Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Síða 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER1983. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Þessi hárgreiðsla færði Sólveigu Leifsdóttur fjórða sæti igala-greiðslu. Stúlkan er Ásdis Höskuldsdóttir. íslenska landsliðið í hárgreiðsiu ásamt módelum sínum. / neðri röð frá vinstri eru: Helga Ólafsdóttir, Sólveig Leifsdóttir, Helga Bjarnadóttir, Guðrún Hrönn Einarsdóttir og Sigurveig Runóifsdóttir. Hárlandsliðin á Norðuriandamóti — íslenska hárgreiðslusveitin hafnaði í öðru sæti Hárlandsliðin, úrvalslið Islands í hárgreiðslu og hárskuröi, tóku nýlega þátt í Norðurlandamóti sem haldið var á Hotel Scandinavia í Kaupmanna- höfn. Hvert hinna fimm Norðurlanda sendi tvær sveitir, fimm keppendur í hvorri grein. Sveitirnar höfðu áður verið valdar með undankeppni í hverju landi. Islensku hárgreiöslumeisturunum gekk betur í keppninni en rakarasveit- inni íslensku. i hágreiðslu hafnaöi Is- land í öðru sæti, á eftir Noregi. Rakar- amir höfnuðu í fimmta sæti. Til að gefa örlitla hugmynd um hvemig keppnin fór fram má geta þess að hárgreiðslukeppninni var skipt í þrennt: Gala-greiðslu, daggreiöslu og klippingu og blástur. I Gala:greiðsl- unni hafði hver keppandi 30 mínútur, í daggreiðslunni 7 mínútur en til að ljúka klippingu og blæstri fengust 50 mínútur. Þrír dómarar, tveir frá Hollandi og einn frá Vestur-Þýskalandi, dæmdu síðan árangurinn. Besta árangri íslensku keppendanna náði Sólveig Leifsdóttir. Hún varð í fjórða sæti í hárgreiðslunni á eftir þremur Norðmönnum. I sjöunda sæti varð Guðrún Hrönn Einarsdóttir. PoppararáHúsavík: UNGIR STRÁKAR SPILA í EDEN Eden er meira en aldingarður þar sem par, nakið aö mestu, etur epli af tré. Á Húsavík er líka Eden, popp- hijómsveit kornungra pilta sem án efa eiga eftir að láta að sér kveða ef þeir halda áfram eins og þeir byrja. Blaðamaður DV hitti þá féla^ana fyrir í kjallara við götuna Sólbrekku á Húsavík. Þeir vom þar aö æfa af miklu kappi, sögðust reyndar æfa alla daga. Þeir em fimm en trommarann vantaöi þetta kvöldið. Strákamir kváðust hafa byrjaö að spila saman sumardaginn fyrsta síðastliðið vor, enginn þeirra hefði áður verið í hljómsveit en þeir væra allir að læra í tónlistarskólanum. Á þessum stutta hljómsveitarferli hefði einu sinni verið spilað opinber- lega. Það var í Barnaskóla Húsa- víkur ekki alls fyrir löngu. Þangað komu um 40 manns og viðtökur reyndust með ágætum. Þegar tekið er tillit til þess að strák- amir í Eden em á aldrinum 11 til 14 ára verður að teljast merkilegt að allt sem þeir flytja er frumsamið og í pokahorninu hafa þeir oröið ein 18 lög. Aðallagasmiöurinn heitir Jó- hannes Pétur Davíösson og er 12 ára gamall. A honum sannast að eplið fellur ekki langt frá eikinni því faðir hans var harður poppari á árum áður, Davíð Jóhannesson í Tempó. „Eg var 10 ára þegar ég byrjaði að semja lög,” sagði Jóhannes Pét- ur. Og hvaöa lag hefur orðið vinsæl- ast? „Alveg örugglega „Strákurinn gekk yfir götuna”.” Blaðamaöurinn bað um að fá að heyra það lag og ekki stóð á því. Jóhannes Pétur greip gítarinn og flutti lagiö einn í spili og söng með miklum ágætum. Ég spurði hvernig lögin yrðu til? „Þetta lag varö til þannig að ég var bara að spila og fór að raula með og ímynda mér eitthvaö. Þá kom þetta og mér fannst þaö flott. Svo skrifa ég stundum texta og finn hljóma við á gítarinn.” Þeir i Eden em harðir að halda áfram að spila saman. Hljóðfæri og búnað eiga þeir sjálfir en em þó allt- af að bæta viö sig. Slíkt er að sjálf- sögðu ekki létt því fjárhagurinn er ekki mjög góður. Þeir sögðu mér sögu af því hvernig bassaleikarinn, sem er 11 ára gamall og yngsti hljómsveitarlimurinn á Húsavík, eignaðist bassann sinn. Sigþór hafði fengið peninga í skírnargjöf og þeir voru lagðir inn á reikning. Hann tók svo í vor helminginn út og keypti bass- ann eða öllu heldur fékk hann lán hjá foreldrunum til að kaupa hljóðfærið og borgaöi þeim svo þegar hann gat tekið út af reikningnum. I sumar getur hann aftur tekiö út af reikningnum og þá er ætlunin að fjárfesta í góðum bassamagnara. Þannig er líf alvörapoppara. -JBH/Akureyri. Hljómsveitin Eden er skipuð fimm vöskum Húsvikingum af yngri kyn- slóðinni. Fjórir þeirra voru að æfa þegar D V bar að garði, trommarinn hafði ekki komist. Hann heitir Jón Höskuldsson. Á myndinni eru: Sigþór Kristinn Skúlason bassaleikari, Jóhannes Pétur Daviðsson gitarleikari og söngvari, Sigurjón Magnús Einarsson gítarleikari og Sigurður Viðar Heimisson hljómborðsleikari. Guðrún Hrönn Einarsdóttir varð sjötta igala-keppninni fyrirþessa greiðsiu. i sjöunda sæti igala-keppninni varð greiðsla Helgu Bjarnadóttur. Módeiið er María Waltersdóttir. Þess má geta að kjóllinn er hannaður af Maríu Lovisu, sem rekur verslunina Maríurnar á Klapparstíg. Yngsti hljómsveitarmaðurinn á Húsavík, bassaleikarinn Sigþór Kristinn og lagasmiðurinn Jóhannes Pétur. o V-myndir JBH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.