting-
um eða gegn breytingum á stjóm þess-
ara landa og má þar nefna valdarán
hersins í Brasih'u 1964 og Chile 1973. Og
enn eru ótaldar ýmiss konar efnahags-
þvinganir og hótanir af ýmsu tagi.
Mið-Amerfka,
NATO og við
Oft erum við minnt á yfirgang Sovét-
ríkjanna meðal nágranna sinna og inn-
rásir þeirra í Ungverjaland, Tékkó-
slóvakíu og Afganistan og ekki aö
ófyrirsynju. En ákaflega lítið er gert af
því að rifja upp þá sögu sem hér hefur
veriö rakin og er það í samræmi við
áhugaleysi islenskra fjölmiöla um þá
innrás í Nicaragua sem nú stendur
yfir.
En Bandaríkjamenn hafa ekki
aöeins látið sem þeir ættu Rómönsku
Ameríku. Hið langvinna og hryllilega
strið í Víetnam er mönnum svo í fersku
mihni að vart þarf að rifja það upp. En
hver man eftir Mohammed Mossadegh
sem var kosinn forsætisráðherra í
Iran 1951 og steypt af stóli árið 1952
meö stjómarbyltingu sem bandaríska
ieyniþjónustan skipulagöi og
stjómaði? Og hver man eftir innrás
Bandaríkjamanna i Líbanon árið 1958
þegar uppreisnarástand þar olli þvi
ásamt öðrum atburöum i Mið-Austur-
löndum að bandarisku auöstéttinni
þótti hagsmunum sínum ógnað. Jú, sé
það rifjað upp er sagt að Bandaríkin
hafi sent friðargæslusveitir, en það er
raunar svipað og leiðtogar Sovétríkj-
anna segjast hafa gert í Tékkóslóvak-
íu.
Og Bandaríkin eru einlægt tilbúin
með „friðargæslusveitir” sínar,
„vamarlið”, herstöðvar og hernaðar-
bandalög hvenær sem valdhöfum, sem
eru þeim velviljaðir, er ógnað, hvenær
sem hagsmunum bandariska
auðvaldsins er ógnaö.
Eftir seinni heimsstyrjöldina em
þær kennisetningar sem standa á
gömlum merg Monroe-kenningarinnar
ekki einungis bundnar viö Ameríku,
þær ná til alls hins „frjálsa” heims. Og
sá óvinur sem ógnar hinum „frjálsa”
heimi er ekki einungis Sovétríkin,
heldur einnig sú kúgaða alþýða sem
einlægt er að reyna að brjóta af sér
hlekkina víða um heim, hvort sem er í
Mið-Ameríku, Mið-Austurlöndum eða
annars staðar. Þannig er tilgangurinn
meö Atlantshafsbandalaginu ekki að
verja frelsi og lýðræði alþýöunnar
heldur frelsi auðstéttanna og forrétt-
indi þeirra. Þess vegna á sú kúgunar-
stjóm sem nú ríkir í Tyrklandi mæta-
vel heima í Atlantshafsbandalaginu.
Einar Ólafsson,
rithöfundur.
Einstaklingurinn verður strax aö
endurhæfingu lokinni að eiga vísa
vinnu sem miðast við getu hans og
óskir.
Atvinnuuppbygging
Þetta kostar geysimikla vinnu, og
miklu betri tengsl þarf milli hinna fötl-
uðu og vinnumarkaöarins. Það verður
að tengja þessi mál almennri atvinnu-
uppbyggingu og þróun atvinnulífs á
hverjum stað. I hverju nýju fyrirtæki
sem stofnsett er, verður að hafa það í
huga að fatlaðir einstaklingar geti unnið
þar. Þama þarf bæði aö hafa auga með
ytri aöstæöum, að vinnustaðurinn sé
frá upphafi hannaður jafnt fyrir
fatlaða og ófatlaöa. Þetta atríði kemur
öllum til góða. Rúmgóður og aðgengi-
legur vinnustaður er betri vinnustaður
fyrír fatlaða og ófatlaða alveg eins og
ibúöarhúsnæði sem sniðiö er að þörfum
fatlaðra er betri vistarvera fyrir ófatl-
aða.
Þáttur
sveitarfólaga
Þáttur sveitarfélaga i þessu máli er
Hrafn Sæmundsson
mikilvægur. Vafalaust leggja þau sitt
besta til þessara mála innan vissra
marka. Þannig er til að mynda staðið
aö atvinnumálum fatlaðra i Kópavogi,
þar sem undirritaður starfar. Hlutur
fatlaðra í atvinnulífi á vegum bæjarins
er vemlegur og bænum til sóma. Hins-
vegar leysa sveitarfélögin þetta mál
ekki beint innan eigin atvinnureksturs.
Þau geta þó haft mikil áhrif á óbeinan
hátt. öll atvinnuuppbygging á
hverjum stað fer á einhverju stigi
gegnum opinbera aðila. Lóðaúthlut-
anir og önnur opinber fyrirgreiösla fer
yfir skrifborð sveitarfélaganna þegar
um nýjan atvinnurekstur er að ræða.
Yfir skrif borðið
A þessum vettvangi er hægt að hafa
verulega stýringu á gerð og eðli nýs at-
vinnureksturs. Þarna getur komið til
samvinna sveitarfélaga, atvinnurek-
enda og fulltrúa fatiaðra. A þessum
vígstöðvum er einnig hægt að útrýma
þeirri gömlu firru aö atvinnurekstur
sem hæfir vinnugetu fatlaðra þurfi að
vera óaröbær. Á tækniöld okkar er
þetta mikill misskilningur en furðu-
lega lífseigur. Sveitarfélögin ættu
einnig að hafa meiri afskipti af endur-
hæfingarmálum fatlaðra. Þar er Kópa-
vogsbær einnig að vinna góða hluti í
samráði við aðila vinnumarkaðarins.
Grundvallarmannróttindi
Aö mínu viti er það mannréttinda-
brot ef einstaklingur fær ekki tækifærí
til að framfleyta sér og sinum með
eigin vinnu. Full atvinna er því grund-
vallarmál, en ekki auðvelt viðureignar
á krepputímum. I slíku ástandi veröur
að hugsa rökrétt þegar málefni
fatlaöra eru annarsvegar. Það verður
að tengja alla þræðina saman eins og
reynt hefur verið að drepa á hér að
framan.
Hrafn Sæmundsson,
atvinnumálafulltrúi
í Kópavogi.
• „Að minu viti er það mannréttindabrot ef
einstaklingur fær ekki tækifæri til að
framfleyta sér og sínum með eigin vinnu. Full
atvinna er því grundvallarmál, en ekki auðvelt
viðureignar á krepputímum.”
œtJÍJtJtJtJtJtJtJtJtJtJvJtJtJÍJtJtJtJtJtJtJtJtJtJtJtJtJÍJtJtJtJÍJÍJÍJtJÍJtJtJí:
SILUNGSVEIÐI
[ REYÐARVATNI
Veidileyfi seld ad Þverfelli l
Lundarreykjadal.
KXJ«ÖÍXJ«*tJtJtJÍJtJtJtJtJtJtJtJÍJtJtJtJtJtJtJtJÍJtJtJtJt^
^tjtjtjtjotjtjtjtjotjijtjtjtxjtjtjtjtjt JtJtJtJtJtJtJtJcjty jíjcjtjtjtjísjcjtjt?c-c
LAUGARVATN — LAUGARVATN
Tjaldið í fögru umhverfi. Eitthvað fyrir alla sem vilja njóta lifsins. /
Gufubað, sundlaug, bötaleiga, hestaleiga, seglbrettaskóli, veiðilayfi I ám f
og vötnum, FR þjónusta, FR 15.000, FÍB þjónusta um helgar. J
Upplýsingar I Tjaldmiðstöðinni.
TJALDMIDSTÖDIN,
SÍM199-6155.
^tjtjtjtjtjtjtjtjtjtjtjtjtjtjtjtjtjtjtjtjtjtjtjtjtjtjtjtjtxjtjtjtjtjtjtjtjtjtí:
DV óskar eftir umboðsmönnum frá og með 01.08. á eftirtalda
staði:
GRENIVÍK
Upplýsingar hjá Guðjóni H. Haukssyni í síma 96-33232 og hjá
afgreiðslunni í síma 27022.
ÖLAFSFJÖRÐUR
Upplýsingar hjá Guðrúnu Karlsdóttur í síma 93-6157 og hjá af-
greiðslunni í síma 27022.
Hárgreiðslustofan Safír
Nóatúni 17 (2. hæð) S. 25480
Erum búnar ad opna nýja hágreidslu-
stofu ad Nóatúni 17 (2. hœö), simi:
25480.
Bjódum upp á hárgreidslu, permanent,
klippingar, litanir, blástur og djúpnœr-
ingarkúra.
Höfum opid alla virka daga frá kl. 9—5.
Ath. höfum opid til kl. 8.00 á fimmtu-
dagskvöldum.
Veriðvelkomin.
Meistarar: ÁGÚSTA SVEINSDÓTTIR OG
SIGRÍÐUR KARLSDÓTTIR.
Skeifunni 17, sími 85100.
Motorcraft
Laycock
kúplingshlutir í flestar geröir bíla.
Heildsölubirgðir
ALMENNA
VARAHLUTASALAN S.F.