Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1983, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR 21. JtJLl 1983. 5 Bandaríkjamenn vilja ratsjárstöðvar á Vestfjörðum og Norðausturlandi og endurnýja þær sem fyrir eru: Gömlu ratsjárnar byggdar á tækni frá sjötta áratugnum AWACS-vélarnar eru fullkomnustu fljúgandi radar- og stjórastöðvar sem völ er á. Þarna sést ein slík á flugi yfir Stokksnesi við Hornafjörð í fylgd Phantom- orrustuþotna. AWACS-vélarnar greina flugvélar i Iágflugi í 400 kílómetra f jar- lægð, vélar í háflugi sjást í yfir 550 kflómetra fjarlægð. DV-mynd: Baidur Sveinsson. Utanríkisráðherra, Geir Hallgríms- son, hefur skýrt frá því að umræður hafi farið fram um ratsjárstöðvar varnarliðsins milli íslenskra og banda- rískra stjórnvalda. Hætt hefur verið um að reisa tvær ratsjárstöðvar í stað þeirra sem lagðar voru niður á Vest- fjöröum og Norðausturlandi. Enn- fremur að endumýja tækjabúnað stöðvanna á Stokksnesi og Reykjanesi. Geir Hallgrímsson sagði i síðustu viku: „Ekkert er því til fyrirstöðu að ls- lendingar vinni við ratsjárstöðvarnar og fylgist með úrvinnslu upplýsinga. Verði tækjabúnaöur núverandi rat- sjárstöðvar á Stokksnesi endurbættur og tvær nýjar stöðvar byggðar, er gert ráð fyrir, að mun færri geti rekið hverja stöð og að mestu eða öllu leyti Islendingar, ef þvi er að skipta, í staö rúmlega eitt hundrað manna, sem nú starfa á Stokksnesi og eru allt Banda- rikjamenn. Rekstur endurbættrar stöðvar á Reykjanesi veröur nokkuð mannfrekari en þó fækkar frá þvi sem nú er. Þar er gert ráð fyrir miðstöð, sem safni upplýsingum frá hinum þrem stöðvunum.” Hlutverk stöðvanna sagði utanríkis- ráöherra vera með vissum hætti að vera augu og eyru varnarkerfis NATO. Þeim væri ætlaö sama hlutverk hér og annars staðar, að fylgjast meö umferð í nágrenni landsins. Þá opnuöust einnig betri möguleikar en áður til að nýta ratsjárstöðvar við stjóm á um- ferð almennra flugvéla á innanlands- leiðum og í millilandaflugi, sem og við öflun upplýsinga fyrir Landhelgisgæsl- una. I riti öryggismálanefndar, GIUK- hliðið, f jallar Gunnar Gunnarsson, rit- ari nefndarínnar, um ratsjárstöðvarn- ar og segir: „Landratsjámar em hluti hinnar svonefndu DEW-línu, eöa distant early waming line, sem komið var upp á sjötta áratugnum og liggur þvert yfir norðanvert Kanada og heldur síðan áfram um stöövar á Grænlandi, Is- landi, Færeyjum og Hjaltlandseyjum. Upphaflega vora 57 ratsjárstöðvar á DEW-línunni en þeim hefur heldur verið fækkaö og era nú 31. Nokkrar endurbætur hafa verið gerðar á DEW- línunni en hún er í meginatríðum byggð á tækni frá sjötta áratugnum. Flestar ratsjánna geta uppgötvaö flugvéiar í háflugi allt upp i 40 þúsund feta hæð og í 370 kílómetra fjarlægö. Landratsjár duga hins vegar skammt til að finna flugvéiar i lágflugi þar sem fjöll og aðrar ójöfnur i landslagi skyggja á ratsjárgeislann. Einnig Fréttaljós Kristján Már Unnarsson veldur lögun jarðar því að geislinn fjarlægist hana eftir því sem lengra dregur frá ratsjánni. Venjulegar rat- sjár uppgötva ekki flugvélar sem fljúga mjög lágt fyrr en þær era 50 kíló- metra undan. Ratsjáraar á Reykjanesl og Stokks- nesi era umluktar hvitum hlifðarkúl- um til varaar íslenskri veðráttu. Þess- ar ratsjár geta uppgötvað flugvélar í. háflugi í 370 kílómetra fjarlægð. Vélar sem fljúga mjög lágt sjást hins vegar ekki fyrr en þær eru 50 kílómetra undan. Tvær landratsjárstöðvar eru hér á landi, á Stokksnesi við Homaf jörð og á Reykjanesi. Upphaflega voru stöðvamar fjórar því auk hinna fyrr- nefndu var ein á Vestf jörðum og önnur á Langanesi. Ratsjáin á Langanesi mun hafa verið öflugust þeirra en hún eyðilagö- ist í óveðri árið 1968. Hún var ekki endurbyggð en í staöinn er farið aö nota fljúgandi ratsjárstöðvar af gerð- inni EC-121-Constellation. Þessar vél- ar voru notaöar allt fram til þess að tvær nýjar AWACS-vélar komu hingað til lands í lok september 1978. AWACS eru fulikomnustu fljúgandi radar- og stjórnstöðvar sem völ er á. I 30 þúsund feta hæð nemur ratsjáin vélar í lágflugi í 400 kilómetra radíus og í háflugi í yfir 550 kílómetra radíus. Þetta þýðir að hvor vélin um sig getur fylgst með vélum í lágflugi yfir tæp- lega 500 þúsund ferkílómetra svæöi og á háflugi yfir 1.050 þúsund ferkíló- metra svæöi. I samanburði við þær virðist DEW-linan vera heldur lítil- væg,” segir Gunnar í riti öryggismála- nefndar. I samtali við DV sagöi Gunnar að landrats jámar hér væra úreltar. Gerði hann ráð fyrir að nýju ratsjámar myndu gegna sama hlutverki en væra öflugri. Þær myndu ábyggilega draga töiuvert lengra í heild sinni en þær gömlu. Ekki taldi Gunnar að nýju stöðvarn- ar myndu koma til meö að sjá fli'gvél- ar í lágflugi betur. Fjöll og lögun jarðar yrðu þeim einnig hindrun. -KMU. PARHÚS - BOLUNGARVÍK. TIL SÖLU í BOLUNGARVÍK er 132 m2 parhús á tveim hæðum. Skipti á 3ja — 4ra herbergja ibúð i Reykjavík koma til greirta. Nánari uppl. i símum 94-7131 og 91-73594. IMotaðir lyftarar Sýnum og seljum næstu daga raf- magns- og dísillyftara á gamla genginu. Lyftararnir eru til sýnis hjá okkur að Vitastíg 3. Jft K. JÓNSSON & CO. HF. Jg M s I II.I. Símar 91-26455 91-12452. Vitastíg 3 Sími 91-26455 Puma-skór í miklu úrvali íþróttabúðin Borgartúni 20. Sími 20011 PÓSTSENDUM Unof Fjölhæfastí fjölskyldu- bíllinn Sö/usýning / kvöld Opið tilkL 10.00. / vtl'hjálmsson HF. / fSHMEiO SMIOJUVBGI4. KÓPA VOGI SlMAR 77200. 77202. Endalaust farangursrými? handtökum. Hallar aftur- sætinu fram og heill gólfflöt- ur myndast fyrir pakka og töskur, frá framsætum að afturhurð. an gaflinn. Jafnvel stærstu kassar fljóga inn! Það er leikur einn aö ferma eöa afferma UNO, vegna hinnar mjög stóru aftur- hurðar, sem opnar nær all-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.