Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Blaðsíða 14
14 Pftop íT'PffiMrjO'qrnr nr crTTO^nrcr^ nTTA t \rrj DV. LAUGARDAGUR10. DESEMBER1983. ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN SONNY’S LETTAH (Anti-Sus poem) Dear Mama, Good Day. I hope dat wen deze few lines reach y’u, they may find y’u in di bes’ af helt. Mama, I really doan know how fi tell y’u dis, cause I did mek a salim pramis fi tek care a lickle J im an’ try mi bes* fi look out fi him. Mama, Ah really did try mi bes’, but none-di-les’, mi sarry fi tell y’u seh poor lickle Jim get arres’. It woz di migglc a di rush howah wen everybady jus’ a hus’le an’ a bus’le fi goh home fi dem evenin’ showah; mi an’ Jim stan-up waitin’ pan a bus, nat causin’ no fus’, wen all an a sudden a police van pull-up. Out jump t’ree policeman, di ’hole a dem carryin’ batan. Dem waak straight up to mi an’ Jim. One a dem hol’ an to Jim seh him tekin him in; Jim tell him fi let goh a him far him noh dhu not’n’, an him naw t’ief, nat even a but’n. Jim start to wriggle. Di police start to giggle. 'Mama, mek Ah tell y’u whey dem dhu to Jim; Mama, mck Ah tell y’u whey dem dhu to him: dem t’ump him in him belly an’ it tum to jelly dem lick him pan him back an’ him rib get pap dem lick him pan him he’d but it tuff likc lc’d dem kick him in him seed an’ it started to bleed Mama, Ah jus’ could’n’ stan-up deh an’ noh dhu not’n’: soh mi jook one in him eye an’ him started to cry; mi t’ump one in him mout’ an’ him started to shout mi kick onc pan him shin an’ him started to spin mi t’ump him pan him chin an’ him drap pan a bin an’ crash an de’d. Mama, more policeman come dung an’ beat mi to di grung; dcm chargc Jim fi sus; dem charge mi fi murdah. Mama, doan fret, doan get depres’ an’ doun-hearted Be af good courage till I hear fram you. I remain, your son, Sonny. Smáumf jöllun um Linton Kwesi Johnson og tónleika hans hérlendis ásamt raggaebandi Dennis Bovel Linton Kwesi Johnson var 10 ára gamall þegar hann fluttist frá Jamaica til Bretlands og settist aö hjá móður sinni í hinu illræmda Brixton hverfi. Hverfi þaö er hér um ræöir er innflytjendahverfi og eru íbúar þess sökum litarháttar stimpl- aöir neðsta stétt breska þjóð- félagsins. Linton Kwesi byrjaöi aö vinna eftir aö hafa stundað skyldunám meö mis- jöfnum árangrí. Samfara vinnunni las hann undir próf sem hann stóðst, leiðin lá í hiö virta Goldsmith’s College. Þar lauk hann B.A. prófi í þjóðfélagsfræðum. Aö námi loknu var Linton Kwesi atvinnulaus í nokkurn tíma. Má því segja aö hann gjörþekki líf hinna atvinnulausu og kúguöu einstaklinga í þjóðfélaginu. Ariö 1977 gaf hann út sína fyrstu ljóðabók „Voices of the Living and the Dead”. Náöi bók þessi brátt vin- sældum sökum þess hve snilldarlega honum tekst aö tengja saman list- rænt form og pólitískt inntak í ljóð- umsínum. Linton Kwesi hefur veriö virkur félagi í ýmsum samtökum er berjast fyrir bættum þjóöfélagsréttindum svartra, þar á meðal eru samtökin The black panther. Á öllum breiöskífum Lintons hefur hann notað taktinn i raggae tónlist til frekari áherslu í ljóðum sínu. Dennis Bovel hefur séö um undirspil hjá Linton og svo var einnig í Sigtúni föstudagskvöldið 2. des., en þar hélt Linton Kwesi tónleika á vegum sam- takanna „Viö krefjumst framtíðar.” Hlálegar reglur Mannmergö var mikil í Sigtúni þetta kvöld og spenningur í loftinu. Fannst blaðamanni ánægjulegt aö sjá aö þama mátti finna fulltrúa flestra aldurshópa þótt yngri kyn- slóðin væri f jölmennust. Rúmum klukkutíma eftir aö tón- leikamir áttu aö hefjast steig á sviö hópur íslenskra tónlistarmanna. Afsökuöu þeir lágkúm íslenskra stjórnvalda er höföu sett þaö skilyrði fyrir uppákomu þessari aö einungis fengist atvinnuleyfi fyrir hina erlendu tónlistarmenn ef innlendir tónlistarmenn tækju þátt í uppákom- unni. Ekki man blaöamaöur eftir aö slikar kvaöir hafi veriö settar varö- andi erlenda gesti á vegum Jazzvakningar t.d. Fannst mér þetta hlálegt þar sem þama heiöraöi okkur meö list sinni maður er framarlega hefur verið í baráttu gegn misrétti. Eins og sfldartunna Islenska sveitin var eingöngu skip- uð slagverksleikurum og skiluöu þeir hlutverki sínu með ágætum. Eftir þennan forleik steig fram Gunnlaug- ur Ottarsson, fyrrum liðsmaður hljómsveitarinnar Þeys. Hann biður um kraftaverk, þaö þarf að rýma miðju salarins. Fólkið er tregt, sumir eru búnir að hafa mikið fyrir því aö ná almennilegu stæöi og enginn vill gefa eftir, að sjálfsögöu. Gunnlaugur bregst þá hinn versti viö og grípur til enskunnar og skipar fólki burt. Tilþrif hans minna mjög á fallinn foringja og kannski var þaö ein af ástæðunum fyrir því aö krafta- verkiö gerðist, eyða myndaöist eftir endilöngum salnum. Áöur en ljóðskáldið sjálft birtist spilaði raggae band Dennis Bovel tvö lög sem náðu strax upp mikilli stemmningu. Eftirvæntingin var mikil og loks þegar Linton Kwesi birtist ætlaöi allt um koll að keyra. Tónlistin var vel flutt og hljóöburður gífurlega góöur. Troöningur var svo mikill aö mér leið eins og síld í síldar- tunnu en fólk virtist skemmta sér hiö besta. Ýmsa galla fann blaöamaöur á þessum tónleikur, t.d. fannst mér skipulag staðarins út í hött, jafn- framt fannst mér boðskapur ljóða Lintons ekki komast til skila sem hefur vafalaust stafaö af illskiljan- legri mállýsku Lintons og því aötón- listin stelur nokkuö hlutverki ljóöanna. Áhangendasöngvar enskra knattspyrnuliöa eiga ekki viö á uppá- komu sem þessari aö áliti blaða- manns. Sem sagt, góö uppákoma góös boðskapar sem átti þaö til aö týnast. Þ.L.S., H.Ý.E., G.E.G. Stnðbnðin opnud á ný Frá því Stuöbúöin margfræga fór á hausinn sl. sumar hafa ýmsir veriö óhuggandi. En nú geta þeir tekiö gleði sína á ný. Harðasti kjami áhugafólks um framsækna poppmúsík hefur tekið höndum saman og opnað Stuðbúðina á ný. Það er tak- mark þessa hóps að reka nýju Stuðbúðina á sama grundvelli og gömlu Stuðbúðina: Þ.e. að Stuðbúðin verði vettvangur nýrrar poppmúsíkur. 1 Stuðbúðinni geta menn nálgast sjald- gæfar plötur, plaköt, skyrtuboli og fleira sem tilheyrir fram- sækinni rokkmúsík. Nýja Stuðbúðin er á sama stað og sú gamla, á Laugavegi 20. Síminn er 27670. Afsökunarbeidni Síðastliöinn mánudag rakst ég á smáklausu í DV undir fyrirsögninni „Leiðrétting.” Leiörétting þessi er til komin vegna viötals er undirrit- aður átti viö Gunnar Kristinsson, höfund leiöréttingar. Hann segir aö viö lestur umrædds viötals hafi hann fariö alvarlega að leiöa hugann aö blaöamennsku. Ekki skal hér fullyröa um getu blaða- manns í viðtölum sem þessu en er ekki nokkuö mikiö sagt aö fara aö leiða hugann aö blaöamennsku ein- göngu sakir rangtúlkunar á kenn- ingu manns sem er málóður mjög og umoröar í sífellu kenningar sínar, biöur blaöamann aö oröa þetta frekar svona eöa svona o.s.frv. Þaö skal einnig tekiö fram aö ekki var ætlun blaðamanns í einu eöa neinu að rangtúlka skoöanir og kenn- ingar viðmælanda og biöur blaða- maður viðmælanda sem og lesendur innilega afsökunar (lofar aö gera þaðaldreiaftur). Þ.L.S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.