Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Síða 5
DV. FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER1983.
5
Mál Skafta Jónssonar:
Lögreglan neitar
sakargiftum
DV hefur borist eftirfarandi frétt frá
rannsóknarlögreglustjóra ríkisins
vegna máls Skafta Jónssonar:
Hinn 28. f.m. sendi lögreglustjórinn í
Reykjavík rannsóknarlögreglu ríkis-
ins til meðferðar kærugögn af hálfu
Skafta Jónssonar blaðamanns, Víöi-
mel 19 Reykjavík, fyrir meint harö-
ræöi af hálfu lögreglunnar í Reykjavík
aðfaranótt sunnudagsins 27. f.m. Var
af hálfu Skafta gerð sú krafa, að rann-
sakað yrði hvort lögreglumenn hefðu
gerst brotlegir með refsiverðum hætti
við handtöku aðfaranótt 27. f .m.
Lokið er nú frumrannsókn þessa
máls af hálfu rannsóknarlögreglu
ríkisins, og veröa rannsóknargögn
send ríkissaksóknara til ákvörðunar.
Vegna þess, sem fram hefir komið á
vettvangi fjölmiöla um málið, þykir
rétt að taka eftirfarandi fram:
Starfsfólk Leikhúskjallara hefir lýst
ástæðum þess, að lögreglan var kvödd
þangað til aðstoðar aðfaranótt 27. f.m.
Voru ástæðumar viðbrögð og hegðan
Skafta er yfirhöfn hans fannst ekki
þegar við fatahengið. Var hann með ill-
yrði og hótanir í garð þess auk þess,
sem hann réðst að einum dyravarð-
anna, reif föt hans og veitti honum
áverka. Hafi hegðan Skafta verið slík,
að óhjákvæmlegt hafi verið að kalla á
lögreglu til aðstoðar. Lögreglumenn
þeir er fóru á vettvang bera og, að
framkoma Skafta hafi verið þess eðlis,
að ekki hafi verið hægt að fá skýringar
hjá honum á málavöxtum. Hann hafi
sýnt tilburði til þess að ráðast á dyra-
vörðinn aftur, og hafi þeir orðiö að
handjáma hann og færa í lögreglubíl.
Mótþrói mannsins við það hafi leitt til
þess að hann féll á gólf bílsins og sé
ekki útilokaö að hann hafi þá hlotið
áverka. Lögreglumennirnir segja að
maðurinn hafi legið á maganum á gólf-
inu handjárnaður fyrir aftan bak, og
vegna stöðugs mótþróa hans hafi einn
lögreglumaöur oröið að halda honum.
Lögreglumennirnir neita því alfarið
allir að þeir hafi viljandi meitt mann-
inn og í bílnum hafi aldrei verið tekið
um eða þrifið í höf uð hans og það keyrt
í gólf bílsins.
Vinkona eiginkonu mannsins, sem
sat við hlið eiginkonunnar í bílnum,
hefur borið að hún hafi ekki séö neitt
slíkt gerast.
Eftir komu á lögreglustöð var
maöurinn um klukkustund í haldi en
ekki er ástæða til að rekja hér það sem
þar gerðist.
í læknisvottorði kemur fram að
maðurinn hafi komið á slysadeild í há-
deginu á sunnudag 27. nóvember. I
vottorðinu segir um áverka á andliti
mannsins: „nef er mikið bólgiö og
glóðarauga á vinstra auga. Ekki
greinist skekkja á nefi, nasir virðast
báðar opnar. Á enni er — miðju enninu
— 3 cm löng grönn ríspa, einnig er önn-
ur rispa lítil vinstra megin á enni.”
Síðar í vottorðinu segir: „roði og smá-
mar eru í hárssverði á hnakkasvæði.
Rtg. mynd var tekin af nefbeinum,
þessi rtg. mynd sýndi brot á nefbeininu
án teljandi tilfærslu á brotflöskum.”
Af hálfu Skafta er þvi haldið fram,
að upphafið megi rekja til samskipta
hans við starfsfólk Leikhúskjallara
sem hafi veriö byggt á misskilningi
fyrst og fremst. Ágreiningur og átök
hafi síðan fylgt og enda þótt upphaf
þess mætti að hans sögn rekja til fram-
komu starfsfólksins, hafi komiö að því
að hann var færður burt af staðnum
af lögreglu, handjámaður og með
valdi. Hann heldur því fram að í lög-
reglubílnum hafi honum verið mis-
þyrmt af einum lögreglumanni með
því, að sá hafi ítrekað þrifið í hár hans
og keyrt höfuð niður í gólf bílsins.
Vegna þessa hafi hann meðal annars
nefbrotnað og hlotið aðra ákverka á
höfði. Því er og haldið fram af honum
og eiginkonu hans sem jafnframt var í
bílnum, að þetta hafi maðurinn marg-
sinnis gert, enda þótt þau hafi beðið
hannaölátaaf því.
Viö rannsókn þessa máls hafa — auk
lögreglumanna og Skafta Jónssonar —
sex starfsmenn Leikhúskjallara verið
yfirheyrðir og fleiri vitni, alls 20
manns.
Likamsræktarvörur
verð kr. 354,-
verð kr. 198,-
verð kr. 379,-
verð kr. 3.156,
GORMAR
HANDGRIP
SVEIGJUSTANGIR
LYFTINGASETT
FIRMALOSS
GRENNINGARDUFTIÐ
PRESSUBEKKIR
VAXTARMÓTARINN
ÖKKLAÞYNGINGAR
ARMÞYNGINGAR
HANDLÓÐ 2 KG
HANDLÖÐ, 4,5 kg
MITTISBEKKIR
verð kr. 340,-
verð kr. 2.755,
verð kr. 267,-
verð kr. 1.000,
verð kr. 780,-
verð kr. 598,-
verð kr. 863,-
verð kr. 2.466,
BIRKENSTOCK
•v
t
ll,
>
t
•s.
<
i
t
i
i
t
%
Fur jeden Fuíl die richtige Weite
fur ® ,úr ® Itf
. schlanke }Æi
schlanke
und (r-J und ^
krattige knochige V
FúOe V J FuOe •
NÝ SENDINGt
Þessir heimsfrægu
Birkenstock-skór
nýkomnir á
DÖMUR OG HERRA
BIRKEN&T0CK
BIRKENSTOCK
BIRKENST0CK
BIRKENST0CK
í
505
io:«
Bc_j*
Póstsendum.
Verð frá kr. 675-1.235.
Tilvalin jólagjöf.
%s%
( Fást aðeins í búð
k okkar að Laugavegi 95.
| Sími 13570.
•i,
>
( Aukþess:
j Nýsending I
C af mjög fallegum spariskóm
•jj á dömur og herra í miklu úr-
é vaii og í nýtísku litum í báð- j
J um búðum okkar, jji
f Laugavegi 95 — sími 13570,
( Kirkjustræti 8 - sími 14181.
•v
Skóverslun
c
>
Þórðar Péturssonar}
FuBdlenst aus Bad Honnel