Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Blaðsíða 7
Kset fraHMSP.ftO or HTIOAfTHAOIt/'.T va
DV. LAUGARDAGUR10. DESEMBER1983.
MUNÐSSOKAR
Austurstræti, stærsti „stórmarkaður" landsins sem býður upp á margvis-
legaþjónustu. DV-myndBj. Bj.
A usturstræti stærsti
„stórmarkaður” landsins
„Viö viljum vekja athygli borgarbúa
á því aö Austurstrætiö er stærsti „stór-
markaður landsins,” sagði Asgeir
Hannes Eiríksson kaupmaöur er
kaupmenn Austurstrætis boöuöu
blaöamenn á fund sinn í fyrradag.
„Austurstræti er hins vegar enginn
venjulegur stórmarkaöur því hér fá
allir viöskiptavinir persónulega
þjónustu.”
Kaupmennirnir telja nú aö hætt sé
viö aö verslun fari minnkandi í
miðbænum, m.a. vegna þess aö hálf-
gert stórmarkaðsæöi hefur gripið um
sig meöal fólks. Þeir vilja fyrir alla
muni spoma viö þessari þróun. Þeir
telja aö miðbærinn, hjarta borg-
arinnar, megi ekki deyja út. I Austur-
stræti er boðið upp á margvíslega
þjónustu, bæði margar verslanir og
matsölustaöi. Og ekki má gleyma því
aö hluti Austurstrætis er göngugata
þar sem gangandi vegfarendur þurfa
ekki aö óttast bílaumferð. Fram aö
þessu hefur veriö nokkur skortur á
bílastæðum en úr því leysist von
bráöar meö tilkomu bílastæðisins sem
er í kjallara Seðlabankabygging-
arinnar. Ráðgert er aö opna þaö 15.
þessa mánaöar.
Fram aö jólum verður nú boðiö upp á
margvísleg skemmtiatriöi á laugar-
dögum í Austurstrætinu.
-APH.
VISA-kortin á
innanlandsmarkað
Frá og meö deginum í dag geta þeir
er eiga VISA-greiöslukort notaö þau á
innanlandsmarkaöi. Fram aö þessu
hefur einungis veriö hægt að nota þau
erlendis. Meö tilkomu Visa-
greiöslukortanna eru þaö nú tveir aöilar
sem sjá um slíka þjónustu á innan-*
landsmarkaði hérlendis. Sama Visa-
kortið gildir fyrir viöskipti innanlands
og erlendis. Eigendur kortanna greiöa
2. hvers mánaðar reikning sinn og þá
fyrir tímabiliö 18..—17. næsta mánaðar.
VISA-lsland býöur verslunar- og
þjónustuaöilum sínum aö þeir greiöi
ákveöna prósentu af þeirri veltu sem
fer í gegnum greiöslukortakerfiö. Ef
upphæöin er frá 1—250.000 kr. greiða
þeir 3 prósent, ef hún er 250.000—
500.000 kr. greiöa þeir 2,5 prósent og 2
prósent ef veltan er yfir 500.000 kr.
Þetta er frábrugöiö þeim reglum er
gilda í sambandi við notkun Euro-
korta en þar þurfa verslunar- og
þjónustuaöilar að greiða 4 prósent
óháöveltunni.
Fyrirtækið VISA-Island er sameign-
arfyrirtæki 5 banka ög 13 sparisjóða.
-APH.
Jólastemmning á
Kjarvalsstöðum
Margir hafa lagt leiö sína í Kjarvals-
staöi þessa vikuna á sýningu Æsku-
lýösráös Reykjavíkur, Viö unga fólkið,
sem nú stendur yfir. Sýningunni lýkur
á morgun, sunnudag.
Margir gestir hafa veriö boðaðir til
að skemmta unga fólkinu og í gær-
kvöldi var sjálfur Bubbi Morthens
kallaöur á vettvang.
Nú hefur heyrst að foringi jólasvein-
anna, Askasleikir, sé að berjast til
bæja ofan úr fjöllum ásamt vinum
sínum. Samkvæmt tölvuspá frá Kjar-
valsstöðum er gert ráö fyrir að þeir
kumpánar mæti hressir a jola-
skemmtunina sem hefst klukkan þrjú í
dag. Þá verður hljómsveit komin á
staöinn og mun hún leika jólalög, dans-
aö verður í kringum jólatré og fariö í
leiki. Sá sem stjórnar þeirri skemmtan
er Hermann Ragnar Stefánsson.
Síðan verður síminn upptekinn um
stund því þær Edda og Helga veröa á
tali — og umræðuefnið auövitað hann
Elli.
Allir sem fara í Kjarvalsstaöi í dag
ættu aö komast í jólaskap því þar
veröurmikil jólastemmning. -ÞG.
Viltu komast
ijólaskap?
Lestu þá jó/ab/að Húsfreyjunnar.
EFIMI M.A.
• 9 íslenskar konur segja frá reynslu sinni. Frá
jólum i Moskvu, Betlehem, Hveravöllum og á
hafi úti. Starfi sinu i frumskógum Brasiliu og í
höll Sviakonungs.
• Dagbók konu skrifar Guðrún L. Ásgeirsdóttir,
sem búsett er i húsi Jóns Sigurðssonar i Kaup-
mannahöfn.
• Girnilegir jólaréttir.
• Jólahandavinna, m.a. hvernig gera má skraut á
jólatré.
• Áskriftarsími Húsfreyjunnar er 17044. Nýir
kaupendur fá jólablaðið í kaupbæti.
Húsfreyjan á hvern bæ,
enginn bærán Húsfreyju.
Hljómtœkjasamstœður með öllu
Z-15 system - kr. 26.435 stgr.
Z-35 system - kr. 31.200 stgr.
ðUAPIS hf.
BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 27133
i
OPIÐ TIL KL. 6 I DAG
VINNUFATABÚÐIN skúlagötu 26