Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Side 28
28
DV. ÞRIÐJUDAGUR13. SEPTEMBER1983.
Andlát
J6n KJerúlf Guðmundsson lést 4.
september sl. Hann var fæddur 13.
apríl 1895. Foreldrar hans voru Guðrún
Friörika Þórarinsdóttir og Guö-
rrvundur Guðmundsson. Jón giftist
Hjálmfriöi Hjálmarsdóttur. Jón og
Hjálmfriður eignuöust tvær dætur og
ólu einnig upp fósturdóttur Jóns. Jón
var einn af stofnendum samvinnu-
félags útgeröarmanna í Neskaupsstað.
Lengstan tíma eftir aö Jón kom til
Reykjavíkur, vann hann hjá SIS sem
lagermaður. Hjálmfríði konu sína
missti hann árið 1960. Utför Jóns
verður gerö frá Fossvogskirkju í dag
kl. 13.30.
Elías Bjarnason, Fálkagötu 23 A, lést
að heimili sínu 9. september sl.
Jón Ólafsson bakari, Blönduhlíð 13,
lést í Landspítalanum 11. september.
Þorbjörg Andrésdóttir andaöist í
svefni 10. september. Útför ákveðin
föstudaginn 16. september kl. 13.30 frá
Dómkirkjunni.
Guðmundur Guðmundsson, Asvalla-
götu 49, verður jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni miðvikudaginn 14.
septemberkl. 13.30.
Tilkynningar •
Kvennadeild SVFÍ
í Reykjavík
Konur sem geta aöstoöaö viö hlutaveltu mæti
í húsi SVFl fimmtudaginn 15. september kl.
20.00.
Stjórnin.
Háls-, nef- og eyrnalæknir á
ferð um Húsavík.
Einar Sindrason, háls-, nef og eymalæknir,
ásamt öðrum sérfræðingum Heymar- og tal-
meinastöðvar Islands, verður á ferð á Húsa-
vík dagana 16. og 17. sept. 1983.
Rannsökuð verður heym og tal og útveguð
heymartæki.
Áætlun Akraborgar
Frá Akranesi
kl. 8.30
kl. 11.30
kl. 14.30
kl. 17.30
Frá Reykjavík
kl. 10.00
kl. 13.00
kl. 16.00
kl. 19.00
Kvöldferðir
20.30
22.00
Október, sunnudagar.
Nóvember—apríl, engar kvöldferðir.
Smáauglýsingadeildin er
íÞverholtill
og síminn þar er27022
OpiðallavirkadagafrákL 9—22
Laugardaga frá kl■ 9—14
Sunnudaga frá kl. 18—22
Hlust hf. flutt
í nýtt húsnæði
Hljóðupptökustudíóið Hlust hf. hefur flutt i
nýtt og betra 100 fm húsnæði aö Skipholti 9 i
Reykjavík.
Þama er um að ræða sérhannaðan upptöku-
sal, sem er 50 fm að stærð með öllum þeim
búnaði sem til þarf, og 25 fm stjórnklefa sem
er búinn öllum þeim fullkomnustu átta rása
tækjum sem völ er á í dag.
Má þar nefna Teac Tascam, átta rása segul-
band meö DBX uniti, Revox tveggja rása
master tape, tólf rása Tabco mbter borð,
effect unit-tæki af öllum gerðum, reverb,
deley maskínu og fleira.
Hlust hf. bíður upp á alls konar upptökur,
hvort sem það er fyrir upplestur, ljóðalestur,
upptökur á auglýsingum í útvarp eða sjón-
varps-demoupptökur og plötuupptökur.
Verðinu er mjög stillt í hóf til þess að sem
flestir geti notfært sér þessa þjónustu.
Hallgrímskirkja
— félagsstarf
aldraðra
Fimmtudaginn 15. september verður farið til
Þingvalla til að sjá haustlitina. Lagt af stað
frá Hallgrímskirkju kl. 13. Upplýsingar gefur
safnaðarsystir í síma 39965 eða í kirkjunni
þriðjudag 13. september í síma 10745.
BBC tölvunotendur
athugið
Stofnfundur BlBlS (félag BBCnotenda) verð-
ur haldinn laugardaginn 17. sept. kl. 14 í húsi
Félags Bókagerðarmanna, Hverfisgötu 21.
Aliirvelkomnir.
SPENNUM
BELTIN
sjálfra
okkar
vegna!
UMJV
ALLA
VIKUNA
Úrval
TIMARIT
FYRIR ALLA
UMBOÐSMENN
VANTAR STRAX Á:
BREIÐDALSVÍK
OG
ÓLAFSVÍK
VINSAMLEGAST HAFIÐ SAMBAND VIÐ
AFGREIÐSLUNA í SÍMA 27022.
Hitaveitubilanir
Reykjavík og Kópavogur sími 27311, Sel-
tjamames sími 15766.
Tapað -fundið
Kvennalistinn
íReykjavik
Ráðstefna Samtaka um kvennalista var hald-
in að Búðum 2.-4. september 1983. Ráðstefn-
una sóttu um 100 konur á aldrinum 17 til 74 ára
og víðs vegar að af landinu.
Á ráðstefnunni voru flutt mörg fróðleg erindi,
m.a. erindi Kristínar Ástgeirsdóttur um
kvennabaráttu á Islandi, annars staðar í
Evrópu og í Bandaríkjunum sl. 15 ár.
Erindi Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur um
kvennamannfræði og erindi Þórunnar
Friðriksdóttur um kynmótun.
Að loknum erindunum voru hópumræður og
niðurstöður hópanna ræddar.
Fulltrúar Islands í friðargöngu kvenna frá
New York til Washington, þær Guðrún
Agnarsdóttir og María Jóhanna Lárusdóttir,
skýrðu frá göngunni og Kvennaleikhúsið
skemmti.
Seinni dag ráðstefnunnar voru umræður um
starf hreyfingarinnar og komandi þingstarf.
Tiltekin voru fjölmörg verkefni sem á þyrfti
að taka. Kom m.a. fram að brýnt væri að
leggja áherslu á eftirfarandi atriði í mál-
efnum kvenna:
1. Að húsmóðurstarfið verði metið sem önnur
störf í þjóðfélaginu t.d. með tilliti til trygg-
inga og sem starfsreynsla á almennum vinnu-
markaði.
2. Breytt forgangsröðun verkefna þannig að
hætt verði að vanrækja kvennamál.
3. Opnari umræða um stöðu kvenna á Islandi,
m.a. í skólum, fjölmiðlum og í launþega-
samtökum.
Einnig voru húsnæðismál rædd og var lýst
stuöningi við kröfur áhugamanna um hús-
næðismál.
Jafnframt var bent á að æskilegt væri að fólk
gæti valið um fleiri leiðir í húsnæðismálum en
þá að hver fjölskylda verji bestu árum
ævinnar í að koma sér upp eigin húsnæði.
Þess vegna bæri að leggja áherslu á byggingu
íbúða á vegum félagasamtaka og byggingu
langtimaleiguibúða.
Reiðhjól tapaðist
Sl. föstudagskvöld tapaðist splunkunýtt blátt
torfæruhjól með rauðu sæti hjá Glæsibæ. Eig-
andinn, sem er aðeins átta ára, hafði sjálfur
safnað fyrir hjólinu og því er missir hans ekki
minni en ella. Ef einhver hefur séð hjólið, vin-
samlegast hringi í sima 35923 eða hafi sam-
band við DV.
Úr tapaðist
Síðastliðið föstudagskvöld tapaðist gullúr í
Hagkaupi. Urið er af gerðinni Citizen Quartz,
kvenúr með brúnni ól úr krókódílaskinni. Sá
sem hefur fundið úrið getur skilað því á rit-
stjóm DV eða hringt í Agnesi Amardóttur í
vinnusima 22020.
Kvikmyndir
Kvikmyndaklúbbur
Alliance Francpise
sýnir Le Crabe-Tambour, miðvikudagana
14/9 og 21/9, fimmtudagana 15/9 og 22/9 kl.
20.30 í Regnboganum.
Myndin var gerð áriö 1977 af Pierre Schoen-
doerffer. 1 aöalhlutverkum eru Jean Roche-
fort, Claude Rich, Jacques Perrin, Jacaues
Dufilho, Odile Versois og Aurore Clenent.
Ráðstefna,
„orðGuðstil þín"
Hvað boðar Biblían? Hversu bókstaflega ber
okkur að taka kenningar hennar? Eru skoðan-
ir hennar úreltar eða sígildar? Hvað eiga
kristnir menn við þegar þeir kalla hana orð
Guös?
Allir sem komast í snertingu við kristna trú
glíma við þessar og aðrar álíka spumingar.
Stundum liggja svörin ekki á lausu og oft eru
menn alls ekki sammála í þessu efni.
Sumarið 1975 var haldið hérlendis norrænt
kristilegt stúdentamót undir yfirskriftinni
ORÐ GUÐS TIL ÞlN. Undir sömu yfirskrift
verður haldin í Reykjavík ráöstefna um næstu
helgi, 17. og 18. sept. Að henni standa KFUM
og K, Samband íslenskra kristniboðsfélaga,
Kristileg skólasamtök og Kristilegt stúdenta-
félag. A ráðstefnunni verður fjallað um
viðhorf til Biblíunnar og boðskaps hennar.
Aðalfyrirlesari verður Anfin Skaaheim, fram-
kvæmdastjóri norsku kristilegu
skólahreyfingarinnar.
Ráðstefnan er öllum opin. Astæða er til að
hvetja til þátttöku þá sem glíma við spuming-
ar á þessu sviði eða vilja fræðast um Biblíuna.
Ráðstefnan fer fram að Amtmannsstíg 2b.
I tengslum við hana stendur Hið íslenska
Biblíufélag að biblíusýningu þar sem m.a.
verða sýndar sjaldséðar útgáfur Heilagrar
ritningar frá fyrri öldum.
Væntanlegir þátttakendur eru beðnir um að
láta vita af sér á skrifstofu KFUM og K að
Amtmannsstíg 2b, sími 13437, fyrir
miðvikudag 14.9. kl. 17.
Útvbtarferðir
Helginll.-18.iept.
1. Haustferð á Kjöl. Eyvavarða til heiðurs
Eyjólfi Halldórssyni ferðagarpi verður hlað-
in. Hveravellir — Kerlingarfjöll — Beinahóll
o.fi. Pantið timanlega vegna takmarkaðs hús-
rýmis.
2. Þórsmörk. Uppselt. Sjáumst siðar. Af
skipulagsástæðum er æskilegt að farmiðar í
haustlita- og grillveisluferð 23. sept. verði
sóttir sem fyrst. Upplýsingar og farseðlar á
skrifstofunni Lækjargötu 6a, simi 14606 (sim-
svari). SJÁUMST.
Ferðafélagið Ctivist.
Skák
Taflfélag
Seltjarnarness:
September:
Æfingamót alla fimmtudaga
kl. 8,5 mín. mót, þrenn verðlaun.
Október:
Æfingamót alla fimmtudaga
kl. 8,5 mín. mót, þrenn verðlaun.
Nóvember:
Æfingamót alla fimmtudaga
kl. 8,7 mín. mót, þrenn verðlaun.
Desember:
Æfingamót alla fimmtudaga
kl. 8,7 mín.mót, þrenn verðlaun.
Ath. að í desember verður aðeins teflt tvo
fimmtudaga, 1. og 8. des.
September:
Hraðskákmótið verður haldið
fimmtud., 15. sept., kl. 8, þrenn verðlaun.
Október:
Hraðskákmótið verður haldið
fimmtud., 13. okt.,kl. 8,þrenn verðlaun.
Nóvember:
Hraðskákmótið verður haldið
miðv.d., 16. nóv., kl. 8, þrenn verðlaun.
Desember:
Hraðskákmótið verður haldið fimmtud., 15.
des., kl. 8, þrenn verðlaun.
Firmakeppnin hefst þriðjud. 6. sept. kl. 8.
T.S. sendir sveit í 1. deild — 2. deild og ungl-
sveit í 3. deild og hefst keppnin í Rvík 16. sept.
Berjumst til sigurs. Fjöltefli við Islands-
meistarann Hilmar Karlsson verður haldið
laugardaginn 24. sept. kl. 14.
Unglingaæfingar verða á laugardögum frá
kl. 1—3. Leiðbeinendur verða Jón Pálsson og
JónB.Lorange.
Happdrætti
Útdregnir vinningar í bíl-
beltahappdrætti umferðar-
ráðs 7. sept. 1983:
Nr. 36263Endurryðvörn á bíl/Ryðvarnarskál-
inn
kr. 3.000
Nr. 4069 „Klippan” barnabílstóll/Veltir hf.
kr. 2.370
Nr. 24139 Mótorstilling/Sveinn Egilsson hf.
kr.1500
Nr. 23202 „Bílapakki” til umferðarörygg-
is/bifreiðatryggingafélögin
kr. 1.163
Nr. 39606 ”
Nr. 31108 ”
Nr. 48489 ” ”
Nr. 14724 ”
Nr. 18158 ”
Nr. 36154 „Gloría”
hjálpar-
púði RKI/olíufélögin
Nr. 46197 ” ”
Nr. 14069 ”
Verðmæti samtals
Fjöldi vinninga 12.
kr.1.163
kr.1.163
1.163
kr.1.163
kr. 1.163
slökkvitæki og skyndi-
kr.811
kr. 811
811
kr.16.281