Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR10. DESEMBER1983. 9 Á spástefnu Stjórnunarfélagsins var máluð ófögur mynd. Hallgrimur Snorrason iræðustól. ÞRJl MOeUR AR Árið, sem er að líða, hefur verið okkur erfitt í efnahagsmálum. Það þrengir að fjárhag heimilanna. Hvað tekur við á næsta ári og næstu ár? Þetta var til umfjöllunar á spá- stefnu Stjórnunarfélagsins í fyrra- dag. Spekingar spjölluðu um, hvert stefndi. Guðmundur Magnússon há- skólarektor og hagfræðingur f jallaði um, hver gæti oröið þróunin næstu þrjúár. Það verða mögur ár. Oft hefur verið rætt að undan- förnu, hverjar horfumar séu á næsta ári, 1984. Þar hefur verið máluð ó- fögur mynd. En hvenær komumst við upp úr öldudalnum ? Guðmundur Magnússon sagði, að næstu þrjú ár væru of skammur tími til aö gera annað en aö treysta undir- stöður efnahagsins. Við gætum ekki treyst á, að við- skiptakjör við útlönd bötnuðu af- gerandi á þeim tíma. Búast megi viö nokkru atvinnu- leysi. i 10 ár að kyngja Það kom fram hjá Guðmundi og Sigurði B. Stefánssyni, hagfræðingi hjá Kaupþingi hf., að við gyldum enn olíuverðhækkananna, sem gætti, árið 1973 og síöar. „Það tekur okkur allt að 10 ár aö kyngja staðreynd- um,” sagði Guðmundur. Við hefðum enn ekki gert nægilegar ráðstafanir til að mæta olíuverðshækkununum. Ennfremur væru um 10 ár síðan vit- að var, að fiskiskipaflotinn væri of stór. Þorskstofninn mundi tæplega ná sér á þremur næstu árum, þótt nú yrði gripiö til afgerandi aðgerða. Næstu 4—5 ár yrðu léleg gönguár. Samkeppnin hefði harðnað á erlend- um mörkuöum. Ef nýta ætti orkuna, reisa ný orkuver og verksmiðjur tengdar þeim, þyrfti það langan um- þóttunartíma. Sérfræðingamir töldu, að næstu þrjú ár yrði varla urrnt að reikna með teljandi aukningu þjóðarframleiösl- unnar. Þó mættum við vænta þess, að það skilaði sér með góðum vöxtum síðar,. ef strangar aðgerðir yrðu gerðar til að vernda auðlindir hafsins. 10% minnkun vegna olíunnar Sigurður B. Stefánsson gat þess, að olíuverö væri nú tífalt hærra í doll- urum en það var fyrir 1973. Olíu- kreppur skullu á 1973—4 og 1979. Áhrif þeirra hefðu hugsanlega orðið að minnka þjóðarframleiðsluna hér umallt aðlOprósent. Þess vegna hefði meðalvöxtur framleiðslunnar, hagvöxtur, færst niöur á nýtt stig, ef borið væri saman við tímabiUð eftir 1950. Annað, sem ylli minni hagvexti til langframa, væru stórauknar vaxta- greiðslur af erlendum lánum. Þær orsökuðu hugsanlega 3—4% minni hagvöxt. Það boðar ekki gott. Viö getum tæplega reiknað með lækkun vaxta erlendis eða minnkun skuldabyrðar okkar erlendis á næstu árum, eins og horfir. Við getum ekki treyst á veröhækk- anir á fiskafurðum okkar í Banda- ríkjunum á næstunni vegna harðn- andi samkeppni frá Kanadamönn- um. Óvenjulegur háski nú Ef við lítum á fyrri samdráttar- eða „kreppu”skeið hér á landi á síö- ustu áratugum, eru árin 1983—1984 ó- venjulega háskaleg. Áður gátum við sumpart aukið þorskafla og sumpart komizt úr kreppunni vegna verðhækkana á af- urðum okkar. Nú getum við ekki gert ráð fyrir aðauka þorskafla. Nú getum við ekki vænzt hærra verðs á erlendum mörkuðum. Því mun okkur illa ganga að brjót- ast upp úr þessu feni. Munurinn á samdráttartímanum nú og fyrri samdráttartímum er einnig, hversu hörðum aðgerðum stjórnvöld beita. Ríkisstjómin hefur komið verð- bólguhraðanum niður úr yfir 150% í um 30%. Veröbólguhraðinn verður nú um áramótin væntanlega 20— 25%, ef hann er miöaður viö heilt ár. L;nitíai’«lai:s- pislilliiin Haukur Helgason adstodarritstjóri Rikisstjórnin hefur eins og allir vita beitt fáu ööm en kjaraskerðingu í baráttunni. Þó gætir spamaðar í fjárlagafmmvarpi. Talað er um að auka ekki byrðina af erlendum lán- um. Viðskiptajöfnuður við útlönd kann að verða okkur óhagstæður um 1100—1200 milljónir í ár. Það er þó mikill bati frá því, sem í stefndi. Verðbólgan og viöskiptahalUnn eru þeir féndur, sem ríkisstjórnin lagðitilatlöguvið. Vel hefur gengið með verðbólguna enn sem komiö er. Verr horfir með viöskiptahallann. I spá, sem Hall- grímur Snorrason, hagfræðingur í Þjóðhagsstofnun, setti fram á fyrr- nefndri spástefnu, gerir hann ráð fyrir, að viðskiptahallinn versni enn á næsta ári. Þvi veldur einkum minni afli, sem Hafrannsóknastofn- un boðar. Verðbólgan Hallgrímur spáir einnig sjö pró-. sent minnkun kaupmáttar ráðstöfun- artekna eftir skatta á næsta ári. Nú væri æskilegast, að unnt væri að dreifa þessari miklu kjaraskerðingu, þannig að hún dyndi ekki yfir árin 1983 og 1984, eins og í stefnir. Höf- undur þessa pistils telur til dæmis, að ríkisstjórnin ætti að draga nokkuð úr áætlun sinni um minnkun verð- bólgu á næsta ári. Hún gefur í skyn, að stefnt sé að því að koma verðbólg- unni niður í 10% hraða í lok næsta árs. Ekki væri fráleitt, að þar yrði gefið eftir. Við gætum vafalaust un- að viö 30% verðbólguhraða, ef nauð- synlegt* reyndist, til þess aö hinir lægstlaunuðu yrðu ekki að þola skell- inn. Láglaunafólkið þolir ekki öllu meiri kaupmáttarskerðingu. Reynsl- an sýnir, að erfitt er að bæta k jör lág- launafólks, nema aðrir launþegahóp- ar fái einnig einhver jar hækkanir. Kauphækkanir leiða auðvitað til meiri verðbólgu. Þá má nefna stefnuna í gengis- málum. Gengið hefur verið nokkuð fastíhálftár. Það getur verið hættulegt aö halda genginu föstu, þegar gengi krónunnar fer að verða of hátt. Því heyrast nú raddir um, að brátt verði að fella gengið. Ráðamenn sverja það af sér. En að því kemur, aö fast- gengisstefnan verður neikvæð. GengLsfelling dregur á eftir sér meiri verðbólgu. Ríkisvíxlar Utlán bankanna bar nokkuö á góma á áðurnefndri spástefnu. Fram kom, aö staða ríkissjóðs væri mjögveik. Mikill hallarekstur ríkis- sjóðs í ár hefur dregið 1 milljarö úr Seölabankanum og „sent út í kerf- ið”. Auk þess höfðu til nóvember- loka 150 milljónir króna streymt út úr Seðlabankanum gegnum við- skiptabankana. Utlán bankanna hafa aukizt meö hraðanum 80 prósent, ef miöað er við heilt ár. „Slíkt getur ekki gengið til lengdar, „sagði Sigurgeir Jónsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. Aðrir ræöumenn tóku fram, að slík útlánaaukning gengi alls ekki, ætti að koma veröbólgunni lengra niður. Aukning útlána á næsta ári þyrfti fremur aö veröa 20—30 pró- sent. Því var að heyra, aö spekingarnir teldu, að næsta ár yrði að draga úr aukningu útlánabankanna. Viö það mun enn herða aö almenningi og fyrirtækjunum. Margir hafa „redd- að sér” með þvi að auka skuldir sín- ar á þessu ári til að mæta kjara- skeröingunni og minni umsvifum. Sigurgeir gat þess þó, að búast mætti við nýjum sparnaðarformum. Nú hefðu innistæður á 3ja mánaða verðtryggðum reikningum minnkað um 32% síðan í ágúst og um 6% á 6 mánaða reikningum. Raunvextir væru háir og yrðu áframháir. Enillagengiaðseljahin nýju spariskírteini ríkissjóðs, þótt boðnir væru háir vextir. Búast mætti við, að ríkiö „korti mjög fé á næstunni, og mundi það sækja á lánamarkaðinn með nýjum formum. Líklega kæmu fram geng- ístryggð verðbréf og ríkisvíxlar, það er verðbréf til skamms tíma. Þetta yröi ríkiö að gera í samkeppni við bankakerfið og atvinnulífið. Við siglumkrappan sjó í peninga- málum. Gera verður ráð fyrir, aö hafa hemil á aukningu útlána. Ríkið mun reyna að soga til sinna þarfa f jármuni, sem ella kæmu inn í bankakerfið, þar sem nota mætti þá til almennra útlána. Raunvextir munu áfram verða til- tölulega háir miðað við það, sem ver- ið hefur, að sögn aöstoöarbanka- stjórans. Framangreint er að miklu byggt á því, sem fram kom á spástefnunni. Það sýnir, að ekki er lofað gulli og grænum skógum. Við blasa nokkur mögurár. Ræðumenn létu þó koma fram, aö sólskinsblettir sæjust í heiði síðar meir. Við mundum vinna okkur út úr vandanum, þótt varla yrði það næstu þr jú ár, eða f jögur eða fimm. Haukur Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.