Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Blaðsíða 2
2
DV. LAUGARDAGUR10. DESEMBER1983.
Hrossíveg
fyrir vélhjól
Símreíkningsmálið:
„Ekkert óeðlilegt
við kröfur okkar”
— segir Ámi Guð jónsson, lögf ræðingur Pósts og síma
,,Staöreyndir málsins eru þær að
þegar Sonja Helgason leggur inn
pöntun fyrir talsíma fyrir hönd
þeirrar stofnunar sem hún var gjald-
keri fyrir 1972 var stofnunin ekki til ó
skrá sem fyrirtæki og því er Sonja
eina lögpersónan sem viö getum
snúiö okkur til þegar símreikningur-
inn fæst ekki greiddur,” segir Ámi
Guöjónsson, lögfræðingur Pósts og
síma. Tilefniö er frétt DV fyrr í
vikunni þar sem Sonja Helgason
lýsir furöu sinni á því aö hún skuli
vera krafin borgunar á reikningi
fyrir síma sem hún hefur aldrei haft.
Stofnunin, sem um ræöir, var ekki
skráö sem fyrirtæki fyrr en í mars
síöastliðnum, en þá haföi
símreikningurinn ekki verið borgað-
uríeittoghálftár.
Árni segir aö þaö hafi aldrei veriö
ætlunin aö fara út í neinar harkaleg-
ar aögeröir gegn Sonju Helgason,
heldur hafi þetta verið eina leiöin
sem var fær fyrir Póst og síma til aö
fá reikninginn greiddan.
Og þaö hefur nú sýnt sig aö Póstur
og sími hefur valiö rétta leiö, því aö
stjórnarformaður stofnunarinnar,
sem haft hefur símann öll árm, hafði
samband viö DV og segist munu
greiöa reikninginn. SþS
Ungur piltur á vélhjóli lenti í því á
Svalbarðsströnd sunnudagskvöldiö 4.
desember aö aka á hross meö þeim
afleiöingum aö þaö drapst. Pilturinn
slapp furöulítið meiddur. Hann var þó
talsvert marinn, viöbein brotnaði og
skuröur kom á annaö hnéö. Vélhjóliö er
mjög illa fariö.
Málsatvik voru þau aö pilturinn var
á leiö í sund. Rétt áöur en hann kom aö
afleggjaranum viö bæinn Dálkstaöi fór
hestahópur inn á veginn. Lenti piltur-
inn á hausnum á einu hrossinu.
Kastaöist hann út í kant en hrossiö
drapst samstundis.
Pilturinn náði heim á næsta bæ til aö
kalla á hjálp. Var hann fluttur á
sjúkrahúsiö á Akureyri en Húsavíkur-
lögreglan fékk máliö til umfjöllunar.
-JBH, Akureyri.
— Heldurðu að það væri ekki nær að syngja bara eins og íslendingarnir:
,,Máninn hátt á himni skin?"
Stubbur heldur tonajól
— Jólagetraun DV, 5. hluti
Nú er Stubbur oröinn hás, svo hás
aö hann getur varla sungiö jóla-
sveinasöngva. Ástæöan er sú að hann
þurfti aö tala svo hátt við tónskáld
eitt sem var vægast sagt meö
slæma heym. Eiginlega var Stubbur
á því aö maðurinn væri algerlega
heyrnarlaus. Tónskáldiö sat í
dimmri stofu, tungliö skein fyrir
utan og ekki var að sjá aö snill-
ingurinn léti öskur Stubbs hafa
nokkur áhrif á sig. Hvaöa tónskáld
var þarna aö semja? Krossiö viö
rétta svarið, geymiö seöilinn meö
öllum hinum og sendiö síöan allan
bunkann til DV, jólagetraun,
Síöumúla 14, R, fyrir 30. desember.
Dregiö veröur úr lausnum á þrett-
ándanum, 6. janúar, og viö höfum orö
Stubbs fyrir því að verðlaunin í ár
séu meö glæsilegasta móti, APPLE-
tölva, sem kostar 22 þúsund krónur,
takkasímar meö 10 númera minni,
sem kosta rúmar 3 þúsund krónur
stykkiö, og svo Clairol líkamsnudd-
tæki meö 4 púöum. Þau kosta 1200
krónurhvert.
„Þetta eru frábær tæki,” segir
Stubbur, „hef prófaö þetta allt.”
B
A. Claude Debussy, Þrjú næturijóð.
B. Ludwig van Beethoven, Tunglskinssónatan
C. igor Stravinsky, Næturgaiinn
IMafn........................................
Heimilisfang.................................
Sími..............
Lækkað verð!
Aóeins 17 kr. flaskan
^ Nýttogendurbætt
sykurminna
Sanitas maltðl
Okkar framlag í verðbólgubaráttunni