Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Blaðsíða 11
11
DV. LAUGARDAGUR10. DESEMBER1983. :
Reagan virdist ekkert hafa elst
Þrátt fyrir aö Ronald Reagan gegni
einu erf iöasta starfi í heiminum og hafi
oröið fyrir moröárás þá virðist hann
næstum ekkert hafa elst þau ár sem
hann hefur verið forseti, segja sérfræö-
ingar.
„Þaö virðist sem Reagan hafi fundið
æskubrunninn,” segir Maxine nokkur
Fiel sem hefur velt mikið fyrir sér
fræöum er lúta aö líkamsburði manna
og útliti.
„Reagan er 72 ára gamall. Þaö
hefur einu sinni veriö skotiö á hann.
Þaö stööuga álag sem fylgir starfi
hans, ábyrgðin sem hann ber og
miskunnarlaust eftirlit blaðanna sem
umlykur allt sem hann gerir myndi
hafaáhrifáalla.
En þaö er ótrúlegt hvernig hanr
viröist eignlega hafa getað stöövaf
tímann.”
Andlitið skarpt
Svo viö gerum samanburö þá virtist
streita forsetatíöarinnar sannarlega
hafa áhrif á forvera hans, Carter, sem
eltist um tíu ár á forsetatíð sinni að
sögn Fiel.
Sérfræöingurinn sem rannsakaöi
myndir af forsetanum til þess aö
fylgjast meö því hvernig hann eltist
uppgötvaöi líka ýmislegt sem sýnir aö
Reagan hefur misst dálítið af sjálfs-
trausti sínu og er orðinn varfæmari.
Ef viö berum saman mynd númer 1,
tekna 1980, og númer tvö, sem er tekin
1983, segir Fiel um samanburöinn:
„Það er erfitt aö trúa því að þær hafi
verið teknar meö þriggja ára millibili
og aö Reagan hafi særst alvarlega á
tímanum sem leið á milli. Frá munni
og upp úr hefur Regan alls ekki elst
nokkum skapaöan hlut. Andlit hans er
enn skarpt og háriö hefur ekki breyst.
Fingur boginn
Á báöum myndunum eru augu hans
vökul. Eini staðurinn sem gefur það til
kynna að Reagan hafi breyst er svæöið
frá hálsi og upp aö vörum. Hann er
meö fleiri hrukkur á hálsinum.
Líkami forsetans hefur ekki nein
fleiri ellimörk,” bætir hún viö. „Bakiö
á honum er enn beint. Á mynd 3 (frá
1980) gengur hann beinn, á mynd 4, frá
1982, situr hann á hestbaki.
Á mynd 5 stendur hann hnarreistur.
Hann hefur haldiö sterkum likama.
vöðvarnir eru stinnir, maginn á honum
er stinnur og hann gengur hressilega.
Hann hefur h'kama fimmtugs manns.
Myndimar af Reagan sýna einnig
nokkur merki um aö persónuleiki hans
hefur breyst nokkuö,” bætir hún við.
„Mynd númer 6 sýnir Reagan í ræöu-
stól 1976 þar sem hann heldur ræöu
sem frambjóðandi til forsetakjörs.
Vísifingur hans bendir beint upp. Þetta
sýnir aö hann trúir á þaö sem hann er
aösegja.
Á mynd 7, sem tekiö er 1983, er
fingur hans dálítið boginn. Þaö sýnir
aö Reagan hefur misst dáhtiö af
gamalli trú. Hann hefur uppgötvað þaö
að hann getur ekki gert allt sem hann
langar til. Ásetningur hans er sá sami
en hann gerir sér grein fyrir tak-
mörkum eigin valds.”
Þá er sú speki upptalin.
Reagan gekk reistur 1980 eins og
sóst á myndinni þar sem henn
heldur á beislinu. Hann bar sig vel i
söðii 1982, mynd 4, og tekur sig vel
út 1983, myndS.
Carter etdst greinHegm é þeim tímaerhann ver forsetí.
Timataus. Andílt Reagens eitíst nœr ekkert á tímanum fré 1980 tíl 1983 en
fré þeim tíma eru myndir 1 og 2.
Öldin okkar 1971-1975
ÖLDIN OKKAR 1971-1975- Gils
Guömundsson tók saman. Helstu at-
burðirþessara ára eru raktir í hinu lif-
andiformi nútíma fréttablaðs: Þorska-
stríð, Vestmannaeyjagos, heimsmeist-
araeinvígi í skák, þjóðhátíð, þólitískar
sviþtingar og kvennafrí svo fátt eitt sé
talið. Ekki skal gleyma þeim smáu og
sþaugilegu atvikum sem krydda þjóðlíf-
ið á hverjum tíma. Allterþetta sagan í
fjölbreytileika sínum.
ALDIRNAR eru nú í tólfbindum og
gera skil sögu þjóðarinnar samfellt í
475 ár. Enginn íslenskur bókaflokkur
hefur öðlast sltkar vinsœldir. ALDIRN-
AR — LIFANDI SAGA LIÐINNA AT-
BURÐA í MÁLI OG MYNDUM. Sígilt
verk sem ekki má vanta í bókaskáþinn.
Athugið hvort nokkurt fyrri bindanna
vantar. Þau eru:
Öldin sextánda I II 1501—1600
Öldin sautjánda 1601—1700
Öldin átjánda I II 1701—1800
Öldin sem leið I-II 1801—1900
Öldin okkar I-IV 1901—1970
Kr. I I08JO
Bræðraborgarstíg 16 Pósthólf294